Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 91
SKÍRNIR
Á LEIÐINNIÚT ÚR HEIMINUM
85
skáldsögum Einars Más, Riddurum hringstigans, Vængjaslætti í
þakrennum og Eftirmála regndropanna). Samt kynnist hann missi
og sorg ungur að aldri: Þór, faðir tveggja leikbræðra hans, missir
annað augað eftir voðaskot og Benni, faðir hinna strákanna sem
hann umgengst mest, ferst í bílslysi sem Páll er sjónarvottur að.6
Nábýlið við Klepp er bæði háskalegt og seiðandi. Goðsagnir
um gamla geðveika konu, sem strákarnir gruna um að elda og éta
börn í skjóli Klepps, hindra Pál og félaga hans ekki í að leika sér í
nágrenni spítalans. Einu sinni á sautjánda júní sjá drengirnir sjúk-
ling fluttan á spítalann í lögreglubíl. Þetta er stúdent, sem hefur
sturlast, kannski lesið yfir sig; hann hefur hætt að sofa, rakað af
sér hárið og er froðufellandi en Kleppur neitar að taka við hon-
um. Þessi mynd brennir sig inn í vitund Páls og hangir yfir hon-
um eins og Damóklesarsverð enda á hann eftir að upplifa hana
aftur og aftur, í hlutverki sjúklingsins en ekki áhorfandans.
A unglingsárum sínum er Páll sendur í sveit norður í land, þar
missir hann sveindóminn og kynnist óvenjulegum persónuleikum
eins og Keisara norðurljósanna og Pétri bónda. Við heimkomuna
til Reykjavíkur skynjar hann að allt hefur breyst. Fjölskyldan er
flutt í nýtt hverfi og hann hefur eignast nýja systur. Páll hefur
aldrei lært að verja sig og nú virðist umheimurinn harður og
kaldur. Þegar stærri strákarnir hafa af honum frímerkjasafnið
skerst faðirinn í leikinn og það reynir ekki á lausnir drengsins á
eigin vandamálum.
Þegar Páll er orðinn nemandi í MR ríkir bjartsýni í fyrstu,
enda telur hann sig útvalinn son þjóðfélagsins. En fljótlega kemur
fram misræmi milli ytri og innri veruleika og geðklofinn brýst út.
I staðinn fyrir mannleg sambönd setur Páll listina í öndvegi; hann
er heillaður af persónuleika Van Goghs og litríkum myndum
Gauguins, og lokar sig af við trommuleik.
Samband Páls við Dagnýju, heittelskaða skólasystur, einkenn-
ist af sífellt brenglaðri veruleikaskynjun. Hann þröngvar sér upp
6 Lýsingin á voðaskotinu er gott dæmi um yfirsýn sögumannsins, engilsins. Á með-
an strákarnir (þar á meðal sögupersónan Páll) eru í Reykjavík, sviðsetur sögumað-
urinn slysið á fjallinu og setur sig ennfremur í spor fórnarlambsins þegar hann seg-
ir: „sársaukinn er gríðarlegur“ (43).