Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 261
SKÍRNIR
FÉLAGSVlSINDAMANNA SAGA
255
Þetta er sannarlega engin „samfélagssaga" í venjulegum skilningi. Það
er öllu heldur eins og verið sé að varpa fræðum eins gagnrýnanda inn í
hina ímynduðu sál Njáls, Snorra goða, Grettis og félaga. Þó að aðferð
Millers fari ekkert lengra með lesandann en aðferð margra annarra fræði-
manna á sviði fornsagnarannsókna er bók hans skemmtileg aflestrar. Sem
snöggvast fáum við að vega og meta þjóðfélag þar sem mynstur sagna-
vefsins endurspeglast í normum þegnanna. Miller vill fá okkur til að
hugsa um þessi atriði, en hann vonast einnig eftir að finna kennivald í
þessu tilbúna sálarlífi.
Annað dæmi um hina sérstöku aðferð Millers má finna í 2. kafla, sem
ber óskhyggjutitilinn „Making Sense of the Sources“ („Ráðið í heimild-
irnar“). I kaflanum er að finna forvitnilegan lestur á „Þorsteins þætti
stangarhöggs", í fjörlegri þýðingu Millers. Atburðir þessa stutta texta,
sem skreyttur er vangaveltum um hvað vaki fyrir persónunum, renna
undantekningarlaust í hina samhverfu farvegi „sæmdarleiks" (honor
game), þar sem samningaloturnar milii Bjarna og Þorsteins eru lýsandi
dæmi. En leikurinn er ekki bara túlkunaraðferð; hann verður staðgengill
þess veruleika sem kann að finnast í lagaákvæðum, mynstur sem gefur til
kynna hvað dómskerfið hlýtur að hafa falið í sér fyrir Islendinga síns
tíma - þegar heimildir segja ekki annað. „Ég hef tilhneigingu til að
treysta sögunum svo framarlega sem frásagnir þeirra eru ekki augljóslega
ótrúverðugar og svo framarlega sem atburðarásin fellur sæmilega að
þeim aðferðum við að útkljá deilur sem félags- og mannfræði nútímans
hefur átt þátt í að uppgötva og lýsa.“37 Þetta getur ekki talist hefðbundin
samfélagssaga eða félagsvísindi. Miller hefur látið hugmyndaflugið
hlaupa með sig í gönur þegar hann fer að lýsa ímynduðum félagslegum
veruleik, ætlandi félagsvísindum það óskemmtilega verkefni að dæma
langsóttustu kenningarnar úr leik. Engan skal undra þó að úrskurðir
hans standist undantekningarlaust þetta auðveldasta allra veruleika-
prófa.38
í umfjöllun sinni um fornsögurnar nálgast Miller félagsvísindi úr
óvæntri átt. Hann jafnar hlöðnum endursögnum sínum við félagslegan
veruleik, svo fremi sem einhver félagsleg tilgáta, hvaðan sem hún kemur
- hvaðan sem er! - getur gert þær trúverðugar. Túlkun hans á sögunum
verður að lokum háð því að hinn félagslegi veruleiki hlíti ákveðnum skil-
yrðum. I kafla sem gæti allt eins átt við hinar litríku túlkanir Millers
37 Sama heimild, bls. 76.
38 Miller er ekki jafn undanlátssamur við keppinauta sína þegar kemur að fræði-
legum kröfum. Þegar hann andmælir skoðunum Berthu Phillpotts um að ætt-
artengsl séu forsenda samtakamáttar segir hann: „Þetta er einfaldlega rangt,
eins og ég býst við að allir þeir sem alist hafa upp í fjölskyldu viti“ (sama
heimild, bls. 140).