Morgunblaðið - 04.07.2015, Side 14
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Teiknistofan Gláma-Kím varð hlut-
skörpust í samkeppni Íslandshótela
og Minjaverndar vegna nýs hótels í
Lækjargötu í Reykjavík.
Ólafur Torfason, forstjóri Íslands-
hótela, segir að hugmyndinni verði
vísað til skipulagsyfirvalda í Reykja-
vík. Hann bindur vonir við að skipu-
lagið verði samþykkt í haust þannig
að hægt verði að hefja framkvæmdir
í ársbyrjun 2016. Stefnt sé að því að
opna hótelið í mars eða apríl 2018.
Hann tekur fram að útlit hússins
hafi ekki verið ákveðið endanlega en
vinningstillöguna má sjá hér til hlið-
ar, ásamt tveimur öðrum tillögum.
Fjöldi herbergja hefur ekki verið
ákveðinn og segir Ólafur að á þessu
stigi sé miðað við 120-135 herbergi.
Íslandshótel keyptu húseignina
Skólabrú 2 í byrjun ársins og verður
það hús tengt við nýja hótelið.
Vilja kaupa Vonarstræti 4
Þá hafa Íslandshótel áhuga á að
kaupa fasteignina Vonarstræti 4 en
þar er Bílastæðasjóður nú til húsa.
Eru uppi hugmyndir um að það hús
yrði líka hluti af hótelinu.
Viðræður Íslandshótela og
Reykjavíkurborgar vegna Vonar-
strætis 4 munu hefjast á næstunni.
Fram kom í Morgunblaðinu 20.
nóvember síðastliðinn að fulltrúar
Íslandsbanka annars vegar og Ís-
landshótela og Hafnareyjar, dóttur-
félags Minjaverndar, hins vegar
hefðu skrifað undir kaupsamning
vegna Lækjargötu 12. Þar var Ís-
landsbanki lengi með útibú.
Að sögn Ólafs verður það hús rifið
og þá m.a. vegna skemmda sem
burðarvirki hússins varð fyrir í elds-
voða á síðustu öld. Fornminjar hafa
fundist norður af Lækjargötu 12 og
fer þar nú fram uppgröftur. Ólafur
segir að eftir eigi að ákveða fram-
haldið varðandi fornminjarnar og
hvernig unnið verði með þær. Fram
kom í Morgunblaðinu í fyrrahaust að
hótelið verði fjögurra stjörnu.
Kynna nýtt hótel í Lækjargötu
Íslandshótel stefna að opnun nýs hótels í Lækjargötu í Reykjavík vorið 2018 Tillaga Glámu-Kím
sigraði í samkeppni arkitektastofa Íslandsbankahúsið í Lækjargötu verður ekki notað heldur rifið
Teikning/Basalt arkitektar
Beint á móti MR Sjá má framhlið Íslandsbankahússins út úr þessari tillögu.
Teikning/Gláma-Kím
Vinningstillagan Á reitnum er nú bílastæði til suðurs og hús sem áður hýsti útibú Íslandsbanka.
Teikning/Basalt arkitektar
Tillaga Á horninu við Vonarstræti.
Teikning/Stúdíó Granda/Gullinsnið ehf.
Í sígildum stíl Þessi tillaga fól í sér tvær hæðir fyrir hótelherbergi í risi.
Teikning/Stúdíó Granda/Gullinsnið ehf.
Horft inn Lækjargötu Götumyndin hefði breyst mikið með þessari tillögu.
Teikning/Gláma-Kím
Horft til suðurs Tillagan felur í sér mjög aukið byggingarmagn á reitnum.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
Deiluaðilar í kjaradeilu ríkisins og
BHM hafa frest til föstudags til þess
að skila af sér gögnum, greinar-
gerðum og kröfum til gerðardóms.
Þetta segir Garðar Garðarsson, ný-
skipaður formaður dómsins, en
fyrsti formlegi fundur gerðardóms
var haldinn í húsnæði ríkissátta-
semjara í gær þar sem deiluaðilum
var gert kunnugt um þetta.
Næsti fundur á föstudaginn
Næsti fundur hefur verið boðaður
á föstudaginn í næstu viku að sögn
Garðars, þar sem deiluaðilar skila
gögnum og rökstuðningi til dómsins.
Garðar segir að í framhaldinu fari
dómurinn yfir kröfurnar og reyni
sættir með aðilum. „Við teljum að
þrátt fyrir að það sé ágreiningur á
milli þeirra, séu atriði sem þeir eru
um það bil sammála um,“ segir
Garðar og bætir við að dómurinn
telji best að deiluaðilar nái sem
lengst saman í kjaradeilunni.
„Svo á það eftir að koma í ljós
hvort deilendur deila þeirri skoðun
okkar,“ segir Garðar en reglur gerð-
ardóms gera ráð fyrir að þrátt fyrir
að dómurinn sé tekinn til starfa geti
aðilar náð samkomulagi sín á milli
um tiltekin atriði, þess vegna um all-
an kjarasamninginn ef vilji stendur
til þess. Gerðardómur þarf að kom-
ast að niðurstöðu fyrir 15. ágúst nk.
ash@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Gerðardómur Deiluaðilar í kjaradeilu ríkis og Bandalags háskólamanna
komu saman með gerðardómi í gær í húsnæði ríkissáttasemjara.
Skili gögnum innan viku