Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 209
SKÍRNIR
KONA, SÁLGREINING, HÖFUNDUR
203
í íslenskri bókmenntasögu án frekari rökstuðnings eða úrvinnslu. Eiga
lesendur að vita um hvaða prinsa hér gæti verið að ræða?
I kaflanum um ritdóma um verk Ragnheiðar Jónsdóttur bendir
Dagný á að Kristmanni Guðmundssyni, sem fyrst hafði verið jákvæður í
umsögnum, hafi síðar snúist hugur. Um Kristmann segir síðan: „Hann
átti ef til vill nóg með matið á listgildi eigin bóka þó hann færi ekki að
verja aðra“ (331). Það er óverjandi að segja svona nokkuð í doktorsrit-
gerð án frekari rökstuðnings. Á öðrum stað bendir Dagný á að Kristinn
E. Andrésson hafi orðið fyrstur til að birta sögu eftir Ragnheiði, í
Rauðum pennum árið 1937. Ragnheiður hafi verið vinstri sinnuð, en
hinsvegar hafi hún ekki deilt kommúnískum skoðunum Kristins. Síðan
segir: „Kristinn E. Andrésson sér heldur enga ástæðu til að nefna Ragn-
heiði í bókmenntasögu sinni árið 1949“ (309). Þar sem þessi umsögn er
ekki skýrð frekar gæti lesandi skilið hana sem svo að Kristinn hafi bein-
línis valið höfunda í bókmenntasögu sína eftir pólitískum skoðunum.
Enn eitt dæmi um stýfða röksemdafærslu af þessu tagi (eiginlega
roksemd fremur en röksemd) er að finna þar sem segir frá ritdómi Jóns
frá Pálmholti í Birtingi um fyrstu ljóðabók Arnfríðar Jónatansdóttur.
Dagný bendir á að þótt Jón hrósi Arnfríði, sé mikið um áðurnefnda úr-
drætti í ritdómnum þannig að á endanum sé hann „hvorki jákvæður né
neikvæður“. I ritdómum Birtings hafi aðrir höfundar gjarnan fengið
„umtalsverða uppörvun til að halda merkinu á lofti. Þá uppörvun er
erfitt að sjá í tilviki Arnfríðar Jónatansdóttur sem gaf ekki út aðra ljóða-
bók“ (377). Hér mætti ætla að Dagný teldi þennan eina ritdóm, sem er
„hvorki jákvæður né neikvæður“, hafa valdið því að ljóðskáldið gaf ekki
út aðra bók!
Aðfinnslur eins og þær sem hér hafa verið tíndar til eiga kannski
frekar að vera einskonar hali á andmælaræðu - endanleg sönnunarmerki
þess að andmælandi hafi þaullesið verkið og ætli ekki að sleppa því að
tína upp smælki sem doktorsefnið hefur misst til jarðar af óvarkárni. Ég
kann því hinsvegar betur að draga halann inn í erindi mitt, ef svo má
segja, en veifa honum í lokin (þar sem meiri hætta væri á að hann yrði
skilinn sem karllegt tákn ...).
V
Bókmenntafræði verksins má í fljótu bragði greina í tvennt, þar sem hún
felst annarsvegar í könnun og túlkun á textum Ragnheiðar Jónsdóttur og
hinsvegar í greiningu þess samhengis sem mótar í senn skrif og viðtökur
þessara texta. Hvorutveggja má síðan skipta í þrjá þætti, þótt þeir séu
mjög tengdir innbyrðis. Textarýnin mótast í fyrsta lagi af samlestri við
sálgreiningarkenningar, þar sem Freud er í fyrirrúmi, í öðru lagi af
femínískri og kynbundinni greiningu - þar fer mest fyrir kenningum
Juliu Kristevu, en hún er jafnframt sálgreinandi og almennt renna