Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 237
SKÍRNIR
RITDÓMAR
235
er nokkur til frásagnar, en í skáldskap er návist slíks sögumanns hagað
með ýmsu móti. Sögumanni skáldsögunnar er ástæðulaust að rugla saman
við rithöfundinn sem söguna samdi, öllu heldur er hann einhvers konar
ígildi eða persónugervingur höfundarins sem hann skapar sér með öðru
efni verks. Njörður kallar þann sem segir frá í 3ju persónu í skáldsögu ýmist
„höfund“ eða „söguhöfund", en notar orðið „sögumaður" aðeins um þann
sem segir frá í lstu persónu, sjálfur þátttakandi í sögu sinni. Þetta virðist
mér á vissan hátt villandi og eðlilegt að nota orðið sögumaður um þann sem
talar i frásögninni, hvort heldur er í 3ju, lstu, eða jafnvel 2arri persónu.
Slíkur sögumaður er jafnan auðgreindur í 3ju persónu frásögn, hvort sem
hann birtist þar sem „alvitur" sögumaður sem sér of heima alla, þegar hann
kýs, og í hug hverrar persónu og talar stundum beinlínis við lesendurna
sjálfur, eins og sögumaður Halldórs Laxness gerir í Sölku Völku og Sjálf-
stæðu fólki; eða þá hann takmarkar frásögn sína við sjónarhorn og skynsvið
fárra, kannski aðeins einnar persónu, eins og í Heimsljósi; eða hann hefur
á sér yfirbragð hlutlægni og greinir aðeins frá því sem augu sjá og eyrun
heyra, eins og sögumaður í íslandsklukkunni. Og hann er jafnan aðgengileg
stærð í verkinu, innan þess — öfugt við skýringamyndir Njarðar í kaflanum.
En þótt sagt sé frá í lstu persónu, eins og í Atómstöðinni, eða Svartfugli,
eða Snörunni eftir Jakobínu Sigurðardóttur, og sögumaður þar með formlega
samsamaður sögupersónu, sjónarvottur eða þátttakandi eða með öðrum hætti
heimildarmaður um atburði í sögunni, er ekki þar með sagt að „söguhöf-
undur" sé á bak og burt, með öllu horfinn „á bak við“ söguefnið eins og
stundum er sagt. Skammt að baki þess sem talar í lstu persónu býr „höf-
undurinn í verkinu" sem svo má kalla („implied author") og hann má á
sama máta greina á bak við sögumann í 3ju persónu. Öfugt við sögumanninn
talar „höfundurinn í verkinu“ aldrei berum orðum til lesandans, en verður
að lesa sig eða túlka til hans, en það er hann sem endanlega leggur niður
fyrir persónum og lesendum sínum heimsmynd hvers verks, siðaskoðun og
gildismat, mannskilning og lífsýn sem þar gildir. Viðhorf hans geta en þurfa
ekki að falla saman með viðhorfum sögumannsins, hvort heldur sagt er frá
í lstu eða 3ju persónu, gera það kannski í sögu eins og Svartfugli, en fráleitt
td. í Snörunni þar sem sögumaður stendur uppi afhjúpaður fyrir lesanda að
sögulokum. I slíkum írónískum sögum er „höfundurinn í verkinu" augljós-
astur að baki sögumanns, en hann fyrirfinnst á sama máta undir öðrum frá-
sagnarháttum.
Ef aðal-minni tam. Sjálfstæðs fólks er ákvarðað sem „uppreisn manns gegn
umhverfi sínu“, eða þá „barátta einstaklings fyrir frelsi I heiminum" blasir
við sýn að sagan lýsir óförum og ósigri, uppreisn og barátta Bjarts er fyrir-
fram dæmd til að mistakast í heimi sögunnar. Sögumaður dregur af þessu
efni ályktun undir lok sögunnar með frægum orðum: „Sagan a£ Bjarti i
Sumarhúsum er saga mannsins sem sáði í akur óvinar síns allt sitt líf, dag og
nótt.“ Segja má með Nirði Njarðvík að hér sé greinilega vikið að þema sög-
unnar, sögumaður lýsi því hvað fyrir honum vaki: