Morgunblaðið - 04.07.2015, Síða 27

Morgunblaðið - 04.07.2015, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015 Að innan frá með Birkisafanum og utanfrá með Birki Scrub og Birki Cellolite olíunni Birki Cellolite olían hjálpar til við að draga úr og koma í veg fyrir appelsínuhúð* - í samhljómi við mann og náttúru, www.weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland *Niðurstöður vísindalegra rannsókna (Derma Concept GmbH) Þéttleiki húðarinnar jókst um 35% eftir 28 daga notkun með Birki Cellolite olíunni og Birkisafanum og mýkt húðarinnar varð 21% meiri. Meðhöndlaðu appelsínuhúðina heildrænt Ég á gamlan en þó síungan vin sem reynd- ar er ekki af þessum heimi, þó að hann hafi vissulega gengið hér um. Ungur ákvað ég að fylgja honum að mál- um, gera að minni helstu fyrirmynd og leggja allt mitt traust á. Ég verð honum reynd- ar aldrei líkur og er í rauninni þess ekki verður að reima skóna hans og hvað þá að bera tösk- urnar hans. Ástæða þess að hann er minn besti vinur sem ég set allt mitt traust á er ekki síst framganga hans í þessari veröld og orðin sem hann mælti eitt sinn svo eftirminnilega: 1) „Í heiminum hafið þér þreng- ing. En verið hughraust. Ég hef sigrað heiminn.“ 2) „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“ 3) „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“ 4) „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ 5) „Komið til mín, öll þið sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld.“ 6) „Ég verð með þér alla daga allt til enda veraldar.“ 7) Hann sagðist vilja gefa mér frið sem heimurinn ekki þekkti og vildi ekki taka á móti. Frið sem er æðri mannlegum skilningi, en enginn og ekkert megnaði frá mér að taka. 8) Hann hvatti mig til að elska náunga minn og allt mitt samferðafólk og dæma það ekki. 9) Hann bað mig jafnframt um að elska óvini mína og biðja fyrir þeim sem vilja mér illt eða ofsækja mig. Vinátta sem varir að eilífu Og þótt allnokkuð sé nú um liðið frá því þessi orð voru mælt, jafnvel um tvöþúsund ár, þá eru þau enn í fullu gildi. Jafnvel aldrei fremur en einmitt í dag. Guð gefi að ég gleymi þeim aldrei! Því að þeim fylgir líf og andi sem varðar okkur veginn til ei- lífrar þátttöku. Orðinu sem varð hold og gekk um á meðal okkar. Ósegjanlega þakklátur Ég er ósegjanlega þakklátur fyrir þá miklu náð og óútskýranlegu for- réttindi að fá að vera sá smælingi sem Guð hefur opinberað sjálfan sig fyrir. Fagnaðarerindi sitt, fyrirgefn- ingu og kærleika. Hvílíkur ólýsan- legur fögnuður og friður sem því fylgir. Hamingja sem leiðir til þakkargjörðar hvern dag sem smit- ast vonandi áfram í kærleika frá hjarta til hjarta. Þótt vissulega sé farvegurinn torfær á stundum og mátturinn veikur. Faðmur sem ég vil hvíla í að eilífu Jesús er Guð þinn, því aldrei skalt gleyma. Hann gengur við hlið þér og leiða þig vill. Þú eilífa lífið átt honum að þakka. Hann sigraði dauðann og lífið gaf þér. Guðs son á himni nú vakir þér yfir. Hann gleymir ei bæn þinni hver sem hún er. Líf mitt sé falið þér, eilífi faðir. Faðminum þínum ég hvíla vil í. Með kærleiks-, sumar- og friðar- kveðju. Lifi lífið! Orð sem gott er að hvíla í Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Ég er ósegjanlega þakklátur fyrir þá miklu náð og þau óút- skýranlegu forréttindi að fá að vera sá smæl- ingi sem Guð hefur opin- berað sjálfan sig fyrir. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Mikill fjöldi lausna barst við sum- arsólstöðugátunni og voru flestir með rétta lausn á henni. Lausnin er: Má sín lítils máttur öllum mótbyr í margur hefur lent í því og misst við dug að byrja á ný. För til bóta finnst við stuðning ferðlangs forsjón ríkir þeim til gangs og ferðin verður ekkert hangs. Saman landa sigri og anda sveittir létt sannarlega faðmast þétt synir landsins breyta rétt. St.P.H. Vinningarnir eru bækur frá For- laginu. Hallfríður Einarsdóttir, Brekku- götu 14, 600 Akureyri, fær bókina Ljós af hafi eftir M.L. Stedman. Sigurgeir Jónsson, Gvendarhúsi, 900 Vestmannaeyjum, fær bókina Blóð í snjónum eftir Jo Nesbø. Dóra Magnúsdóttir, Blásölum 24, 201 Kópavogi, fær bókina Mörk, saga mömmu, eftir Þóru Karítas Árnadóttur. Vinningshafar geta vitjað vinning- anna í móttöku ritstjórnar Morgun- blaðsins eða hringt í 569-1100 og fengið bækurnar sendar heim. Morgunblaðið þakkar þeim sem sendu lausnir. Lausn sumarsólstöðugátu Hornvík er hættuleg tófum. Herjuð af sjómanna- bófum, kvikasilfruðum selum og skotglöðum landeignadelum. Hálsaskógarkyn- slóðin, sem nú er upp á sitt fegursta og ræður flestu í þessu landi, ólst upp við að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir og ekkert þeirra mætti éta annað. Einnig að í því samfélagi væri Mikki refur grunnhygginn og lítt ógnandi sprelligosi. En þegar ofangreind kynslóð, svo veruleikafirrt í þessum efnum sem raun ber vitni, er á fáum ár- um búin að 10-15 falda refastofn- inn, er heldur betur farið að harðna á dalnum fyrir nytja- og farfuglastofnum og sauðfé bænda, „því óargadýrsins eðlið grimmt á sér í heila fylgsni dimmt“. Það vitum við best sem höfum séð illa dýrbitnar kindur, á annan tug þrastarunga vella út úr gininu á nýskotinni grenlæðu, aleyðingu vænna kríuvarpa á 2-3 vornóttum, stórspillt æðarvörp eða fundið stálskolta rebba læsast um hönd sína eða stígvélatá. Svo vitnað sé til annarra þjóða er hatursfyllsta bölbæn á keltneska tungu eitthvað á þessa leið: Megi refur grenja sig undir dyrahellu þinni. Hálsaskógarheilkennið Í fyrravor sendu stjórnir allra sauðfjárræktarfélaganna í Strandasýslu, sjö að tölu, þáver- andi umhverfisráðherra, S.I.J., er- indi þess efnis að aflétta friðun refa á Hornströndum og ráða veiðistjóra til að halda refastofn- inum innan eðlilegra stærðar- marka. Við vorum ekki virt svars, en aðspurður svaraði ráðherra sunnlenskum bónda því að það væri erfitt að snúast gegn tófunni, hún væri svo vinsæl. Sama erindi var sent nýjum um- hverfisráðherra eftir áramótin og þar virðist líka eins og að biðja fjandann um vel kristna sál að fá viðbrögð. Sauðfjárbændur úr Döl- um og Djúpi sem sitja á alþingi gera sig „fræga“ með öðru og dapurlegra móti en sinna þessu hagsmunamáli kjósenda sinna. Um tíma mátti ekki birta mynd- ir af dýrbitnum kindum í Bænda- blaðinu vegna hættu á að lesendur þyrftu áfallahjálp og útbreiðsla blaðsins dægist saman. Og Ester Rut komst upp með það í fjölmiðlum, ómótmælt, að refurinn hefði numið hér land fyrstur spendýra og ætti því allan rétt, væri kórónan á sköpunar- verkinu og við yrðum bara að þola þann óskunda sem hann gerði. Lofsvert framtak Hornvík- inga Tíu refahræ, sem Ester Rut hnaut um á fjörukambinum í Hornvík síðasta sumar, hafa orðið hennar sönnun þess að refastofn- inum á landinu öllu hafi farið hrakandi síðan 2008. Hátt magn kvikasilfurs nefnir hún líklegasta dánarorsök, þó að á átta mánuðum hafi henni ekki unnist tími til að fá það staðfest. Ferðamenn ýti einnig undir drykkjuskap hjá refum, sem valdi þeim skorpulifur. Yrðlingar liggi dauðir á og við greni. Hið sanna er að sjómenn leita oft land- vars í Hornvík og æfa skotfimi sína á tófun- um í fjörunni. Land- eigendur gera einnig hreint fyrir sínum dyrum áður en ferðamannatíminn byrjar. Yrðlingarnir svelta svo í hel, þegar annað foreldri eða bæði eru fallin frá. Tímabundna refa- rýrnun í Hornvík er því ekki einu sinni hægt að yfirfæra á Horn- strandir, hvað þá landið allt. „Doktor Mýsla“ Að síðustu, vegna þess að Ester Rut er nú nýverið orðin doktor í hagamúsum út á þá „uppgötvun“ sem ég vissi nú fyrir 10 ára aldur, að músum líði betur og tímgist hraðar í skóglendi en á berangri, eru hér í lokin aðsend erindi sem nefnast „Óbein útför“. Skjalfannarbóndinn skellti skottið af doktor mýslu. Nú kvalin og kviðlinginn melti kumluð í Hornstrandasýslu. Upprisin aftur mýsla aukist að frægð og sóma þó meindýramálasýsla misjafna hljóti dóma. Hornstrandarefir á heljarþröm? Eftir Indriða Aðalsteinsson Indriði Aðalsteinsson »Ester Rut komst upp með það í fjölmiðlum, ómótmælt, að refurinn hefði numið hér land fyrstur spendýra og ætti því allan rétt. Höfundur er sauðfjárbóndi á Skjaldfönn v/Djúp. - með morgunkaffinu Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.