Morgunblaðið - 04.07.2015, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
Í eldhúsdagsræðu sinni í vik-unni kom Helgi Hjörvar víða
við. Eitt af því sem hann nefndi
var að meðal þess sem „setti okk-
ur á hausinn“ fyrir nokkrum ár-
um hafi verið „eitruð tengsl
stjórnmála og viðskiptalífs“.
Frá þingmanniSamfylking-
arinnar er þetta
sérstaklega athygl-
isverð athugasemd.
Og hún hlýturað vekja spurningar um
hvort hann ætlar að upplýsa nán-
ar um þessi eitruðu tengsl.
Eftir því hefur verið beðið aðþingmenn og aðrir for-
ystumenn Samfylkingarinnar frá
þeim tíma sem tengslin við helstu
útrásarvíkingana voru sem nán-
ust veiti frekari innsýn í þau
tengsl.
Þeir hafa enn ekki útskýrtBorgarnesræðurnar og aðra
þjónkun við þá sem taldir voru
eiga mest undir sér í íslensku við-
skiptalífi á þeim tíma.
Nú, þegar viðurkennt hefurverið að um „eitruð tengsl
stjórnmála og viðskiptalífs“ hafi
verið að ræða á þessum árum,
hlýtur að mega búast við frekari
upplýsingum um hin „eitruðu
tengsl“ og afleiðingar þeirra
fyrir störf og stefnu stjórnmála-
flokksins.
Samfylkingin gerðist gagn-rýnislaus klappstýra tiltek-
inna afla á árunum fyrir fall
bankanna.
Hún hefur liðið fyrir það síðanog ætti að gera þau mál
upp.
Helgi Hjörvar
„Eitruð tengsl“
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.7., kl. 18.00
Reykjavík 13 skýjað
Bolungarvík 12 skýjað
Akureyri 9 skýjað
Nuuk 11 léttskýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Ósló 25 heiðskírt
Kaupmannahöfn 23 heiðskírt
Stokkhólmur 25 heiðskírt
Helsinki 26 heiðskírt
Lúxemborg 33 heiðskírt
Brussel 31 heiðskírt
Dublin 17 skýjað
Glasgow 22 léttskýjað
London 22 heiðskírt
París 35 heiðskírt
Amsterdam 27 heiðskírt
Hamborg 27 heiðskírt
Berlín 33 heiðskírt
Vín 30 léttskýjað
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 37 heiðskírt
Barcelona 27 heiðskírt
Mallorca 36 heiðskírt
Róm 28 skúrir
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 22 þoka
Montreal 22 léttskýjað
New York 25 heiðskírt
Chicago 23 skýjað
Orlando 31 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:12 23:53
ÍSAFJÖRÐUR 2:09 25:06
SIGLUFJÖRÐUR 1:46 24:55
DJÚPIVOGUR 2:29 23:35
Börn sem eiga leið í Kórinn í Kópa-
vogi í sumar þurfa að gæta að sér
vegna settjarnar sem nálægt
íþróttahúsinu. Foreldrar í hverfinu
hafa komið kvörtunum á framfæri
við bæjaryfirvöld en ekkert hefur
enn verið gert til að koma til móts
við áhyggjur þeirra af öryggi
barnanna.
„Þetta er í skoðun og það stendur
yfir vinna við athugun á vatns-
svæðum í hverfinu og hvernig
brugðist verði við því að auka örygg-
ið þar,“ segir Steingrímur Hauks-
son, sviðsstjóri umhverfissviðs
Kópavogsbæjar. Sé sérstaklega
horft til settjarnarinnar í þeirri
skoðun vegna nálægðar hennar við
Kórinn.
„Ekki er að vænta niðurstöðu fyrr
en í haust þegar þetta verður lagt
fyrir nefndir og ráð til faglegrar um-
fjöllunar,“ segir hann en ekki hafi
náðst að klára málið fyrir sumarfrí.
Öryggisviðbrögð
Ekki er líklegt að settjörnin verði
fjarlægð þar sem henni er ætlað að
taka við úrkomu. „Hún er því ekki
alltaf full af vatni, það fer eftir veðr-
inu,“ segir Steingrímur, en ýmsir
aðrir möguleikar eru þó mögulegir
til að efla öryggið. „Líklegast verður
lagt til að minnka hallann á bökk-
unum og grynnka hana ásamt því að
passa að það sé meiri möl svo engin
drulla myndist í botninum. Síðan
verður mögulega girt, þó það komi
ekki í veg fyrir að börn príli yfir
grindverkið.“ laufey@mbl.is
Hafa áhyggjur af óvar-
inni settjörn í Kórnum
Morgunblaðið/Golli
Börn Settjörnin er steinsnar frá Kórnum og á leið margra barna sem þang-
að sækja ýmis námskeið. Öryggisatriði eru til skoðunar hjá Kópavogsbæ.
Foreldrar í
hverfinu hafa
kvartað
Varðskip Landhelgisgæslunnar,
Þór og Týr, sem lentu í árekstri við
rússneska skólaskipið Kruzensh-
tern munu fara í slipp. Týr var hér
á landi vegna viðhalds en mun fara
í slipp í sumar þar sem gert verður
við skemmdirnar en ráðgert hafði
verið að setja hann í slipp sem hluta
af því viðhaldi sem átti að fara fram
í sumar. Aðeins einn slippur á land-
inu er nægjanlega stór til þess að
sinna viðgerðum á Þór en það er
slippurinn á Akureyri. Áætlað er að
Þór fari í slippinn þegar hann kem-
ur heim úr gæsluverkefni í haust
eða um leið og tími fæst í slippnum
á Akureyri.
Rússneska skólaskipið hélt frá
landinu stuttu eftir áreksturinn en
áður en skipið fékk leyfi til þess að
yfirgefa höfnina fékk Landhelgis-
gæslan bankaábyrgð upp á hundr-
að milljónir króna hjá trygginga-
félagi seglskipsins. Að sögn
Ásgríms Ásgrímssonar hjá gæsl-
unni er málið í góðum farvegi.
isak@mbl.is
Þór Varðskip Landhelgisgæslunnar.
Varðskipin Þór og
Týr fara bæði í slipp
Veðurstofa Ís-
lands ákvað í
gær að breyta
litakóða fyrir
flug fyrir eld-
stöðina Eldey
aftur í grænan.
Þetta kom fram í
tilkynningu frá
Veðurstofunni í
gær en litakóðanum var breytt í
gulan eftir að skjálftahrina hófst á
Reykjaneshrygg að kvöldi hins 30.
júní síðastliðins.
Í tilkynningunni segir að engin
mælanleg merki séu sjáanleg um að
skjálftavirknin sé tengd kviku-
hreyfingum í eftri hluta jarðskorp-
unnar. ash@mbl.is
Engin merki um
kvikuhreyfingar