Skírnir - 01.04.1997, Síða 198
192
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
ráðandi sjónarhorni er það eflaust vegna þess að hann hefur vanist því að
finna í bókum þá merkingarlegu festu sem hann svo oft hafnar í daglegu
lífi og myndi í samræðum við annað fóik kalla óþarfa kreddu eða
rökgreiningarlega þröngsýni. Lesandinn þarf þannig að taka á ýmsum
ósamræmanlegum þáttum sem gera það að verkum að hann verður sér
meðvitaðri um ósamræmanleg viðhorf samfélagsins til geðveiki.
Fjölmargir kaflar sýna hvernig sjónarhornið mótar viðbrögð lesenda
og persóna við atburðum bókarinnar. I dæminu um teppahreinsunar-
manninn, sem Páll kemur óvænt að inni í stofu og telur vera innbrots-
þjóf, er lesandanum boðið að lesa eðlileg viðbrögð sem merki um
geðveiki (150). Að sama skapi ber Viktor dulargervi sannleika og rétt-
mætrar orðræðu. Menntun hans og fatasmekkur gerir honum það kleift
að taka bankalán og svíkja út dýrindis máltíð á Hótel Sögu. Aðgreining
sannleika og lygi er þannig ekki aðeins bundin við tungumálið, heldur er
merking lesin út úr fatnaði persónanna. Við komuna á Hótel Sögu stara
þjónarnir á Óla og Pál sem tekst illa að laga sig að breyttu umhverfi:
„Kannski var þeim starsýnt á stuttu buxurnar hans Óla, á bera fótleggina
milli sokkanna og skálmanna, eða mig sem hafði gleymt mér og horfði
löngunaraugum á eftir konunum sem hurfu inn í salinn“ (194). Viktor er
með skýringar á reiðum höndum. Hann útskýrir jaðarstöðu þeirra félaga
þannig að þeir séu úr sveit og óvanir borgarlífi. I orðræðu nútímamanns-
ins um klæðaburð renna sveitavargurinn og geðsjúklingurinn saman í
eitt og hin gamla fyrirmynd andlegs heilbrigðis og menningarlegra gilda
er lögð að jöfnu við utangarðsmanninn.
Kaflarnir um Dagnýju eru lýsandi fyrir þær öru sjónarhornsbreyt-
ingar sem einkenna Englana, en lesandinn neyðist á örfáum síðum til
þess að margendurskoða afstöðu sína til þessarar gömlu kærustu Páls.
Þegar Dagný er kynnt til sögunnar er henni lýst með upphöfnum orð-
um. Hún er konan sem Páll elskar og málar, „ótrúlega falleg, með brjóst
einsog birkitré og augu einsog berjalyng" (107). Lesandinn veit þó strax
að samband þeirra er liðin tíð þar sem hún hefur orðið „æ meiri hugar-
burður“ (107). Þessi Dagný, sem í upphafi sver sig í ætt við þá kven-
mynd sem dregin er upp í Ljóðaljóðunum, eða upphafnar dömur Dantes
og Petrarca, þær Beatrice og Láru, fær fljótt á sig veraldlegra yfirbragð
og hún nær aldrei að uppfylla fyrstu væntingar Páls og lesandans. Á
næstu síðum er henni lýst sem uppreisnarfullum unglingi úr smáborg-
arafjölskyldu (111-12), sem reykir pípu, les pappírskiljur og sekkur sér
niður í dulspeki (113). Páll kemst fljótt að raun um að hann er ekki nógu
fínn fyrir Dagnýju og móðir hennar sýnir honum hroka þegar hann segir
henni að hann sé aðeins bílstjórasonur: „Það var einsog ég hefði sagt
henni að búið væri að opna rakarastofu á tunglinu. [...] á eftir sagði Dag-
ný við mig: ’Þú hefðir ekki átt að segja að pabbi þinn væri bílstjóri. Hún
er svo ógeðslega snobbuð‘“ (112). Rögnvaldur, vinur Páls, segir sam-
bandið dæmt til þess að enda, þar sem þau tilheyri ekki sömu samfélags-