Morgunblaðið - 04.07.2015, Page 24

Morgunblaðið - 04.07.2015, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015 Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili. Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450 zenus@zenus.is • zenus.is Augljós kostur 5 ára ábyrgð Fallbeyging einstaka sérnafna vefst fyrir mörgum og hefur ávalltgert. Það þarf til að mynda að læra hvernig nöfnin Egill, Börkurog Þórarinn fallbeygjast. Ég hef tekið eftir að sérnöfn með til-tölulega einfalda beygingu eru stundum fallbeygð rangt. Rakel er eins í öllum föllum nema eignarfalli, þ.e. til Rakelar. Engu að síður skella sumir i-endingu á nafnið í þágufalli, sbr. frá *Rakeli. Sama villa hefur einnig loðað við nafnið Guðrún, þ.e. frá *Guðrúni í stað Guðrúnu. Nöfn sem fela í sér hljóðvarp eru líka oft fallbeygð rangt, sbr. til *Tanju í stað Tönju (u- hljóðvarp). Nokkur nöfn hafa tvímyndir í eignarfalli eins og Ástvaldur, Haraldur, Rögnvaldur og Þorvaldur. Það er því heimilt að segja bæði til Þorvalds og til Þorvaldar o.s.frv. Þetta á þó ekki við um Ágúst sem er einungis Ágústs í eignarfalli en ansi margir segja ranglega *Ágústar. Verst er þegar málnot- endur sleppa því að fall- beygja nöfn í eignarfalli. Ég hef heyrt ungmenni segjast ætla að fara til *Dagmar. Þetta er alls ekki einsdæmi þegar um er að ræða kven- mannsnöfn sem hafa beyg- ingarendinguna –ar í eignarfalli. Þetta á einnig við um karlmenn sem heita tveimur nöfnum. Sumir láta sér nægja að beygja aðeins seinna nafnið, þ.e. til *Jón Þórs, til *Geir Jóns. Föðurnöfn sjást því miður oft óbeygð, sbr. um Jónu *Guðmundsdóttir. Þetta tengist vanda margra við að fallbeygja skyldleikaorðin faðir, móðir, dóttir, systir og bróðir. Í DV í maí stóð: „Þá blandaði hún einnig faðir Hólm- fríðar í málið …“ Þarna á auðvitað að vera föður. Það er að vísu algengara að heyra ranga beygingu í eignarfalli, þ.e. til *föðurs í stað föður og *föðursins í stað föðurins. Í Vísi er vitnað í viðtal á Bylgjunni með fyrirsögninni „Var gert að láta börnin af hendi til föðurs í Bandaríkjunum“. Þekkt staðarnöfn heyrast líka afbökuð. Fólk segist ætla til *Selfossar en ekki Selfoss og að það sé á leiðinni til *Borgarnesar en ekki Borgarness. Til- finningu málnotenda fyrir samsettum orðum virðist ábótavant. Ég gef mér að sama fólk viti hvernig foss og nes eru í eignarfalli. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls er gagnlegt hjálpargagn fyrir þá sem þurfa. Hana má finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar. Þar eru öll föll sýnd. Stafsetningarorðabókin er tilvalin fyrir þá sem vilja fletta upp í bók. Nú er alþjóðavæðing í algleymingi og því ber að standa vörð um fallbeyg- ingu í málinu. Erlendar samskiptasíður bjóða hættunni heim. Á Facebook er hægt að merkja vini við stöðufærslur en þar sem íslenska viðmótið er óvand- að birtast nöfnin sjálfkrafa í nefnifalli, sbr. „Ég fór út að hlaupa með Jón Jónsson“. Hvaða áhrif hefur það á beygingu mannanafna þegar álíka villa sést oft á dag? Á endanum finnst sumum ekkert athugavert við að nöfn séu í nefnifalli þótt þau eigi að vera í aukafalli. Í kjölfarið gæti fallbeyging minnk- að jafnt og þétt. Til foss og ness Tungutak Eva S. Ólafsdóttir Þarfaþing Fyrsta bókamerkið í hverri tölvu ætti að vera Árnastofnun. Danski íhaldsflokkurinn – Det konservativeFolkeparti – á sér hundrað ára sögu enrætur hans liggja meira en 150 ár aftur ítímann. Sá flokkur náði aldrei leiðandi fylgi meðal danskra stjórnmálaflokka en fylgi hans sveiflaðist um langt skeið á milli 16-17% og upp í nær 24% fylgi meðal danskra kjósenda. Stundum fór hann þó langt niður en aldrei sem nú, en fylgi hans í þing- kosningunum í Danmörku var 3,4%. Frjálslyndi flokkurinn í Bretlandi, sem nú heitir að vísu Frjálslyndir demókratar, á sér glæsta fortíð, flokkur Galdstones, Asquiths og Lloyds George, en er nú ekki nema svipur hjá sjón. Verkamannaflokk- urinn tók við hlutverki hans á fyrri hluta síðustu ald- ar. Örlög þessara tveggja flokka í Danmörku og Bret- landi eru til marks um að flokkar geta orðið viðskila við kjósendur og misst tengslin við grasrótina í þeim samfélögum, þar sem þeir starfa, á þann veg að þeir verða nánast áhrifalausir. Danski þjóðarflokkurinn á sér 20 ára sögu. Hann hefur náð þeirri stöðu, sem Íhaldsflokkurinn hafði áður í dönskum stjórnmálum á hægri vængnum, og er nú næststærsti flokkur Danmerkur. Að þessu er vikið hér í fram- haldi af umfjöllun á þessum vettvangi fyrir viku um þær breytingar, sem eru að verða í okkar samfélagi og hafa leitt til þess að allir hefðbundnir stjórnmálaflokkar eru í vörn, sem bendir til að þeir hafi ekki náð að fylgjast með nýju straum- um, sem hér eru á ferð, hvað þá að innbyrða þá. Í „mínu ungdæmi“, svo talað sé eins og gamlir menn gera, sveiflaðist fylgi Sjálfstæðisflokksins á milli 37 og yfir 40%. Mér er minnisstætt hvað okkur (Morgunblaðsmönum og sjálfstæðismönnum) var brugðið, þegar fylgi flokksins fór niður fyrir 37% í þingkosningunum 1971. Í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæð- isflokkurinn 25,7% atkvæða. Skömmu eftir þær kosn- ingar sat ég á spjalli við unga konu, sem nú er virk í starfi flokksins, og var að reyna að sannfæra mig um að þetta væru viðunandi úrslit fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Ég hugsaði með mér: Hvernig getur þetta verið? Þetta er sami flokkur og fékk yfir 60% atkvæða í kosningum til borgarstjórnar 1990. Annar viðmælandi minn hafði orð á því við mig fyr- ir skömmu að það hættulegasta fyrir Sjálfstæðis- flokkinn væri, ef hann færi að sætta sig við þá stöðu, sem hann er nú í. En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einn um það. Samfylkingin var stofnuð til þess að sameina vinstri- menn á Íslandi í einni fylkingu og skapa með því öfl- ugt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Hún varð stærri flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn í þingkosningunum 2009 og fékk 29,8% atkvæða en Sjálfstæðisflokkurinn 23,7%. Fjórum árum síðar, vorið 2013, hrundi Sam- fylkingin og fékk 12,9% atkvæða. Sjálfstæðisflokk- urinn varð aftur stærsti flokkur landsins með 26,7%. Samfylkingin er ekki lengur samfylking allra vinstrimanna. Björt framtíð er fyrst og fremst klofn- ingsbrot úr Samfylkingu en flokkarnir á miðju- vinstri-vængnum eru allir í uppnámi, þótt Vinstri- grænir geti kannski haldið því fram, að þeir séu ná- lægt sínu meðalfylgi. Þessi þróun sýnir þó að vinstriflokkarnir eru allir í sömu stöðu og Sjálfstæðisflokkurinn að því leyti til að þeim hefur heldur ekki tekizt að fylgjast með nýj- um samfélagsstraumum á nýrri öld. Framsóknarflokkurinn er annars konar fyrirbæri. Það er alveg ljóst að í þingkosningunum 2013, þegar flokkurinn fékk 24,4% atkvæða, endurspeglaði hann skoðanir og sjónarmið almennra borgara í ríkum mæli. En það sérkennilega er að þótt hópur þing- manna Framsóknarflokksins sé enn að gera það með málflutn- ingi á þingi og annars staðar, og þá ekki sízt í sambandi við stöðu bankanna í samfélaginu, berst flokkurinn í bökkum eins og aðrir hefðbundnir flokkar. Líkleg skýring á því er sú, að formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er sennilega um- deildasti stjórnmálamaður landsins um þessar mund- ir. Hugsanleg ástæða fyrir því eru ekki skoðanir hans heldur hvernig hann setur þær fram. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort hann nær betra talsambandi við þjóðina á síðari hluta kjörtímabilsins. Hinir hefðbundnu flokkar hafa flestir enn tækifæri til að endurheimta fyrri stöðu. Þeir eru ekki enn komnir í þá varanlegu niðursveiflu, sem hafa orðið örlög danska Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins í Bretlandi. Hvort þeim tekst að grípa þau tækifæri er annað mál. Það fer eftir því, hvort þeir ná að skilja þær breytingar sem eru að verða á samfélaginu. Tími valdakjarnans („hinna ráðandi afla“) er liðinn. Það er ekki hægt að stjórna Íslandi á grundvelli þeirra við- horfa, sem ríktu á 20. öldinni. Það er ekki óhugsandi að valdakjarnanum í Bruss- el takist að hræða almenning í Grikklandi svo mjög að í kosningunum á morgun segi fleiri já en nei en það yrði Phyrrhusar-sigur. Það var reynt að hræða Íslendinga í Icesave- kosningunum. Þar var Brussel ekki á ferð heldur valdakjarni stjórnmálamanna, embættismanna, sér- fræðinga og álitsgjafa háskólasamfélagsins á Íslandi. Sú hræðsluherferð mistókst. Reyni hinir hefðbundnu flokkar að telja fólki trú um að gamla leiðin sé betri en hin nýja, þ.e. að þeir taki allar meginákvarðanir um sameiginleg mál í stað þess að fólkið sjálft geri það, bíða þeirra sömu örlög og danska Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins í Bretlandi. Um örlög flokka Saga danska Íhaldsflokksins og Frjálslyndra í Bretlandi er víti til varnaðar Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Maður var nefndur WilliamHenry Seward, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna 1861-1869 og ötull landvinningasinni. Hann keypti Alaska af Rússaveldi 1867 og samdi við Dani um að kaupa af þeim nokkrar eyjar í Karíbahafi, en öld- ungadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti ekki þau kaup, svo að ekki varð af þeim fyrr en 1917. Jafn- framt hafði Seward hug á því að kaupa Grænland og Ísland af Dön- um. Hann sneri sér til áhrifamanns í Washington-borg, Roberts J. Walkers, fyrrverandi fjármála- ráðherra. Walker fékk námuverk- fræðing, Benjamin M. Peirce (bróð- ur hins kunna heimspekings), til að gera skýrslu um landkosti á Græn- landi og Íslandi eftir tiltækum heimildum. Þegar upplýst var á Bandaríkja- þingi, að slík skýrsla væri í smíðum, skellihlógu þingmenn. Einn þeirra gerði gys að Seward fyrir að vilja nú kaupa „jarðskjálfta í Karíbahafi og ísbreiður á Grænlandi“. Treysti Seward sér ekki til að bera kaup á Grænlandi og Íslandi upp við þing- ið, en lét utanríkisráðuneytið prenta skýrsluna vorið 1868. Í skýrslunni kvað Peirce erfitt að afla upplýsinga um Ísland. Þó væri landið ekki eins hrjóstugt og nafnið veitti vísbendingu um. Það væri grösugt og bæri fjölda sauðfjár. Gjöful fiskimið væru undan landi, sem yrðu mikils virði við betri tækni. Einnig væri verulegt vatns- afl í landinu, þótt það væri ekki nýtt, á meðan iðnaður væri nær enginn. Peirce nefndi einnig, að landið lægi vel við sæsíma milli Vesturheims og Evrópu. Af frásögnum að dæma væru Ís- lendingar heiðarlegir, flestir læsir og betur að sér en grannþjóðirnar, en drykkfelldir. Þeir væru mjög stoltir af sögu sinni, tungu og menn- ingu. Óstjórn Dana væri um fátækt þeirra að kenna. „Þeir hlakka til glæsilegrar framtíðar, þegar frjáls og framtakssöm stjórn beinir þeim með fjármagni og dugnaði að því að nýta auðlindir landsins og skipa þann sess meðal þjóða, sem þeim ber“ (A Report on the Resources of Iceland and Greenland, bls. 43). Í formála lagði Robert J. Walker til, að Bandaríkjastjórn keypti Grænland og Ísland af Dönum. Nefndi hann, að þá myndu fylkin í Kanada ef til vill sjá sér þann kost vænstan að ganga í Bandaríkin. Jón Sigurðsson virtist vera eini Íslend- ingurinn, sem las skýrsluna, og sagði hann í bréfum, að auðvitað yrði aldrei af slíkum kaupum, en hugmyndin gæti bætt samnings- aðstöðu Íslendinga gagnvart Dön- um, svo að taka ætti henni vel. Voru þau viðbrögð Jóni lík. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Vildi kaupa Ísland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.