Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 13
RITGERÐIR
NICHOLAS DENYER
Hundurinn Díógenes
f elstu varðveittu heimildum um forngríska heimspekinginn
Díógenes frá Sínopu (412P-323 f. Kr.) er hann kallaður Hundur-
inn.1 Af því viðurnefni drógu fylgismenn hans nafn sitt hoi
Kynikoi, það er að segja Kýníkar eða Hundingjar, en ekki af
eiginnafni frumkvöðulsins (eins og Epikúringar), heimaborg hans
(eins og Megaringar), staðnum þar sem hann kenndi (eins og
Stóumenn), né af rökleiðsluaðferð hans (eins og þráttarhyggju-
menn). Hvers vegna skyldi heimspekingur vera hundur? Hvernig
getur heimspekingur verið hundur? Hvað getum við lært um
hunda og visku, þegar okkur er sagt að hundur hafi unnað visk-
unni?
Iðkun heimspeki felst í kenningasmíð og rökleiðslu. Margir
samtímahöfundar ganga að minnsta kosti út frá því sem vísu í
skrifum sínum um fornaldarheimspeki. Merkasta framlag fyrir-
rennara Sókratesar er að sögn Karls Popper fólgið í því að setja
fram „kenningar" sem rúmast innan „gagnrýnnar umræðuhefð-
ar“. I bók Jonathans Barnes um forvera Sókratesar, „hina fyrstu
meistara röklegrar hugsunar“, er það „aðalmarkmiðið að útskýra
og meta fjölbreytilega rökvísi þeirra“. Justin Gosling og
Christopher Taylor fjalla um „framlag Forn-Grikkja til fræðilegs
skilnings á vellíðan“. Og að mati Michaels Frede ber þeim sem
skrifa sögu heimspekinnar að rannsaka „heimspekileg viðhorf
fortíðarinnar“ og „gera ráð fyrir að heimspekileg viðhorf séu oft-
ast nær sett fram af heimspekilegum ástæðum".2 En því fer fjarri
að þessi áhersla á rökleiðslu sé ekkert annað en duttlungar nútíma
1 Aristóteles, Mœlskulistin 1411a24. Þessi klausa um Díógenes eins og margar
sem hér eru tilfærðar er tekin úr Gabriele Giannantoni, Socratis et Socraticor-
um Reliquiae, (Napólí, 1990), 2. bindi, bls. 227-510.
2 Karl Popper, „Back to the Presocratics", í Conjectures and Refutations,
(London, 1963), bls. 136-65, á bls. 141 og 149; Jonathan Barnes, The
Presocratic Philosophers, (London 1979), 1. bindi, bls. ix (það skal tekið fram
að bók Barnes birtist í ritröðinni The Arguments of the Philosophers); J.C.B.
Skímir, 171. ár (vor 1997)