Morgunblaðið - 04.07.2015, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.07.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Fyrir krakka er þetta beinlínis hættulegt því að þær eru mjög herskáar,“ segir Þórsteinn Ragnars- son, forstjóri Kirkjugarðanna, og vísar í máli sínu til þess ófremdar- ástands sem nú er uppi í duftgarð- inum í Sóllandi austan við Öskjuhlíð. Hefur þar stór hópur fugla, einkum gæsir, lagt svæðið undir sig og heldur til við leiðin í garðinum. Þar vappar fuglinn um ásamt ófleyg- um ungum sínum og étur gras. Líkt og flestir aðrir fuglar ver gæsin unga sína af miklum krafti og eiga því þeir sem sækja garðinn heim oft fótum sínum fjör að launa. „Þetta er orðið mjög mikið vandamál og eigum við í hreinustu vandræðum með þessa fugla,“ segir Þórsteinn og bendir á að búið sé að setja upp sérstaka fuglafælu við duftgarðinn sem mynda eigi nokk- urs konar hljóðgirðingu um svæðið. Segir Þórsteinn tækið fyrst hafa verið tekið í notkun í fyrra og virkað þá vel. Í ár virðist gæsin hins vegar leiða hljóðfæluna hjá sér með öllu. „Þær eru bara búnar að venjast hljóðinu og hafa fært sig upp á skaft- ið með tilheyrandi sóðaskap,“ segir hann. Lætur ekki stugga við sér Aðspurður segir Þórsteinn næstu skref að leita á náðir mein- dýravarna Reykjavíkurborgar. „Ég vil fá til mín meindýraeyði til þess að leggja á ráðin um hvað hægt sé að gera,“ segir hann og heldur áfram: „Það eru komnar margar kvartanir undan þessu en við getum ekkert stuggað við gæsinni með neinum öðrum hætti en nú þegar er gert.“ Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir dýrafælu á borð við þá sem notast er við í duft- garðinum oft vera skammgóðan vermi. Verpti undir hljóðfælunni „Það er mjög gjarnan þannig með öll hljóð sem notuð eru til að fæla dýr. Þau virka bara í ákveðinn tíma en svo hættir þetta að virka.“ Spurður hvort hann viti fleiri dæmi þess að óæskilegir fuglar hunsi hljóðfælu kveður Guðmundur já við. „Þetta var sett upp við flug- völl og menn hættu að trúa á tækið þegar gæsin verpti undir því.“ Að sögn Guðmundar er ekki með öllu ljóst hvað hægt er að gera í stöðunni. „Þetta er mjög viðkvæmt svæði og menn væntanlega ekki til- búnir að gera hvað sem er.“ Meindýraeyðir verði sendur í duftgarðinn Morgunblaðið/Styrmir Kári Gæsaskítur Fuglarnir í duftgarðinum í Sóllandi valda mörgum ama enda er sóðalegt um að litast eftir þá.  Hópur gæsa hefur lagt undir sig duftgarðinn í SóllandiParatilboð á Albir Playa 10. og 17. júlí Verð frá *á mann m.v. 2 fullorðna í vikuferð á Albir Playa hótelinu með hálfu fæði. 99.900 kr.* Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri hefur formlega óskað eftir viðræðum við Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra um hug- myndir um aukinn sveigjanleika á milli skólastiga. Í bréfi til menntamálaráðherra kemur fram að hugmyndirnar snúist um að kanna kosti þess og galla að flytja samræmd próf 10. bekkjar til vors í 9. bekk, og gefa þeim nemendum sem það kjósa kost á að hefja fyrr nám í framhalds- skóla. Útskrift geti orðið að vori í 9. bekk eða um áramót í 10. bekk. Borgin reki framhaldsskóla Í öðru lagi að hleypt verði af stokkunum verkefni, í borginni í heild eða einstökum hverfum, þar sem nemendum á efstu árum grunnskóla verði gert ennþá auð- veldara að ljúka skilgreindum áföngum fyrsta árs í framhalds- skólanámi samhliða námi í ní- unda og tíunda bekk. Í þriðja lagi að efnt verði til viðræðna um rekstur Reykjavík- urborgar á einum eða fleiri framhaldsskólum í tilraunaskyni, til að auka samfellu í námi og vinna að ofangreindum áherslum. Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra segir að þegar hafi farið fram óformlegar viðræður og að málið hafi verið í skoðun í ráðuneytinu um hríð. Hann segir að ágætur samhljómur sé á milli borgarinnar og ráðuneytisins um aukinn sveigjanleika. „Ég fagna þessum áhuga. Reykjavík er stærsta sveitarfé- lagið og eins hefur komið fram áhugi hjá öðrum sveitarfélögum um að þau komi að rekstri fram- haldsskóla,“ segir Illugi. Ekki til þess að spara krónur Spurður segir hann að tillög- urnar séu ekki hugsaðar til þess að spara peninga. „Ég held að í svona málum eigi menn ekki endilega að horfa á að hér sparist einhverjar krónur og aur- ar. Ég held að það sem sett sé í menntakerfið sé fjárfesting sem skilar sér margfalt út í sam- félagið. Þarna er eingöngu verið að hugsa um umbætur í kerfinu sem leiði til þess að hægt verði að sinna ólíkum þörfum nem- enda,“ segir Illugi. Nemendur fyrr í framhaldsskóla  Borgarstjóri vill viðræður um meiri sveigjanleika í námi  Þegar verið rætt óformlega, segir menntamálaráðherra  Hægt verði að sinna ólíkum þörfum Dagur B. Eggertsson Illugi Gunnarsson Morgunblaðið/Styrmir Kári Samræmd próf Sumum mun gefast kostur á að sækja framhaldsskóla að loknum samræmdum prófum. Dunja Mijatovic, sérfræðingur í fjölmiðlalögum og fulltrúi Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu á sviði sjálfstæðis fjölmiðla, fagnaði í gær ákvörðun Alþingis um að nema ákvæði um guðlast úr hegningarlögum. Mijatovic, sem er um þessar mundir í opinberum erindagjörðum í Sarajevo, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu, sagði lög sem kveða á um bann gegn guðlasti ekki sam- rýmast frjálsri tjáningu fólks og trú- frelsi þess. „Lýðræði gerir kröfu um að hægt sé að ræða allar hugmyndir á op- inberum vettvangi og að hægt sé að gagnrýna allar hugmyndir og trúar- kenningar þó svo að umræða af þeim toga kunni að vera stuðandi, truflandi eða móðgandi,“ sagði Mi- jatovic. Hún bætti við að Ísland og Noregur hefðu rutt veginn og sett fordæmi fyrir aðildarríki Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. ash@mbl.is Fagnar ákvörðun þingsins um afnám banns við guðlasti Dunja Mijatovic Davíð Þór Björgvinsson, settur sak- sóknari í Guðmundar- og Geirfinns- málinu svonefnda, telur að rök séu fyrir endurupptöku á máli Sævars Ciesielski, Tryggva Rúnars Leifs- sonar og Alberts Klahn Skaftasonar. Áður hafði hann mælt með því að mál Guðjóns Skarphéðinssonar yrði tekið upp aftur. Lúðvík Bergvinsson, lögmaður Tryggva Rúnars Leifssonar og af- komenda Sævars Ciesielski í tengslum við endurupptöku mála þeirra, sagði í samtali við mbl.is í gær það vera mjög ánægjulegt og mikilvægt að hægt yrði að taka þessi mál upp að nýju. „Tilraunir hafa verið gerðar til þess, en ný gögn og sjónarmið hafa verið lögð fram og á það er fallist af hálfu setts ríkissaksóknara. Bæði dómfelldi og saksóknari leggja til endurupptöku. Það er þá endurupp- tökunefndar að ákveða hvað á að gera,“ segir Lúðvík. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, var að vonum ánægður með niðurstöðuna en sagðist þó ekki hafa gert ráð fyrir öðru en að nið- urstaðan yrði þessi. Það er löngu tímabært að afmá þennan smánarblett af íslenska rétt- arkerfinu,“ sagði Hafþór í samtali við mbl.is í gær en hann hefur barist fyrir því að málið verði tekið upp aft- ur frá því Sævar lést árið 2011. gunnardofri@mbl.is Rök fyrir endur- upptöku málsins  Guðmundar- og Geirfinnsmáli ólokið Morgunblaðið/Rósa Braga Skýrsla Starfshópur kynnti niður- stöður skýrslu sinnar árið 2013.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.