Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 238
232
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
SKÍRNIR
Ytra borð og framkoma Kjartans eru þannig fáguð og ef eitthvað skortir
á fullkomleik hans þá kærir hann sig kollóttan. Um Hrafn gegnir öðru
máli: „Eg var meira skolleitur, með nef að vísu og munn og eyru og augu
og allt hitt en ekkert af því sætti beinlínis tíðindum" (76). Hér er ekki
einungis undirstrikað formleysi sögumanns í samanburði við Kjartan,
heldur lýsir hann sjálfum sér með upptalningu á líkamshlutum sem eru
einhvern veginn, en virðast ekki tengjast saman í neina afmarkaða heild.
Kjartan er hins vegar „hávaxinn og breiðvaxinn með mikið og þykkt
svart hár.“ Aðferðin við lýsingu þeirra er því gerólík, Kjartani er lýst
með meðölum Islendingasagna, sem eru öflugur undirtexti í sögunni,
meðan Hrafni er lýst með smæðarmyndmáli og brotakenndri upptaln-
ingu sem löngum hefur verið talið einkenna kvenlegan rithátt.18
Þroski Hrafns, aðferð hans við að raða saman brotunum, felst í því
að líkja eftir Kjartani:
En árin Iiðu og án þess að ég tæki eftir því var ég einn góðan veður-
dag farinn að hreyfa mig hægt og yfirvegað og ganga útskeifur og
standa beinn í baki og brosa rólega og jafnvel farinn að taka til máls í
hópi, jafnvel farinn að kæra mig kollóttan í kring um mig. Það var
honum að þakka. Mér fannst það vera honum að þakka þegar
bólurnar hurfu úr andlitinu á mér og það tognaði úr mér, ég þakkaði
honum alltaf þessa eðlilegu þróun. Þegar ég fór ósjálfrátt og án þess
að vita af því að leika hann þá fann ég sjálfan mig, þá stækkaði ég.
(9)
Kjartan er maður uppgripanna, hinna stóru drauma, maður uppbygging-
arinnar. Hrafn reynir að móta sjálfan sig í mynd Kjartans til að fylla upp
í ráðandi karlmannsímynd, ímynd sem byggir á athöfnum og heildstæðri
sjálfsmynd.
Einnig hér kemur bygging við sögu, líkt og í Tröllakirkju; Hrafn og
vinur hans taka að sér að rífa utan af uppslætti í akkorði. Þeir töldu sig
komna í uppgrip, að þeir væru orðnir þátttakendur í gullæðinu. En þeir
reynast ekki hlutverkinu vaxnir og verða frá að hverfa, báðir slasaðir, og
meiðslin undirstrika það hvernig þeim mistekst að leika karlmenn. Hrafn
gengur haltur á eftir, vinurinn boginn í baki með þursabit. Báðir eru al-
gerlega óhæfir til vinnu þótt verkefninu sé ólokið. Þá kemur Kjartan til
skjalanna og að sjálfsögðu bjargar hann málunum. Lýsing Hrafns á
honum að verki loknu er allt að því upphafin:
18 Auðvitað er Hrafn ekki „kvengervður“ fyrir það eða kvenlegur. Skilgreining-
ar á kvenlegum rithætti og karllegum eru eitt dæmið um það hvernig fjallað er
um konur sem „annan“, en karla hins vegar sem normið sem frávik eru skil-
greind út frá. Slík nálgun kemur í veg fyrir að hægt sé að fjalla um karla sem
slíka. Sbr. Harry Brod: „A Case for Men’s Studies." Cbanging Men, s. 264.