Morgunblaðið - 04.07.2015, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898 5765
Ragnar
s: 772 0800
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Í dag kveð ég
góðan vin minn og
mág.
Ég minnist hans
með hlýju og þakklæti fyrir allar
þær góðu stundir sem við hjónin
áttum með Hlöðveri og Erlu.
Það er í raun og veru ótrúlegt að
við systurnar höfum þurft að
kveðja ástkæra eiginmenn okkar
með rétt rúmlega árs millibili en
þeir tveir voru miklir félagar.
Ég kynntist Hlöðveri fyrir
rúmum 50 árum þegar hún Erla
tvíburasystir mín kynnti mig fyr-
ir honum. Hlöðver var góður
maður, traustur, blíður, stríðinn
og rólyndur. Hann var góður fað-
ir og mikill vinur barna sinna.
Hlöðver og Erla hófu búskap í
Lágmúla á Skaga. Ég og fjöl-
skyldan mín eigum ófáar minn-
ingar þaðan þar sem við heim-
sóttum þau á hverju sumri á
meðan þau bjuggu þar. Eftir að
þau fluttu á Sauðárkrók héldum
við áfram að heimsækja þau og
þá fórum við einnig að ferðast
mikið saman. Við fórum aðallega
í ferðir innanlands og var Hlöð-
ver mjög fróður um landið.
Hlöðver var góður vinur og
forréttindi að hafa fengið að
kynnast honum. Elsku Erla,
Laufey, Tóti, Kalla, Gunnur
Björk og fjölskyldur, ég votta
ykkur mína innilegustu samúð.
Við fráfall vinar fyllist ég sorg og
trega en ylja mér við ánægju-
legar minningar og þakka sanna
vináttu.
Hvíldu í friði, elsku Hlöðver.
Stella Guðvarðardóttir.
Nú sefur jörðin sumargræn.
Nú sér hún rætast hverja bæn
og dregur andann djúpt og rótt
um draumabláa júlínótt.
Elsku vinur, frændi, afi. Það
er erfitt að finna réttu orðin yfir
tengslin á milli okkar. Óskyld en
Hlöðver
Þórarinsson
✝ Hlöðver Þór-arinsson fædd-
ist 17. október
1939. Hann lést 20.
júní 2015.
Útför Hlöðvers
fór fram föstudag-
inn 3. júlí 2015.
samt svo skyld enda
fjölskyldurnar sam-
ofnar eftir áratuga-
langa vináttu sem
aldrei hefur borið
skugga á. Það var
órjúfanlegur þáttur
í hverju sumri að
þið Erla kæmuð í
nokkra daga í Kotið
og við minnumst nú
með mikilli hlýju
þeirra fjölmörgu
samverustunda. Seinna átti þeim
skiptum sem þið dvölduð í Egils-
staðakoti eftir að fjölga og við
vorum líka svo heppin að fá að
kynnast börnum ykkar og barna-
börnum sem dvöldu og unnu með
okkur. Nærvera þín einkenndist
af trausti og laðaði til sín unga
sem gamla, jafnt menn sem dýr.
Það fór ekki mikið fyrir þér en
þegar litið er til baka er skarðið
sem þú skilur eftir stórt. Alltaf
nálægur hvort sem var við vinnu
eða tómstundir. Okkur innan
handar án þess að vera með af-
skipti. Traustur, glettinn og góð-
ur félagi.
Nú er skartar sumarið sínu
fegursta, jörðin er sumargræn.
Það var á þessum árstíma sem
komu ykkar í Kotið var beðið
með óþreyju enda hlaðin gjöfum
og gleði. Það er skrítið að hugsa
til þess að þeim kafla sé nú lokið
en minningin lifir í hjörtum okk-
ar.
Nú dreymir allt um dýrð og frið
við dagsins þögla sálarhlið,
og allt er kyrrt um fjöll og fjörð
og friður drottins yfir jörð.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Elsku Erla og fjölskylda, megi
algóður guð styrkja ykkur í
sorginni.
Guðbjörg Hulda, Þorsteinn
Logi, Halla, Laufey og
Sveinn Orri Einarsbörn.
Elsku afi okkar, það er erfitt
að kveðja en þegar minningarn-
ar rifjast upp er ekki annað hægt
en að brosa því við erum svo
heppin að eiga þig sem afa, við
unnum sko í genalottóinu! Við
áttum svo margar góðar og dýr-
mætar stundir með þér. Við
systkinin nutum þeirra forrétt-
inda að hafa ykkur ömmu í
næstu götu og var alltaf opið hús
fyrir okkur.
Afi var aldrei að flýta sér,
hann hafði allan tímann í heim-
inum eins og hann sagði oft. Það
voru ófáar ferðirnar sem við fór-
um með honum, þvers og kruss
um landið. Ef við settum út á
ökuhraða hans, sem við oft gerð-
um, þá hægði afi meira á sér,
eingöngu til að æsa okkur upp.
Þetta fannst honum fyndið.
Afi gerði öll ferðalög skemmti-
legri og bílferðirnar bærilegri.
Afi fræddi okkur um alla staði á
leiðinni, kaupstaði, örnefni,
sveitabæi og jafnvel ábúendur
vítt og breitt um landið. Á heim-
leiðinni hlýddi hann okkur svo
yfir „hvaða bær er þetta?“ spurði
hann og vorum við virkilega
kappsöm að svara rétt svo við
lögðum okkur öll fram að hlusta.
Einnig átti hann til að segja þeg-
ar við renndum inn á Akureyri:
„Jæja, þá erum við komin á
Blönduós“ og heyrðist hátt í okk-
ur: „Nei, afi, þetta er Akureyri!“
„Nú er það?“ sagði hann og
glotti. Einnig virtust allar bíl-
ferðirnar styttri, þar sem við
spurðum reglulega hvað það
væri langt eftir og sýndi afi okk-
ur með fingrunum hvað það væri
margir sentimetrar eftir á landa-
korti, það var svo gott að sjá
hvað það var „stutt“ eftir.
Afi kenndi okkur að spila og
leggja kapal. Afi var ekkert að
gefa eftir og vann hann okkur
oftar en ekki. Það féll misvel í
okkur og áttum við það til að
grýta spilunum í hann og segjast
aldrei ætla að spila við hann aft-
ur, en það leið ekki á löngu þar
til við vorum aftur mætt með
spilastokkinn til afa.
Spenningurinn var alltaf mik-
ill fyrir jólunum því þá vissum
við að amma og afi myndu spila
með okkur. Íslandsspilið varð
nánast alltaf fyrir valinu undan-
farin ár, því okkur þótti svo
skemmtilegt að sjá hversu fróður
afi var um Ísland. Við kepptumst
um að fá að vera með afa í liði því
það var öruggt að þá myndum
við vinna, þar sem afi vissi allt.
Við getum þakkað honum hversu
vel við þekkjum landið okkar.
Það var alltaf hægt að treysta
á afa ef eitthvað bjátaði á. Okkur
er minnisstætt þegar mamma og
pabbi skruppu út, við náðum að
fullvissa þau um að við gætum
alveg verið ein heima, enda
amma og afi í næstu götu. Gleðin
var svo mikil að okkur tókst að
brjóta hjónarúmið. Þá voru góð
ráð dýr og hringt í afa. Það var
svo gott að leita til afa því við
vissum að hann myndi redda
þessu og segja engum frá því. Afi
var ekki lengi að koma og laga
rúmið.
Takk fyrir allt, elsku besti afi
okkar, við trúum því að þú sért
núna að spóka þig um í Sólvangi.
Við munum passa ömmu vel fyrir
þig og mun hún einnig halda vel
um okkur, hún er sterkasta kon-
an sem við höfum kynnst og sér
alltaf um sína og eins og þú sagð-
ir, „ég er ekkert án hennar“.
Sofðu rótt, elsku afi, við elsk-
um þig og munum alltaf geyma
þig í hjarta okkar.
Þín afabörn,
Kjartan Skarphéðinn, Þuríður
Elín, Erla Hrund, Ásdís Sif og
Hlöðver Þórarinsbörn.
Mig langar með fáum orðum
að minnast Hlöðvers Þórarins-
sonar vinar míns. Hann fæddist
á Skagaströnd 17. október 1939.
Foreldrar hans voru Karla
Berndsen og Þórarinn Jónsson.
Hlöðver fluttist ungur maður
með þeim að Fossi á Skaga, þar
sem hann kynntist konu sinni
Erlu Guðvarðardóttur. Þau
bjuggu lengi á Lágmúla og Kleif
og ásamt búskap þar var Hlöð-
ver einnig póstur fyrir Skefils-
staðahrepp. Síðar fluttust þau til
Sauðárkróks. Þar stundaði Hlöð-
ver sjómennsku og fleiri störf við
góðan orðstír.
Hann var einn af þeim mönn-
um sem þurfa að heyja harðvít-
uga baráttu við krabbamein.
Hún var erfið, sérstaklega síð-
ustu mánuðina, en hann stóð sig
vel í því eins og öðru sem hann
tókst á við og bar ekki tilfinn-
ingar sínar utan á sér. Erla kona
hans stóð þétt við hlið hans og að
mínu mati seint fullþakkað fyrir
hvað hún var dugleg að hjálpa
honum og létta undir í veikind-
um hans.
Við Hlöðver kynntumst þegar
við vorum ungir menn og sú vin-
átta hélst óslitin meðan báðir
lifðu og bar aldrei skugga á.
Hann var alltaf boðinn og búinn
að hjálpa mér þegar ég þurfti
með og ég vona að það hafi verið
gagnkvæmt. Við áttum margar
góðar stundir saman í gegnum
lífið, ekki síst í vélsleðaferðum
upp um fjöll þegar best lét. Hlöð-
ver var sérstaklega góður og
heiðarlegur félagi.
Ég vil þakka honum fyrir
samfylgdina og allt. Ég þakka
fjölskyldu hans fyrir langa vin-
áttu um leið og ég votta henni
samúð mína.
Guðmundur Helgason.
Í dag þegar við kveðjum okk-
ar kæra Hlöðver Þórarinsson
leita margar minningar á hug-
ann. Þessi dagfarsprúði öðlingur
sem hefur verið svo tryggur og
traustur vinur okkar alla tíð. Það
ríkti alltaf eftirvænting og til-
hlökkun í Egilsstaðakoti er frétt-
ist að von væri á þeim Sauðár-
krókshjónum. Mikið spjallað og
hlegið í Kotaeldhúsinu og flestir
fjölskyldumeðlimir komu til að
hitta þau og gleðjast meðan þau
dvöldu syðra. Hlöðver var haf-
sjór af fróðleik um menn og mál-
efni, kom það berlega í ljós í or-
lofsferðum sem þau fóru með
foreldrum okkar vítt og breitt
um landið. Mömmu og pabba
voru þessar ferðir mikils virði og
ógleymanlegar. Sömu áhugamál,
fræðast, ferðast, hitta fólk eða
draga í spil. Við viljum af alhug
þakka Hlöðver alla elskusemi og
tryggð við fjölskylduna og biðj-
um honum blessunar í nýjum
heimkynnum.
Sárt er vinar að sakna,
sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna,
margar úr gleymsku rakna,
svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta,
húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta
vinur þó félli frá.
Góðar minningar geyma,
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma,
þér munum við ei gleyma,
sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Elsku Erla og fjölskylda, við
sendum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Helga, Sigurbjörg,
Guðsteinn og Einar.
Elsku fallega stelpan mín. Ég
vil byrja á að segja þér að ég sé
ekki eftir neinu. Af þeim hvirf-
ilbyl tilfinninga sem fokið hefur
yfir mig síðustu vikuna er sekt-
arkennd ekki ein þeirra. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa átt þig
sem systur, fyrir að hafa getað
sagt þér hvað ég væri stolt af
þér, hvað ég elskaði þig og hvað
þú skiptir mig miklu máli. Fyrir
að hafa komið aftur heim í sum-
ar og átt síðasta mánuðinn með
þér.
En auðvitað vildi ég að hlut-
irnir væru öðruvísi. Ég er ekki
undirbúin, ég er ekki tilbúin í að
kveðja þig. Ég vil ekki sleppa
þér. Ég var að fá þig aftur. En
ég verð að gera það, því ef ég
geri það ekki – ef ég sætti mig
ekki við að þessi martröð er nú
veruleiki minn – þá mun ég aldr-
ei komast yfir þetta.
Það sem ég óska að ég hefði
eytt fleiri stundum í fanginu á
þér, að ég gæti horft á þig brosa
og gleymt mér í fegurð þess. Að
þú tækir í höndina á mér og í
þetta skiptið myndi ég aldrei
sleppa þér.
Þú kenndir mér svo margt.
Þú kenndir mér að elska, að
hata, að fyrirgefa og að sleppa
Harpa
Sigtryggsdóttir
✝ Harpa Sig-tryggsdóttir
fæddist í Reykjavík
23. september 1994.
Hún lést á Seyð-
isfirði 23. júní 2015.
Foreldrar henn-
ar eru Páll Sig-
tryggur Björnsson,
f. 10. október 1962,
og Þorgerður
Magnúsdóttir, f. 16.
nóvember 1960.
Systur Hörpu eru Anika Sig-
tryggsdóttir, f. 3. júlí 1992, og
Sara Lind, f. 12. janúar 1983.
Útför Hörpu fer fram í Seyð-
isfjarðarkirkju í dag, laugardag-
inn 4. júlí 2015, kl. 14.
takinu. Þú kenndir
mér að lifa í dag án
þess að kvíða morg-
undeginum. Þú ert
kannski ekki ennþá
hérna til að þerra
tár mín, til að fá
mig til að brosa
þrátt fyrir að við
séum báðar sorg-
mæddar eða til að
draga mig aftur
upp á jörðina þegar
ég hef sokkið of langt niður. Þú
andar kannski ekki og lifir eins
og ég geri en þú munt aldrei yf-
irgefa huga minn né hjarta.
Ég veit ekki hvað ég hefði
gert án þín. Ég veit ekki hvað ég
mun gera án þín. Þú færðir mér
gleði og þú færðir mér ham-
ingju. Þú gladdir alla í kringum
þig þótt þú gleddist ekki sjálf.
Ég lofa að láta þetta ekki eyði-
leggja mig. Ég er svo stolt af
þér. Ég elska þig, ég sakna þín
og ég mun vonandi sjá þig aftur.
Þín stóra systir,
Anika Sigtryggsdóttir.
Elsku Harpa. Okkur langar
að minnast þín með okkar fá-
tæklegu orðum. Þegar við hugs-
um um þig kemur fyrst upp í
hugann hláturinn, brosið og
góðmennskan. Þú varst með
hlátur sem við munum aldrei
gleyma, bros sem gat lýst upp
heilt herbergi og hlýja nærveru
sem allir fundu fyrir. Þú varst
vinkona dóttur okkar, hennar
Þórdísar, og ég man ekki eftir
ósætti ykkar á milli. Á einhverj-
um tímapunkti skildi leiðir eins
og gerist og gengur en aldrei
slitnaði vinakeðjan milli ykkar.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér á þinni
stuttu ævi. Þú munt ávallt eiga
stað í hjarta okkar. Minningin
um þig yljar okkur en um leið
finnum við fyrir söknuði.
Hvíldu í friði.
Nú máttu hægt um heiminn líða,
svo hverju brjósti verði rótt,
og svæfa allt við barminn blíða,
þú bjarta heiða júlínótt.
Hver vinur annan örmum vefur
og unga blómið krónu fær.
Þá dansar allt, sem hjarta hefur,
er hörpu sína vorið slær.
(Þorsteinn Erlingsson)
Megi guð styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum, kæra fjöl-
skylda. Gerða, Sissi, Anika og
Sara
Elfa, Guðmundur, Sif,
Þórdís, Atli Gunnar
og Jóna.
Ég fatta þetta ekki ennþá. Þú
ert farin og kemur aldrei aftur
til mín. Þetta er það erfiðasta
sem ég hef nokkurn tímann
þurft að sætta mig við. Hvernig
á ég að halda áfram eftir að hafa
misst þig, heimsins bestu vin-
konu, úr höndunum á mér? Ég
sá þig bara klukkutíma áður en
þetta skeði en lét mér nægja að
veifa þér því mér datt ekki í hug
að þetta yrði í seinasta skipti
sem ég sæi þig. Vá hvað ég vildi
að ég hefði bara stoppað bílinn
og stokkið út til að knúsa þig í
eitt almennilegt skipti fyrir öll.
Mér líður eins og ég hafi tap-
að helmingnum af mér eitthvað
út í myrkrið því það þekkir mig
enginn eins og þú. Þú náðir allt-
af svo vel til mín og ég veit að ég
gat treyst þér fyrir öllu sem mig
vantaði að segja þér frá og þú
vissir vel að það sama gilti fyrir
mig. Allur einkahúmorinn okk-
ar, allir rúntarnir okkar og allar
þessar yndislegu minningar sem
ég á um okkur saman munu
fylgja mér alla ævi og ég mun
aldrei nokkurn tímann gleyma
þér.
Ég man ennþá svo vel eftir
því þegar ég sagði þér að heimur
minn myndi hrynja ef þú færir
frá mér og ég er ekki frá því að
hann sé hruninn. Svona falleg og
einlæg sál eins og þú, elsku ynd-
islegasta Harpa mín, á bara ekki
að vera farin af þessari jörð
svona alltof snemma.
Jafet Sigfinnsson.
Elsku besta Harpa mín.
Þú varst besta vinkona mín
frá leikskólaaldri. Við eyddum
nánast öllum dögum saman í
grunnskóla og þegar við vorum
komnar í menntaskóla bjuggum
við saman á vistinni og vinátta
okkar blómstraði með hverju
árinu. Síðasta árið fórum við
samt sem áður að fjarlægjast
hvor aðra en eins og ég sagði
eitt gott kvöld við þig á Lárunni
að þrátt fyrir allt unglinga-
drama og vesen sem kemur upp
hjá öllum, þá myndi mér alltaf
þykja vænt um þig og ef það
hefði ekki verið fyrir þig og okk-
ar stundir saman, væri ég ekki
manneskjan sem ég er í dag. Ég
er svo glöð að hafa getað sagt
þetta við þig áður en þú fórst frá
mér. Ég mun sakna allra
skemmtilegu, steiktu tímanna
með þér, einkahúmorsins og
sérstaklega gömlu kalla putt-
anna þinna eins og við kölluðum
þá. Það er svo mikið sem mig
langar að segja við þig og fæ
alltaf löngun til að senda þér
skilaboð eða hringja í þig og
rifja upp gamlar minningar. En
nú þarf ég bara að halda þessum
minningum, og þér, á lífi í hjarta
mínu.
En eins og við vorum vanar að
segja þegar við týndum hvor
annarri: Sanka, Sanka!
Ingibjörg Lárusdóttir.
Elsku Harpa. Gleymi aldrei
þínu fallega brosi og yndislega
hlátri.
Við unnum saman þó nokkuð
mikið og betri tíma er ekki hægt
að finna. Það var svo gott að
hafa þig á öxlinni að kíkja í pott-
ana og athuga hvort þú gætir
hjálpað …
Þú sagðir oft að þú værir eins
og skugginn minn í eldhúsinu.
Þú yndislega fallega stúlka
ert farin frá okkur og við hin
sitjum með tárin í augunum alla
daga.
Þín er sárt saknað og takk
fyrir okkar stuttu og góðu
kynni.
Hvíl í friði.
Þrúður og
Guðjón (Nonni).