Morgunblaðið - 04.07.2015, Síða 17
ÚR BÆJARLÍFINU
Reynir Sveinsson
Sandgerði
Ferðamönnum hefur fjölgað mikið
í Sandgerði á þessu ári eins og ann-
ars staðar á landinu. Nú eru komin
fjögur gistihús á tjaldsvæðinu og
hafa þau nýst vel enda er tjaldsvæð-
ið vel staðsett og stutt frá Flugstöð
Leifs Eiríkssonar.
Nýlega hélt heimatríóið Hobb-
itarnir óundirbúna æfingu á tjald-
svæðinu. Nefndu þeir dagskrána Á
snúrunni enda spiluðu þeir og sungu
á palli sem er undir snúrustaurum
og tókst mjög vel. Margir mættu til
að hlýða á skemmtilegan söng og
nærast á pylsum, enda veðrið alveg
einstakt
Lélegar merkingar eru á veg-
inum sem tengir Sandgerði og Garð
við veginn út á Reykjanes. Það hefur
skilað litlum árangri að kvarta við
Vegagerðina vegna þessara vega-
merkinga en á skilti við gatnamótin
stendur: Hvalsnes 11 km.
Það koma út á Reykjanes vel á
annað hundrað þúsund gestir á ári.
Aðeins brot af þeim kemur til Sand-
gerðis eftir umræddum vegi sem er
nr. 45 og heitir Garðskagavegur eins
og það er nú gáfulegt. Bæjaryfirvöld
í Sandgerði og Garði virðast vera
áhugalaus um að reyna að fá þessum
merkingum breytt.
Á undanförnum árum hefur
veitingastaðurinn Vitinn í Sandgerði
sérhæft sig í allskonar krabbarétt-
um sem hafa vakið mikla athygli og
fengið góða dóma. Hópar fólks koma
þangað í krabbaveislu. Þess má geta
að inni á veitingastaðnum eru gler-
búr með lifandi kröbbum og í bak-
garðinum er fjöldi kerja með lifandi
kröbbum í sjó sem kemur úr borholu
við húsið.
Stefán Sigurðsson, veitinga-
maður á Vitanum, hefur óskað eftir
að merkja lendingarstað fyrir tvær
þyrlur norðan við Þekkingarsetur
Suðurnesja í Sandgerði. Þar er nóg
pláss og stutt að ganga yfir á veit-
ingastaðinn. Það hefur færst mjög í
vöxt, að efnaðir ferðamenn heim-
sæki Ísland og ferðist um á þyrlum.
Stefán í Vitanum hefur fengið fyr-
irspurnir um hvort hægt sé að koma
á þyrlu til Sandgerðis og er vonandi
að viðkomandi leyfi fáist.
Halldór Lárusson hefur verið
ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla
Sandgerðis. Halldór hefur verið
kennari við Tónlistarskólann í 8 ár.
Hann var kjörinn bæjarlistamaður
Grindavíkur 2014 og tók við af Lilju
Hafsteinsdóttur sem verið hefur
skólastjóri í 18 ár.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Pylsur á snúrunni Það var fjölmenni á tjaldsvæðinu í óundirbúinni tónlistarveislu sem nefnd var á Snúrunni.
Fjögur ný gistihús í Sandgerði
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði
að stækka fangelsið á Hólmsheiði,
sem tekið verður í notkun í byrjun
næsta árs. Kvennafangelsinu í
Kópavogi hefur verið lokað og hegn-
ingarhúsið við Skólavörðustíg bíður
sömu örlaga. Fangelsin tvö hafa
starfað á undanþágu frá Heilbrigð-
iseftirlitinu um árabil og ekki staðist
kröfur sem gerðar eru til fangelsa
hér á landi um aðbúnað fanga.
Gert er ráð fyrir 36 nýjum pláss-
um á Hólmsheiði, en fangelsin sem
verður lokað, höfðu pláss fyrir 20
fanga samtals. Nýja fangelsið verð-
ur um 3.600 fermetrar að stærð, en
heildarkostnaður við framkvæmd-
irnar er um 2,7 milljarðar.
Ekki möguleiki á stækkun
Eftirspurn eftir fangelsisplássi
hefur stóraukist á síðustu árum en
afplánunardómum hefur fjölgað ört
og þeir jafnframt þyngst. Margir
bíða afplánunar
og fangelsi
landsins eru yf-
irfull. Páll Win-
kel, forstjóri
Fangelsismála-
stofnunar, segir
að árin fyrir og
eftir hrun hafi
refsingar þyngst
um 35% á ári. Af-
plánunarár í ein-
stökum tilvikum eru því fleiri.
„Nánast enginn afplánar í íslensku
fangelsi í dag sem ekki hefur verið
dæmdur fyrir meiriháttar brot,“
segir Páll.
Aðspurður um stækkunarmögu-
leika fangelsisins á Hólmsheiði seg-
ir Páll að ekki hafi verið gert ráð
fyrir stækkun, þrátt fyrir aukna eft-
irspurn eftir fangelsisplássi. „Það
var ekki pólitískur áhugi á því að
stækka fangelsið eða gera ráð fyrir
stækkunarmöguleikum,“ segir Páll,
og bætir við að Fangelsismálastofn-
un hafi gert grein fyrir möguleika á
stækkun fangelsisins í undirbúningi
framkvæmdanna.
Spurður um fjölgun plássa með
öðrum leiðum segir Páll að áður
þyrfti að ráðast í aðgerðir í eldri
fangelsum vegna aðbúnaðar fang-
anna. „Óskandi væri að næstu skref
yrðu úrbætur á aðbúnaði fanga á
Litla-Hrauni áður en stækkun yrði
skoðuð þar,“ segir hann. Einnig sé
ákjósanlegt að skoða stækkun opna
fangelsisins að Sogni.
Fleiri möguleikar afplánunar
Páll telur mikilvægt að sjónum sé
líka beint að öðrum úrræðum við
fullnustu refsinga en fangelsisleið-
inni. „Að mínu mati ættum við að
rýmka rafrænt eftirlit í lok afplán-
unar. Við höfum gert tilraunir með
ökklabönd í nokkur ár og það hefur
gengið mjög vel. Þetta er æskilegt
þrep í losun fanga en einnig ódýr-
ara,“ segir Páll, en töluverð útgjöld
fylgja hverjum fanga sem afplánar
refsingu í fangelsi.
Hann telur jafnramt að rýmka
eigi heimildir Fangelsismálastofn-
unar til að veita möguleika á af-
plánun með samfélagsþjónustu, hún
reynist föngum einnig vel. „Það er
eðlilegt að leita annarra leiða sem
geta að hluta til komið í stað innilok-
unar í fangelsi. Eins og staðan er
verðum við þó að vinna í afplánunar-
biðlistanum,“ segir Páll.
Ekki mögulegt
að stækka fang-
elsi á Hólmsheiði
Aukin eftirspurn eftir plássi
Morgunblaðið/Júlíus
Hólmsheiði Áætlað er að fangelsið á Hólmsheiði verði tekið í notkun í byrjun næsta árs. Ekki var pólitískur vilji til
að stækka við fangelsið eða gera ráð fyrir stækkunarmöguleikum þrátt fyrir fleiri og þyngri afplánunardóma.
Páll
Winkel
Bjarni Steinar Ottósson
bso@mbl.is
Guðmundur Halldórsson, skordýra-
fræðingur og rannsóknarstjóri hjá
Landgræðslu ríkisins, segir það ekki
mundu koma sér á óvart ef lúsmý yrði
hér staðbundið í framtíðinni. Svipaðar
tegundir eru þekktar í nágrannalönd-
unum og í raun hafi t.d. verið beðið
eftir því að moskítóflugur færu að
nema hér land. Ekkert væri þekkt því
til fyrirstöðu að slíkar flugur gætu
þrifist hér og vetur ekki svo kaldir að
það ætti að ganga af þeim dauðum.
Fréttir af lúsmýi hafa trúlega ekki
farið framhjá mörgum síðustu daga
en fregnir tóku að berast af þessum
vágesti í vikunni. Mýið virðist eins og
er halda sig í Kjósinni og Mosfells-
sveit og leggst þar bæði á heimamenn
og sumarhúsaeigendur, svo að stór-
sér á þeim.
Nákvæm greining á þeirri tegund
mýflugna sem um ræðir hefur ekki
fengist staðfest en Erling Ólafsson,
skordýrafræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun, telur hana líklegast til-
heyra ættkvíslinni Culocoides. Teg-
undir úr henni hafa ekki þekkst hér á
landi fyrr, en í nágrannalöndum okk-
ar herja þær á menn og fé og geta
borið á milli búfjársjúkdóma.
Alda nýrra tegunda á nýrri öld
Frá aldamótum hefur Guðmundur
séð margar tegundir nema hér land,
sumar skaðvalda. „Það er asparglytta
sem menn á höfuðborgarsvæðinu
hafa orðið mikið varir við og síðan
birkikemba sem líka hefur valdið
nokkrum usla. Þetta kemur hvort
tveggja í kringum 2000.
Um 10-15 nýir skaðvaldar hafa
numið hér land á undanförnum fáum
árum. Það líður oft dálítill tími því að
tegund er staðfest í landinu þar til
maður sér hvað þetta er mikill skað-
valdur.“
Ekki er hægt að segja til um hvern-
ig tegundirnar berast hingað. Ein-
hverjar gera það af sjálfsdáðum en
Guðmundur segir flutninga til lands-
ins það umfangsmikla að engin leið sé
að loka á þetta. Skordýr geta borist
með jarðvegi með plöntum, utan á bíl-
um og í dekkjum sem flytjast beint
inn til landsins auk almennra vöru-
flutninga. Aðeins þurfi einstök tilvik
til þess að ný tegund setjist að.
Festi tegundir sig í sessi er fátt til
ráða. Eitrun feli í sér of skaðleg efni
og sé ekki raunhæf.
Lúsmý hér til
frambúðar?
Margar nýjar skordýrategundir hafa
borist til landsins undanfarna áratugi
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Lúsmý veldur um þessar mundir
usla í sveitum á Suðvesturlandi.
Bitvargur
» Lúsmýið er talið tilheyra ætt
blóðsugna sem finnst í lönd-
unum í kring.
» Smávaxnar flugurnar þurfa
helst logn til þess að athafna
sig.
» Ekki verður vart við bitin
strax en roði, kláði og bólga
fylgja á eftir.
» Skyldar tegundir bera sum-
ar með sér búfjársmit en smit i
mönnum er ekki þekkt.