Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 23
SKÍRNIR
HUNDURINN DÍÓGENES
17
Til er saga tengd þessu. „Ungur maður var að sýna orðfimi
sína. Díógenes fyllti kyrtilfellingu sína (to prokolpion) af úlfa-
baunum og tók til við að háma þær í sig fyrir allra augum. Þar
kom að manngrúinn lét augun hvarfla frá ræðumanninum að
honum, og þá varð honum að orði að sér þætti undarlegt að
menn skyldu vanvirða unga manninn með því að líta til sín“
(D.L. 6.48; sbr. 6.57 um saltfisksát sem truflaði sýningu). Kýníkar
höfðu úlfabaunir í hávegum. „Skreppa af úlfabaunum og frelsi
undan áhyggjum"; þannig lýsti Krates þeim gæðum sem heim-
spekin hefði veitt honum (þermön te khoinix kai to médenos
melein, hjá D.L. 6.86). Og úlfabaunir urðu með tímanum ófrá-
víkjanlegur hluti af búningi Kýníka, líkt og betlaraskjóðan og
stafur eins og sá sem Díógenes gekk við.15 En hvers vegna úlfa-
baunir? Svarið er að finna í verkum Hippókratesar, Um meðferð
við háskalegum sjúkdómum (Viðauki 47). Þar segir að af öllum
belgjurtum séu úlfabaunir síst háskalegar heilsunni og að allar
belgjurtir að úlfabaunum meðtöldum láti menn freta.16
Gríska á tvær sagnir sem lýsa vindgangi: perdomai og bdeö.17
Perdomai virðist vera myndað með hljóðlíkingu og táknar há-
værari tegund vindgangs; bdeö er á hinn bóginn notað um lyktar-
sterkari vindgang. Þegar ein persónan hjá Aristófanesi notar bæði
mega pany apopardön og ou libanöton gar bdeö um sama fretinn,
þá sameinar sá gríðarlegi fretur hljóð og lykt í jöfnum hlutföllum
(Aristófanes, Auðurinn 698-99, 703). Hið dularfulla orð bdeö
virðist ekki eiga við hunda heldur hreysiketti (Aristófanes,
Akarníubúar 255, Auðurinn 693), en þeir virðast hafa gegnt svip-
uðu hlutverki í Aþenu og kettir gera hjá okkur, það er að segja,
þeir voru hafðir í húsum til að veiða smærri meindýr. Hippókrat-
es varar okkur sérstaklega við perdesþai: það er betra að perdesþai
15 T.d. Lúkíanos, Flóttamennirnir 31, Viðauki við œvir 9, Samrœður binna dauðu
1.1,11.3, 22.3; sbr. Petronius, Satyricon kafli 14.
16 Kannski notuðu Kýníkar fleira en úlfabaunir til að koma af stað vindgangi.
Að minnsta kosti dásamar Krates á einum stað (hjá D.L. 6.85) blóðberg, hvít-
lauk, fíkjur og brauð; og í læknisfræðilegum ritum er talið að bæði hvítlaukur
(Um meðferð við háskalegum sjúkdómum (Viðauki) 51; Um meðferð 2.54) og
fíkjur (Kelsos, 2.26) valdi vindgangi.
17 Sjá W. Sidney Allen, „Varia onomatopoetica“, Lingua, 21 (1968) 1-12, á bls.
8-10.