Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 32
26
NICHOLAS DENYER
SKÍRNIR
En hundar láta sér fyrst og fremst annt um dyggðir mann-
anna. Það lýsir sljóa manninum hjá Þeófrastosi vel að hann er bit-
inn af hundi nágrannans, þótt skepnan ætti að þekkja hann vel
(,ho anaisþétos, Manngerðir 14.5). Hundurinn Ageas drap mann
sem var að reyna að stela leikritum húsbónda þeirra beggja,
Evpolisar; sú staðreynd að þjófurinn var þræll Evpolisar sýnir að
Augeas réðst á hann vegna glæpsamlegs athæfis hans, en ekki
vegna þess að hundurinn þekkti ekki manninn (Aelianus, Um eðli
dýranna 10.41). Með því að gelta og klóra í hurð vísaði sikileysk-
ur hvolpur húsbónda sínum á felustað hórdómsmanns sem sætti
vopnaður færis að drepa hann; þetta gerði hvolpurinn, þótt hinni
ótrúu húsfreyju hefði tekist að múta öllu þjónustufólkinu til að
taka þátt í samsærinu (Aelianus, Um eðli dýranna 7.25). Pyrrhos
frá Epeiros ávann sér eitt sinn traust hunds sem hafði átt hús-
bónda sem hafði verið myrtur. En hundurinn gleymdi ekki sín-
um fyrri húsbónda. Eitt sinn þegar Pyrrhos gerði liðskönnun,
truflaði hundurinn hana. Þótt hann væri oftast nær hljóður og
ljúfur, byrjaði hann nú að gelta að nokkrum hermannanna og
klóra þá, en sneri höfðinu sí og æ til Pyrrhosar. Loks kom að því
að Pyrrhos skildi hann, og undir pyndingum játuðu hermennirn-
ir að hafa myrt fyrri húsbónda hundsins (Plútarkos, Hvort dýr
láðs eða lagar séu hyggnari 13; Aelianus, Um eðli dýranna 7.10;
Plinius, Náttúrurannsóknir 8.142).
Hundar sem sýnt höfðu mikla hæfileika til að snuðra uppi
dyggðir og lesti af öllum stærðum og gerðum voru látnir gæta
hofa á nokkrum stöðum. Við hof Hefestusar á fjallinu Etnu
flöðruðu hundarnir upp um heiðarlega gesti, bitu þá gesti sem
voru blóðugir um hendur og ráku í burtu þá sem komu til hofs-
ins að loknum mökum (Aelianus, Um eðli dýranna 11.3). Álíka
mannglöggir að sínu leyti voru þeir þúsund hundar sem vörðu
hof Adranosar á Sikiley. Að degi til flöðruðu þeir upp um alla
sem þar bar að garði, hvort sem þeir bjuggu þar á staðnum eða
voru aðkomumenn. Á næturnar fylgdu þeir hins vegar þeim
mönnum heim sem voru lítilsháttar við skál, veittu þeim sem
voru með drykkjulæti þá hæfilega mildu refsingu að stökkva á þá
og rífa klæði þeirra, en þá sem þeir töldu vera líklega til að ráðast
á fólk og ræna það rifu hundarnir grimmilega á hol (Nymfodóros