Morgunblaðið - 04.07.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.07.2015, Qupperneq 11
Morgunblaðið/RAX Samvinna listamanna Pétur Ben, tónskáld, Helga Rut, tónlistarfræðingur, og Mæja myndlistarmaður. um en þeim ekki bara réttur snjall- síminn.“ Þriggja ára undirbúningur Undirbúningur útgáfu Vísna- gulls hófst fyrir þremur árum. Verkaskiptingin blasti vitaskuld við. Helga Rut safnaði efni og ritstýrði verkinu. Pétur hafði umsjón með tónlist og upptökum á geisladiski. Síðan fengu þau listakonuna Mæju, Maríu Sif Daníelsdóttur, til að myndskreyta bókina. Hvað barna- gælurnar áhrærir virðist þjóðararf- urinn því vera í býsna góðum hönd- um hjá doktor í tónlistarfræðum, tónskáldi og myndlistarkonu. Enda hefur verkefnið gengið ljómandi vel og verið að þeirra sögn afar gefandi og skemmtilegt. Pen- ingaleysi setur hins vegar strik í reikninginn á lokasprettinum og kann að tefja útgáfu, sem þau stefna að í lok sumars. Þau brugðust við fyrir nokkrum dögum með því að hefja forsölu afurðarinnar og söfnun á Karolina Fund og vonast til að ná upp í prentkostnað. Setja markið á milljón „Við ætlum að reyna að safna einni milljón króna. Líklega kostar prentunin eina og hálfa milljón, en við þorðum ekki að skjóta of hátt, því samkvæmt reglum sjóðsins fæst ekki neitt ef settu marki er ekki náð,“ segir Helga Rut. Fyrir þremur árum veitti Bók- menntasjóður henni lítilsháttar styrk til verksins og fyrir ári hlaut hún eina milljón úr Menningarsjóði Jóhannesar Nordal. Hvorki Helga Rut né Pétur hafa reiknað sér laun því styrkirnir hafa einungis dugað fyrir framleiðslukostnaði; mynd- skreytingum, hönnun, hljóðveri og hljóðvinnslu. Helga Rut stofnaði Tónagull 2004 í þeim tilgangi að halda tónlist- arnámskeið fyrir ung börn og for- eldra þeirra auk þess að leiðbeina leikskólakennurum og tilvonandi grunnskólakennurum um tónlist með börnum. Hún segir mörg hundruð börn hafa farið í gegnum námskeiðin og sömu fjölskyldurnar komi aftur um leið og þeim fæðist nýtt barn. „Hugmyndafræðin gengur út á að tónlist sé meðfædd þörf og tónlist- aruppeldi eigi að miðast við tónlist með börnum en ekki fyrir börn. Þess vegna er virk þátttaka í tónlist lyk- ilatriði á námskeiðum þar sem for- eldrar og börn njóta þess að þroskast saman með tónlist á markvissan hátt. Á námsárum mínum í meistara- og doktorsnámi í menntunarfræðum tónlistar í Kanada tók ég ásamt ungri dóttur minni þátt í tónlistar- námskeiði fyrir 0 til 9 mánaða börn. Þar var fræinu sáð og ég hugsaði með mér að héldi ég svipuð námskeið á Íslandi væri mikilvægt að vinna með þjóðararfinn í stað þess að þýða bara erlendar þulur og söngva,“ segir Helga Rut. Heillandi hljómheimur Tónlistinni á Vísnagulli lýsir hún sem heillandi hljómheimi sem ein- kennist af órafmögnuðum hljóð- færum og sumum nokkuð sérstökum eins og bjöllum, vindlakassagítar og íslensku langspili. „Útsetningar eru lágstemmdar, tónlistin algjörlega tilgerðarlaus og raddirnar blíðar og mjúkar. Mér fannst ekki fara vel á að drekkja fallegum þulum og laglín- um í of miklu skrauti. Vísurnar og þulurnar eru alltaf í forgrunni.“ Þótt Pétur sé töluvert í rokkinu, en hann samdi til dæmis tónlistina í kvikmyndinni Málmhaus, er aug- ljóst að hann á sér mjúkar hliðar. Saman unnu þau Helga Rut geisla- disk með íslenskum barnagælum, sem hún hefur notað á námskeiðum Tónagulls frá upphafi og Vísnagull – Vísur og þulur fyrir börn í fangi byggist á að hluta. „Við gáfum disk- inn ekki út, enda var hann tekinn upp á einu kvöldi og átti bara að vera til bráðabirgða. Síðan hef ég varla annað eftirspurn og er stöðugt að brenna nýja því foreldrar á nám- skeiðunum vilja eiga hann til að spila fyrir börnin í bílnum, heima hjá sér eða bara hvar sem er,“ segir Helga Rut. Bókina prýða 26 litrík málverk með ævintýralegum blæ eftir Mæju. Aftast eru ítarefni og fróðleikur um uppruna söngva og vísna auk skýr- inga og lýsinga á leikjum sem fylgja sumum þeirra. Dýravísurnar Flestir þekkja vísuna Hani, krummi, hundur, svín. Upp á hól Sunneva er klædd í kjól. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015 Helga Rut Guðmundsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Ís- lands, fæddist í Reykjavík 1970. Hún útskrifaðist sem tónmenntakennari frá Kennarahá- skóla Íslands 1992 og lauk meist- ara- og doktorsnámi í mennt- unarfræðum tónlistar frá McGill-háskóla í Montreal í Kanada árið 2003. Líf Helgu Rutar hverfist um tón- list, en hún syngur með kór Há- teigskirkju, stundar rannsóknir á sviði tónlistarmenntunar og hefur birt greinar í erlendum fræðiritum. Hún stofnaði Tónagull 2004 og hefur undanfarin þrjú ár unnið að gerð geisladisksins og bókarinnar Vísnagull – Vísur og þulur fyrir börn í fangi ásamt mági sínum Pétri Ben tónskáldi. Tók doktorsprófið í Kanada HELGA RUT GUÐMUNDSDÓTTIR „Í búnaðarsögulegu tilliti þarf að ganga um Ólafsdal eins og gengið er um Skálholt og Hóla í ljósi kirkjusög- unnar,“ skrifaði Bjarni Guðmundsson í samantekt Ólafsdalsfélagsins um samnefndan dag, en félagið var stofn- að 2007 til að stuðla að endurreisn dalsins. Ólafsdalur er einn af merkustu menningarminjastöðum á Vesturlandi og við Breiðafjörð, sem vel er þess virði að sækja heim. Í dalnum, sem er við sunnanverðan Gilsfjörð, um 6 km frá veginum yfir Gilsfjarðarbrúna, stofnaði frumkvöðullinn Torfi Bjarna- son fyrsta búnaðarskóli Íslands árið 1880 og rak hann til 1907. Umsjónarmenn í Ólafsdal í sumar eru hjónin Elfa Stefánsdóttir, tóm- stundafræðingur, og Haraldur Bald- ursson, tæknifræðingur. Gamli skóla- staðurinn verður opinn alla daga frá kl. 12 til 17 til 16. ágúst. Þar eru sýn- ingar um sögu Ólafsdalsskólans og konurnar í dalnum og sitthvað fleira. Skólahúsið frá árinu 1896 er reisu- legt hús sem áhugavert er að skoða. Á boðstólum eru kaffi, rjómavöfflur og ís frá rjómabúinu á Erpsstöðum. Gestum gefst einnig kostur á að kaupa og fræðast um lífræna ræktun sem löng hefð er fyrir í Ólafsdal. Margir telja dalinn eina af helstu perl- um Íslands sem vel sé þess virði að heimsækja, skoða sögulegar minjar og ganga um í fallegu umhverfi. Ólafsdalshátíðin verður haldin laug- ardaginn 8. ágúst. Dagskráin verður fjölbreytt og fjölskylduvæn; tónlistar- atriði og barnaskemmtanir, áhugaverð erindi, handverksmarkaður og veit- ingar. Efnt verður til Ólafsdalshapp- drættis og lífrænt vottað Ólafsdals- grænmeti verður að sjálfsögðu til sölu. Ólafsdalshátíðin verður haldin í ágúst Ein helsta menningarminjastöð á Vesturlandi Ólafsdalur um miðnætti Minnisvarði um Torfa Bjarnason, skólastjóra, og konu hans, Guðlaugu Zakaríasdóttur, eftir Ríkarð Jónsson. Skólahúsið í baksýn. Nánari upplýsingar um útgáf- una ásamt tóndæmum eru á vef- síðunum: www.karolinafund.com/project/ view/991 og www.tonagull.word- press.com/visnagull Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Fyrir pallinn og stéttina Made by Lavor • 160 bar Max • 8,5 lítrar/mín. • 2500W • Pallabursti • 8 metra slanga • Turbo stútur • Slanga fyrir stíflulosun • Þvottabursti Lavor háþrýstidæla STM 160 27.990 ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l. 4.390 Mako penslasett 590 Bio Kleen pallahreinsir 895 5 lítrar kr. 3.295 Landora tréolía 2.690 Meister fúgubursti með krók #4360430 2.590 (með auka vírbursta) 2.152 3.512 20% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.