Morgunblaðið - 04.07.2015, Síða 28

Morgunblaðið - 04.07.2015, Síða 28
28 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015 Oft er gaman að skoða pistla Halldórs Armands í Morgun- blaðinu, til að sjá hvort hann hitti nagl- ann á höfuðið. Þó þótti mér skorta á eftirfylgnina um dag- inn, er hann lýsti skoðun sinni á um- hverfishlýnun. Við- urkenndi hann þó sem var, að það er fjarri sællegum menntuðum Vesturlandabúum, að taka ýtrustu umhverfishrak- spárnar alvarlega; bæði vegna brýnustu eiginhagsmuna og vegna innbyggðrar áhættusækni auð- valdshyggjunnar í átt til hagnaðar. Mér er til efs, í ljósi þessa, að takast muni að afstýra verstu af- leiðingum umhverfishlýnunar- innar. Fordæmin úr sögunni benda frekar til að við munum láta reka á reiðanum þangað til í óefni sé kom- ið og þjóðir miðbaugslandanna fari að flýja í átt til heimskautanna; vegna hækkandi sjávar og hita. Að þá muni næsta heimsstyrjöldin verða; kannski öld eftir hina síð- ustu; er nyrðri þjóðirnar og Eyja- álfa verjast allsherjarásókn hinna, frá æ harðbýlli löndum sínum. Ég er viss um að djúphugulustu spekingarnir í Pentagon, Rúss- landi, Kína og ESB séu þegar farn- ir að gera ráð fyrir þessum möguleika; á okkar vaxandi flótta- mannatímum. Það þarf ekki endi- lega að vera neikvætt að hugsa svona: Stríðsþankar standa nefnilega nær hugs- unarhætti mann- skepnunnar en hnatt- ræn samvinna. Það getur því verið auð- veldara fyrir fólk að bregðast við fyrirsjáanlegri stríðs- hættu en sameiginlegri umhverf- isógn. Þannig geti hugarfarsbreyt- ingin á endanum ýtt við mönnum til að leggja meira fé í bæði yfir- standandi baráttu gegn umhverf- ishlýnum; sem og í varnarmálaund- irbúninginn í bakhöndina. Þetta gætu auk þess orðið rök fyrir að Nató, Rússland og Kína myndi með sér hernaðarbandalag; og þétti þannig vinsamleg sam- skipti sín á milli, á meðan. Umhverfishlýnunin virðist vera vandamál sem krefst samvinnu af áður óþekktri stærð; stærra en t.d. stofnun Evrópusambandsins til að hindra stríð milli Evrópuríkja, eða þá hjálparstarf vestrænna ríkja til þróunarlanda í formi lyfja, mennt- unar, matargjafa og viðskipta. Næsta víst má telja að til lengd- ar muni ekkert varnarbandalag þó ná að hemja flótta frá heitu lönd- unum til Vesturlanda; með með- fylgjandi langvarandi upplausn og hrapi á lífsgæðum og menntun. Einnig, að stríð sé í reynd dýrari kostur en að hindra umhverfis- hlýnunina fyrirfram með frið- samlegum forvarnaraðgerðum. En það að hafa báðar leiðirnar í sigt- inu í einu, getur hugsanlega flýtt fyrir fjársöfnun til mengunar- varna. Vera má að „syndaflóðið“ komi eftir minn dag, og jafnvel eftir dag Halldórs Armands. En ég vil nú endurvekja hluta af kaldastríðs- ljóði mínu um þriðju heimsstyrj- öldina, sem birtist í Stúdenta- blaðinu 1984, en þar segir meðal annars: Og Guð sagði: Verði ljós. Og andlit hans varð eldhnöttur sem lýsti upp öll næturskýin. Suma brenndi hann til ösku og dreifði þeim yfir vötnin. Og ljósið brenndi burt kynþættina, gerði vopnin að fornleifum en mennina að hráefnum. Umhverfishlýnunin og stríðshættan Eftir Tryggva V. Líndal » Stríðsþankar standa nefnilega nær hugsunarhætti mannskepnunnar en hnattræn samvinna. Tryggvi V Líndal Höfundur er skáld og menningar-mannfræðingur. Akureyrarkirkja | Messa kl. 11. Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Ak- ureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Árbæjarkirkja | Létt helgistund í anda sumars kl. 11. Sr. Þór Hauksson flytur hug- vekju. Félagar úr kirkjukórnum syngja við undirleik Kjartans Jósefssonar Ognibene. Kirkjukaffi á eftir. Áskirkja | Messa fellur niður í Áskirkju. Sumarferð Safnaðarfélags Ásprestakalls verður farin sunnudaginn 5. júlí. Lagt er af stað frá Áskirkju kl. 9 árdegis. Ekið í Stykk- ishólm. Guðsþjónusta kl. 14 í Stykkishólms- kirkju þar sem staðarprestur, sr. Gunnar Ei- ríkur Hauksson, þjónar fyrir altari. Linda Jóhannsdóttir djákni les ritningarlestra og sr. Sigurður Jónsson prédikar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Kirkjukaffi eftir guðs- þjónustu. Áætluð heimkoma til Reykjavíkur úr safnaðarferðinni er kl. 18. Bústaðakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Fermd verður Guðrún Lilja Þorkelsdóttir frá Bandaríkjunum. Kór Bústaðakirkju syngur. Organisti og kórstjóri er kantor Jónas Þórir. Heitt er á könnunni eftir messu. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og mán., mið. og fös. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. Eiðakirkja | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjónar. Organisti er Kristján Gissurarson. Kór kirkjunnar leiðir söng. Kaffisopi eftir stundina. Grafarvogskirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari leiðir safnaðarsöng. Organisti er Hákon Leifsson. Eftir messu verða nokkrir leikmenn Grafarvogssafnaðar heiðraðir fyrir blessunarríkt starf á liðnum árum. Vígslu kirkjunnar verður minnst en 15 ár eru síðan hún var vígð þann 18. júní árið 2000 á kristnihátíðarári. Kaffi og kleinur eft- ir messu. Grensáskirkja | Morgunmatur kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til ABC-barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Fé- lagar úr kirkjukór Grensáskirkju syngja. Org- anisti er Ásta Haraldsdóttir. Prestur er sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. Guðríðarkirkja í Grafarholti | Lesmessa kl. 11. Prestur er sr. Karl V. Matthíasson og organistinn Hrönn Helgadóttir spilar falleg lög. Meðhjálpari er Kristbjörn Árnason. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. Hafnarfjarðarkirkja | Helgistund kl. 11. Orgelleikur, ritningarlestur, íhugun, bæna- gjörð, sálmasöngur, samfélagið um Guðs borð. Prestur er sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti er Douglas A Brotchie. Kaffisopi á eftir. Hallgrímskirkja | Messa kl. 11. Dr. Sig- urður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hirti Pálssyni og hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju leiða messusönginn. Organisti er Eyþór Franzson Wechner. Syngedrengene við Vor Frue Kirke í Assens í Danmörku syngja í messunni undir stjórn Finns Ped- ersen við undirleik Irenu Natius. Sögustund fyrir börnin í umsjá Rósu Árnadóttur. Al- þjóðlegt orgelsumar: Tónleikar laugardag kl. 12 og sunnudag kl. 17. Elzbieta Karolak frá Póllandi leikur. Hveragerðiskirkja | Messa kl. 11. Alt- arissakramentið. Kotstrandarkirkja | Guðsþjónusta kl. 14. Kópavogskirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Sólveig Sigríður Einars- dóttir. Laugarneskirkja | Messuhald fellur niður 28. júní - 2. ágúst. Bent á þjónustu í Há- teigsprestakalli á meðan. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Lágafellskirkja | Guðsþjónusta kl. 20. Prestur er sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Org- anisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Lögmannshlíðarkirkja | Messa kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Organisti er Val- mar Väljaots. Maríukirkja við Raufarsel | Messutímar: Alla virka daga kl. 18.30. Laugardaga (sunnudagsmessa) kl. 18.30 á ensku. Sunnudaga kl. 11. Neskirkja | Messa kl. 11. Organistinn Steingrímur Þórhallsson mætir tvíefldur til leiks að loknu sumarleyfi. Kórfélagar leiða sönginn. Kaffi verður drukkið og sætabrauð maulað á kirkjutorgi eða úti í sólinni ef sunnudagur stendur undir nafni. Í prédikun verður fjallað um þessa yfirlýsingu Krists: ,,Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni?“ Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Njarðvíkurkirkja Innri-Njarðvík | Guðs- þjónusta 14. júní kl. 11. Sr. Hulda Hrönn Helgadóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Njarðvíkurkirkna syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organ- ista. Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guðmunds- son. Salt kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. ,,Að tala við Guð, fyrirbæn fyrir ein- staklingum og málefnum.“ Ræðumaður er Guðlaugur Gunnarsson. Túlkað á ensku. Sauðárkrókskirkja | Messa kl. 11. Org- anisti er Rögnvaldur Valbergsson. Prestur er sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Seljakirkja | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyr- ir altari. Organisti er Douglas Brotchie, fé- lagar úr kór Seljakirkju leiða söng. Molasopi að lokinni guðsþjónustu. Seltjarnarneskirkja | Helgistund kl. 11 í umsjá sr. Franks M. Halldórssonar. Kaffi- sopi eftir athöfn. Skálholtsdómkirkja | Messa kl. 17. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Nemendur frá Listahá- skóla Íslands flytja trúarlega tónlist í mess- unni. Organisti er Glúmur Gylfason. Sólheimakirkja | Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í tilefni af 85 ára afmæli Sólheima og 10 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Sr. Karl Sig- urbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Thomsen. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Einsöng syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir. Meðhjálparar eru Eyþór K. Jó- hannsson og Erla Thomsen. Strandarkirkja | Messa kl. 14. Jörg Son- dermann og Kór Þorlákskirkju. Úthlíðarkirkja | Messa kl. 15 í tilefni af af- mæli kirkjunnar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson Skálholtsbiskup og sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Úthlíðarsveinar syngja. Kolbeinn Ketilsson óperusöngvari syngur einsöng. Organisti er Jónas Þórir. Að messu lokinni verður afmæl- iskaffi Úthlíðarkirkju í Réttinni. Sr. Hjálmar Jónsson flytur þar erindi um kirkjubændur, Kolbeinn Ketilsson syngur einsöng og Jónas Þórir leikur undir almennum söng. Þingvallakirkja | Messa kl. 14. Bæna- ganga hefst við kirkjuna kl. 13 og stendur til kl. 14. Sr. Halldór Reynisson prédikar og þjónar fyrir altari. Bænagöngufólk aðstoðar í messunni. Best er að leggja bílum við Flosa- gjá og ganga þaðan til kirkju. Morgunblaðið/RAX Úthlíðarkirkja. Tekið hefur um eitt og hálft ár að grafa 6,5 km inn í fjallið úr Fann- ardal í Norðfirði og frá Eskifirði. Fullvíst þykir að framkvæmdir við Norðfjarðargöng hafi gengið enn betur en menn sáu fyrir í upp- hafi þótt smávandamál hafi komið upp í stuttan tíma. Greinarhöfundur fagnar því hvað vinna við þessa gangagerð er langt komin þó að verklok hafi áður verið áætluð haustið 2017. Markmiðið með þess- um jarðgöngum er að tryggja öryggi í samgöngumálum fjórðungsins sem hafa alltof lengi verið í miklum ólestri. Að loknum framkvæmdum við nýju Norðfjarðargöngin mun versnandi ástand á Fagradal alltaf koma í veg fyrir að Seyðfirðingar, Egilsstaða- og Héraðsbúar sem starfa í álveri Acoa á Reyðarfirði geti treyst þessari leið í 400 m hæð sem verður næstu áratugina engu betri en Fjarðarheiði. Með hverjum degi sem líður aukast líkurnar á því að síðasta haftið í Norðfjarðargöngum verði sprengt seint í ágúst eða um miðjan september ef engin teljandi vandamál koma upp. Þá hljóta ein- hverjir að spyrja hvort hægt verði að flýta verklokum við nýju göngin um eitt ár og taka þau formlega í notkun um mitt næsta ár á meðan illa geng- ur að stöðva vatnselginn í Vaðlaheið- argöngum. Spurningin er hvenær hægt verði að ákveða framkvæmdir við annað samgöngumannvirki undir Fjarðarheiði, sem Seyðfirðingar berjast fyrir til að stöðva brotthvarf Norrænu úr sinni heimabyggð fari svo að vinnu við Norð- fjarðargöng ljúki að fullu fyrr en áætlað er. Það mun tíminn síðar leiða í ljós. Fjarstæðu- kennt tal um að öllum fjármunum sem fóru í göngin undir Almanna- skarð, Fáskrúðsfjarð- argöng og nú síðast í Norðfjarðargöng hafi verið stolið frá Öxi hef- ur sveitarstjórn Djúpa- vogs í góðri samvinnu við skoðanabræður sína notað til að reka hornin í samgöngu- mál Breiðdælinga af minnsta tilefni í stað þess að leggja meiri áherslu á bættar vegasamgöngur við stóra Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað. Með tilkomu nýju ganganna sem leysa af hólmi tvær hættulegar brekkur beggja vegna Oddsskarðs- ins – og einbreiðu slysagildruna í 620 m hæð fyrir ofan Eskifjörð – fá íbúar suðurfjarðanna á svæðinu norðan Breiðdalsvíkur í fyrsta sinn öruggari vegtengingu við þetta deildaskipta sjúkrahús í Fjarðabyggð. Meira vantar upp á til þess að hægt verði að tryggja heimamönnum á öllu svæð- inu sunnan Stöðvarfjarðar styttri vegalengdir við stóra Fjórðungs- sjúkrahúsið á Mið-Austurlandi sem meirihluti Austfirðinga utan Norð- fjarðar getur ekki treyst á alla vetr- armánuðina vegna of mikilla snjó- þyngsla, illviðris og slysahættunnar sem eykst alltof mikið í Hvalnes-, Þvottár- og Kambaskriðum, fyrir of- an Eskifjörð, á Fjarðarheiði og Fagradal. Á þessum vandamálum finnst engin lausn fyrir alla suður- firðina án jarðganga milli Breiðdals- víkur og Stöðvarfjarðar, undir Lóns- heiði, og neðansjávarganga undir Berufjörð. Fyrr skulu menn ekki tala um suðurfirði Austurlands sem eitt samfellt atvinnusvæði. Óhjá- kvæmilegt er að samgöngumálum Mið-Austurlands verði fyrst komið í viðunandi ástand eftir að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu Arnbjargar Sveinsdóttur um að flýta undirbúningsrannsóknum á Fjarð- arheiðargöngum sem tryggja Seyð- firðingum greiðari aðgang að innan- landsfluginu. Þarna skipta tvenn göng inn í Mjóafjörð líka miklu máli. Að sjálfsögðu eykst arðsemi jarð- ganga eftir því sem unnt er að fækka snjóþungum fjallvegum á ill- viðrasömum svæðum í 500-600 m hæð. Unnt er að afskrifa endanlega nýjan Axarveg verði ákveðið að bjóða út á næstu árum framkvæmdir við tvíbreiðar brýr og nýja vegi í botni Berufjarðar, Stöðvarfjarðar og við Fáskrúðsfjörð. Þessar sam- göngubætur á suðurfjörðunum, sem þola enga bið, hefði fyrir löngu átt að ákveða á undan Vaðlaheiðar- og Héðinsfjarðargöngum. Tímabært er að allir þingmenn Norðaustur- kjördæmis berjist fyrir því að fram- kvæmdum við nýja brú milli Egils- staða og Fellabæjar verði flýtt á þessu kjörtímabili áður en röðin kemur að útboði Fjarðarheiðarganga sem tryggja öryggi þungaflutning- anna enn betur en núverandi vegur á heiðinni. Lokasprenging í Norðfjarðargöngum Eftir Guðmund Karl Jónsson »Með hverjum degi sem líður aukast líkurnar á því að síðasta haftið í Norðfjarðargöngum verði sprengt Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.