Morgunblaðið - 04.07.2015, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
duxiana.com
Hryggjarstykkið í góðum nætursvefni
D
U
X®
,D
U
XI
A
N
A®
an
d
Pa
sc
al
®
ar
e
re
gi
st
er
ed
tr
ad
em
ar
ks
ow
ne
d
by
D
U
X
D
es
ig
n
A
B
20
12
.
Stuðningur við hrygginn er grundvallaratriði
fyrir góðum nætursvefni. DUX rúmið með sýnu
einstaka fjaðrakerfi styður hann svo sannarlega.
DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950
SUMARTILBOÐ
12 -17% Afsláttur
FRÉTTASKÝRING
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Forsætisráðherra Grikklands, Alexis
Tsipras, lagði fast að íbúum lands síns
í gær að hunsa skelfingaráróður Evr-
ópusambandsins og kjósa „nei“ í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni sem fram fer á
morgun, sunnudag.
Vonast hann til að kveikja eld í
brjósti Grikkja sem margir hverjir
óttast aðvaranir hinna ýmsu leiðtoga
Evrópusambandsins, um að neikvæð
niðurstaða í atkvæðagreiðslunni muni
þýða útgöngu Grikklands úr mynt-
bandalagi evrunnar. Undanfarna
daga hafa þeir þurft að horfast í augu
við gjaldeyrishöft sem hafa takmark-
að daglegar úttektir í hraðbönkum
við 60 evrur, eða sem nemur tæpum
níu þúsund krónum.
Er samningsboðið runnið út?
Tvær síðustu skoðanakannanirnar
sem opinberaðar voru í gær sýna að
Grikkir eru afar tvístígandi um
hvernig skuli svara spurningunni sem
ríkisstjórnin varpaði til þeirra. Könn-
un Alco stofnunarinnar sýndi þannig
44,8% stuðning við „já“ en 43,4%
svarenda vildu svara „nei“.
Og svo er það annað mál. Talsmenn
myntbandalagsins hafa oft og ítrekað
sagt að samningsboðið sem vísað er
til í spurningunni hafi runnið út síð-
astliðinn þriðjudag, sama dag og
Grikklandi mistókst að greiða Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum 1,5 milljarða
evra. Vilja þeir þannig meina að
Grikkir gangi að kjörborðinu til að
svara spurningu sem, þegar öllu er á
botninn hvolft, skiptir engu máli.
Juncker varar við afleiðingum
Jean-Claude Juncker, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, virðist ekki vera sammála þessari
túlkun. Að minnsta kosti sé litið til
þeirra orða sem hann hefur látið falla
varðandi atkvæðagreiðsluna. Hefur
Juncker varað við því að staða Grikk-
lands við samningaborðið muni
„versna svo um munar“ verði niður-
staðan neikvæð. Jafnvel þótt Grikkir
segðu „Já“, væru erfiðar samninga-
viðræður framundan, bætti hann við.
Framtíð ríkisstjórnarinnar
Gríski fjármálaráðherrann Yanis
Varoufakis hefur lýst því yfir að hann
hyggist segja af sér verði „já“ niður-
staða atkvæðagreiðslunnar. Tsipras
hefur aftur á móti verið óljós í afstöðu
sinni, og aðeins sagt að hann muni
virða niðurstöðu atkvæðagreiðslunn-
ar og taka „þau nauðsynlegu skref
sem vísað er til í stjórnarskránni“.
Varnarmálaráðherra landsins, Pa-
nos Kammenos, vakti mikið umtal í
gær eftir að hann lét þau ummæli
falla að hlutverk hersins einskorðað-
ist ekki við að verja landamærin,
heldur einnig að tryggja stöðugleika
innanlands. Fréttaritari breska dag-
blaðsins The Guardian segir að Aþe-
nubúar spyrji sig hvað ráðherrann
hafi átt við með ummælunum, en
mörgum er enn í fersku minni þegar
stjórn hersins framdi valdarán árið
1967.
Virkar betur í Sýrlandi
Í friðsælu Eyjahafinu hvílir gríska
eyjan Kos, langt fjarri þeirri ringul-
reið sem einkennt hefur Aþenu und-
anfarin misseri. Eyjan hefur hins
vegar glímt við annan vanda á sama
tíma, en staðsetning hennar á útjaðri
Evrópu hefur gert hana að eftirsótt-
um áfangastað farandfólks frá fátæk-
um og stríðshrjáðum löndum. Gjald-
eyrishöftin teygja þó anga sína víða
og nú virðist sem áhrifa grísku krepp-
unnar sé farið að gæta á eyjunni, að
því er segir í umfjöllun Financial Tim-
es.
Asma Drebas, ung móðir frá Dam-
askus sem sigldi yfir Eyjahafið fyrir
tæpum tveimur vikum, hefur ekki
getað borgað hótelreikninginn sinn
þrátt fyrir að fjölskylda hennar hafi
sent henni pening með hjálp Western
Union. Útibú þeirra eru lokuð í
Grikklandi og peningarnir komast því
ekki til skila.
„Þetta virkar meira að segja í Sýr-
landi. Hvernig á ég að borga fyrir mat
og gistingu?“ spyr konan.
Standa andspænis erfiðu vali
Grikkir tvístígandi um hvernig svara skuli spurningu ríkisstjórnarinnar Skiptir hún engu máli?
Varnarmálaráðherra vekur ótta um yfirtöku hersins Óljóst hvað Tsipras gerir ef „já“ er svarið
Höft Íbúar landsins hafa ekki mátt
taka út meira en 60 evrur á dag.
AFP
Nei Grískur maður límir plakat merkt orðinu „nei“ á vegg höfuðstöðva Grikklandsbanka í Aþenu í gær. Forsætis-
ráðherrann Tsipras hvatti á sama tíma íbúa landsins til að segja nei við spurningunni sem hann varpaði til þeirra.
Framkvæmda-
stjóri Kjarnorku-
málastofnunar
SÞ, Yukiya Am-
ano, segir að
hann og Íranar
hafi öðlast „betri
skilning“ á því
hvernig komast
megi að samningi
milli Írans og
landanna í P5+1 hópnum.
Heimsótti hann höfuðborg lands-
ins, Teheran, á fimmtudag með það
að markmiði að hreinsa andrúms-
loftið fyrir viðræðurnar sem standa
nú yfir í Vínarborg. Samningsaðilar
hafa steytt á skeri sem felst í rann-
sókn stofnunarinnar á ásökunum um
að fyrir árið 2003, og mögulega síðar,
hafi Íran verið að athuga framleiðslu
kjarnorkuvopna.
Íranar hafa hafnað ásökununum
og segja að rannsóknin sé byggð á
falsfregnum sem bandaríska leyni-
þjónustan CIA, og ísraelskir kolleg-
ar þeirra í Mossad, hafi notað til að
mata auðtrúa stofnunina.
Samningaviðræður Írans og P5+1
hópsins, sem samanstendur af öllum
löndum öryggisráðs SÞ auk Þýska-
lands, beinast meira að framtíðar-
stöðu kjarnorkuáætlunar Írans.
Stórveldin segja hins vegar að rann-
sóknin, sem gert hefur verið hlé á, sé
nauðsynleg svo að samkomulag geti
náðst.
Kjarnorkumálastofnunin gaf árið
2011 út langa skýrslu um að kjarn-
orka Írans gæti verið til hernaðar-
legra nota og að magn upplýsinga
þar að lútandi væri „trúverðugt“.
Viðskiptaþvingunum aflétt?
Talsmaður viðræðuhóps Írans,
Abbas Araghchi, sagði í yfirlýsingu
gær að Íran væri „reiðubúið til að
vinna með kjarnorkumálastofnun-
inni svo að hægt sé að sanna að þess-
ar ásakanir séu tilhæfulausar“.
Náist samkomulag í Vín munu Ír-
anar þurfa að draga úr umsvifum
sínum á sviði kjarnorkunnar, sem
þeir segjast þó aðeins nota í friðsam-
legum tilgangi, en Bandaríkin hafa
lengi lýst áhyggjum sínum af því að
Íranar gætu beislað hana til vopna.
Gegn því að gangast undir þetta
mun viðskiptaþvingunum verða af-
létt af Írönum, en þær hafa sífellt
þrengt að landinu síðan byltingin var
gerð árið 1979 og konungi Írans,
studdum af Bandaríkjamönnum, var
steypt af stóli. sh@mbl.is
Hillir undir
samning í Vín
Íranar segja ásakanir „tilhæfulausar“
Yukiya Amano
„Er rétt að ganga að áætluninni sem framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, Seðlabanki Evrópu og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn lögðu fyrir myntbandalagið 25. júní
sl., í tveimur hlutum sem saman mynda eina tillögu?
Fyrra skjalið er titlað „Endurbætur vegna loka yf-
irstandandi áætlunar og fram í tímann“ og það seinna
„Undirbúningsgreining á sjálfbærni skulda“.“
Þannig hljómar spurningin sem fjölmargir Grikkir
munu standa andspænis á morgun, sunnudag. Heimildir
AFP herma að marga hafi rekið í rogastans við lestur
spurningarinnar. Líklegt má þó telja að flestir muni þegar hafa gert upp
hug sinn áður en í kjörklefann er komið, alveg óháð orðalagi spurning-
arinnar. Því er ekki víst að hún standi í mörgum þegar loks á reynir.
Marga rekið í rogastans
STANDA ANDSPÆNIS FLÓKINNI SPURNINGU
Kjörseðlar