Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 40
34
NICHOLAS DENYER
SKÍRNIR
fargað var vegna þess að Alexander gerði sér ekki grein fyrir því
að hann vildi einvörðungu berjast við stór dýr; eða þeirra erfið-
leika sem hundar eins og Kapparos áttu við að etja, þegar þeir
vildu vísa fólki á glæpamenn sem þeir höfðu staðið að verki; eða
Argosar sem hinir heimsku og illgjörnu biðlar létu liggja á
mykjuhaugi (Od. Í7.296-300, 318-23).40
Eg hygg að hinn óljósi grunur um að þrátt fyrir fyrirlitningu
okkar á hundum beri þeir af okkur hafi ráðið miklu um þær hug-
myndir sem Díógenes var að reyna að innræta mönnum með því
að lifa eins og hundur. Til að draga saman, hvað það táknaði í
huga Díógenesar að vera hundur, er tilvalið að taka dæmi af
Argosi, hundi Odysseifs. Argos lét ekki blekkjast þegar hann
stóð frammi fyrir því að gera þann eina greinarmun sem máli
skiptir, það er að segja á milli lasta biðlanna, sem þó lifðu í glæsi-
legum munaði, og dyggða húsbóndans, sem þó birtist honum í
betlaragervi með malpoka og stafprik sem Aþena hafði fengið
honum (Od. 13.437). Þessi lýsing minnir reyndar mjög á Díó-
genes. I blóma lífs síns var Argos óþreytandi veiðihundur; og í
ellinni flökraði hann ekki við því að liggja á mykjuhaugi. En þó
að hann greindi glögglega á milli þeirra hluta sem máli skipta og
hinna sem eru einskis virði, eða ef til vill vegna þeirrar glögg-
skyggni sinnar, var Argos smáður og útskúfaður af hinum vondu
mönnum sem hýstu hann. En það var þeirra skaði, ekki hans.
40 Grikkir eru ekki einir um að stíga vomurnar í fyrirlitningu sinni á hundum.
Lítum til dæmis á sögu heilags Guineforts sem dýrkaður var í grennd við
Lyons frá þrettándu öld að telja og allt til þess að Rannsóknarrétturinn bann-
aði dýrkun hans. Guinefort var mjóhundur. Honum var eitt sinn falið að gæta
ungs sonar húsbónda síns. Húsbóndinn hafði brugðið sér frá og þá kom snák-
ur og reyndi að bana barninu, en var sjálfur drepinn af hinum dygga
Guinefort. Þegar húsbóndinn sneri aftur, kom hann að Guinefort böðuðum í
blóði snáksins. Hann dró undireins þá ályktun að Guinefort hefði drepið
barnið, og því drap hann hundinn. Dauða Guineforts og þeirri dýrkun sem
spratt af honum er lýst í bók Jean-Claudes Schmitt The holy greyhound:
Guinefort, healer of children since the thirteenth century (Cambridge og París,
1983). Schmitt tínir saman fjölmargar sögur sem samsvara sögunni um
Guinefort, væntanlega í því augnamiði að tryggja honum sess í þjóðsögum.
Þau undarlegu rök virðast liggja hér að baki að eftir því sem hundarnir séu
fleiri sem slíkar sögur eru sagðar um, þeim mun ólíklegra sé að nokkur þeirra
sé sönn.