Morgunblaðið - 04.07.2015, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
Þegar ég hugsa
til Ólafar frænku
minnar kemur fyrst
upp í hugann glað-
lyndi, jákvæðni og
seigla. Við kynntumst fyrst sem
unglingar þegar við hittumst á
Bjargi við Sundlaugaveg, í húsi
afa og ömmu, en þá bjó Gígí
móðursystir mín ein í húsinu og
við gistum þar okkur öllum til
mikillar skemmtunar. Við Ólöf
skiptumst á sögum um ástir og
ævintýri og alltaf var stutt í
hláturinn hjá okkur. Við endur-
nýjuðum kynnin þegar ég flutti
til Akureyrar árið 1982 en þar
bjó Ólöf með eignmanni sínum.
Þau höfðu eignast börnin sín
tvö, Sigríði og Harald. Ásdís,
dóttir mín, og Sigríður urðu
góðar vinkonur; lífið lék við
okkur og við vorum og báðar
þakklátar fyrir barnalán okkar.
Síðan kom reiðarslagið þegar
Ólöf veiktist hastarlega. Ég get
varla lýst því hve ég dáðist að
seiglu frænku minnar í veikind-
um hennar. Hún gekk í gegnum
veikindin af svo mikilli reisn og
æðruleysi að aðdáunarvert var;
í gegnum veikindi sem hefðu
bugað flesta á skömmum tíma –
en ekki Ólöfu.
Við hittumst nokkrum sinn-
um síðasta vetur og fann ég
glöggt hve mér þótti vænt um
frænku mína í bland við aðdáun
á þreki hennar, lífsvilja og bar-
áttu hennar fyrir að láta ekki í
minni pokann fyrir ófyrirséðum
örlögum sem svo grimmilega
settu strik í lífsreikning hennar.
Við Ólöf vorum búnar að
mæla okkur mót á ákveðnum
degi fyrir skemmstu en af þeim
fundi varð aldrei því Ólöf kvaddi
þennan heim og okkur öll áður
en af þeim fundi varð. Bara ef
við hefðum ákveðið að hittast
aðeins fyrr; fengið eina sam-
verustund í viðbót og hlegið
saman eins og á Bjargi þegar
við vorum litlar og lífið blasti
við. Ég sakna þeirra stunda –
sem aldrei koma aftur.
Ólöf
Einarsdóttir
✝ Ólöf Einars-dóttir fæddist
3. júlí 1960. Hún
lést 23. júní 2015.
Útför Ólafar fór
fram föstudaginn 3.
júlí 2015.
Hvíl í friði, kæra
frænka og vinur.
Petrína (Peta).
Með fallegasta
brosið og besta
hjartað.
Þannig minnist
ég vinkonu minnar
Ólafar. Við kynnt-
umst í Laugalækj-
arskóla haustið
1973 í gegnum sameiginlega
vinkonu okkar Kristínu Þórar-
insdóttur, Dídí.
Við vorum óharðnaðir ung-
lingar sem voru að feta sín
fyrstu spor í átt til fullorðins-
ára. Við héldum út í lífið í
Levi’s-gallabuxum, rúllukraga-
peysu úr Vinnufatabúðinni á
tréklossum eða trömpurum eftir
því sem við átti. Við hittumst
nánast daglega og löbbuðum
niður Laugaveginn á kvöldin og
fengum okkur pylsu, og stund-
um lítið prins og kók á Halló,
hittum stráka á rúntinum og
fórum í Tónabæ um helgar.
Drukkum pilsner mjög hratt og
héldum að við yrðum fullar.
Hlustuðum á Lög unga fólks-
ins. Fórum í Raggabúð á
Laugalæknum í frímínútum og
keyptum sleikjó. Heimsóttum
ömmurnar á Austurbrún. Pöss-
uðum á kvöldin, buðum strákum
í mat. Fórum á Rauðhettu ’74.
Fórum til spákonu. Trúðum
hvor annarri fyrir leyndó. Þú
varst falleg, brosmild og glæsi-
leg og eftir þér var tekið.
Ég kynntist þinni einstöku og
elskulegu fjölskyldu, mömmu
þinni og Helgu frænku, móður-
systur þinni. Alltaf var stutt í
gleðina. Pabbi þinn eitthvað
áhyggjufyllri út af strákastandi
dótturinnar en stutt í stríðnina
og kærleikann hjá honum. Þú
varst einkadóttirin, systir
bræðra sem elskuðu þig. Stolt
foreldra þinna og Einsa, Sig-
valda og Óla.
Við borðuðum „tuskubrauð“ á
Laugarnesveginum þegar þú
varst að elda fyrir bræðurna.
Áttum gott og áhyggjulaust líf.
Þannig leið tíminn.
Svo kynntist þú strák og
varðst bomsí og orðin mamma
17 ára, Sirrý fædd og alvara lífs-
ins tók við. Þú hófst búskap með
Hannesi. Heimili þitt var á Ak-
ureyri en við áttum í stopulu
símasambandi. Seinna kom ann-
að barnið, Halli, í líf þitt.
Þú, sjómannsfrúin, lærðir
tækniteiknun og söng, rakst
heimili og vannst með náminu.
Þú hafðir mikla sönghæfileika.
Svo kom áfallið, þú veiktist
og á tímabili var þér vart hugað
líf. Svörtustu spár sögðu að lífs-
líkur þínar væru litlar.
Eins og oft í alvarlegum veik-
indum slitnaði upp úr hjóna-
bandinu. Þið Hannes skilduð.
En hrakspár læknavísind-
anna áttu ekki við um þig. Þú
reist upp úr veikindunum eins
og fuglinn Fönix. Þú fluttir til
Reykjavíkur árið 1990, þá orð-
inn löggiltur öryrki, og sam-
skipti milli okkar hófust á ný.
Þú kynntist Óskari, ástinni
þinni og eftirlifandi eiginmanni.
Þið áttuð yndisleg ár og stóðuð
saman í blíðu og stríðu og þú
blómstraðir.
Það var gott að eiga þig að.
Komst alltaf færandi hendi þeg-
ar þú komst í heimsókn og áttir
alltaf eitthvað handa börnunum
mínum sem dáðu þig. Þú
gleymdir engum. Þú varst uppá-
halds og besta vinkonan.
Við töluðum mikið saman og
yfirleitt stóðu samtölin langt
fram á nætur.
Það féll aldrei skuggi á þessa
42 ára vináttu. Þú gerðir allt
sem þú gast fyrir mig. Þú varst
einstök perla. Þú varst vinkon-
an.
Það verður erfitt að lifa lífinu
án þín og heimurinn er fátæk-
ari.
Ég votta fjölskyldu þinni,
vinum og öðrum aðstandendum
mína dýpstu samúð.
Hvíl í friði, elsku Ólöf mín.
Hulda Gestsdóttir.
Mikið er skrítið að sitja nú
við skriftir á minningargrein
um þig, elsku Ólöf. Okkur og
krökkunum var mikið brugðið
við fréttirnar af fráfalli þínu,
Ólöf okkar af þriðju hæðinni.
Sárt var að heyra að þetta hafði
gerst svo snögglega, vonum að
þér líði betur, elsku Ólöf. Löng
var baráttan sem þú stóðst í
með heilsuna þína, en alltaf
stóðst þú upprétt og leist glæsi-
lega út. Þær eru margar góðar
minningarnar sem við eigum
með þér og Óskari. Þú tókst
börnum okkar alltaf sem barna-
börnunum þínum og bankaðir
upp á með jólagjafir, sumargjaf-
ir og afmælisgjafir handa þeim
á hverju ári og kenndir þeim að
malla karamellur sem slógu all-
hressilega í gegn, svo eitthvað
sé nefnt. Krakkarnir tóku ekki
annað í mál þegar fara átti með
pakka til ykkar en að fara öll
saman til ykkar því þau hlökk-
uðu svo mikið til að fá að hitta
þig, þú hafðir svo góða nærveru
og þeim þótti svo vænt um að fá
að hitta þig sem oftast. Við
horfðum nokkrum dögum eftir
fréttirnar, öll fjölskyldan, á fal-
lega glerverkið sem þú og Ósk-
ar gáfuð okkur í brúðkaupsgjöf
sem hangir í eldhúsglugganum
og varð okkur hugsað til þín.
Minningarnar um þig munu lifa
með okkur um ókomna tíð.
Hvíldu í friði, elsku Ólöf okkar.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til allra að-
standenda.
Sigmundur, Tinna,
Anton, Emilíana og
Valur í Andrésbrunni.
Elskuleg mágkona mín Ólöf
Einarsdóttir lést 23. júní sl.
langt um aldur fram.
Ólöf er öllum þeim sem hana
þekktu mikill harmdauði. Hún
var yndisleg manneskja, svo hlý
og góð og alltaf tibúin til hjálpar
ef einhver þurfti á slíku að
halda. Létt og kát, brosmild og
hafði alltaf nóg að gefa öðrum,
þótt oft ætti hún sjálf við mikil
og alvarleg veikindi að stríða.
Það var samt alltaf nóg eftir
handa öðrum hjá henni. Ég
kynntist Ólöfu fyrst, þegar hún
og Óskar yngri bróðir minn
felldu hugi saman. Ólöf var á
þessum tíma fráskilin kona með
tvö stálpuð börn. Það var auð-
séð að þar var á ferðinni sönn
ást af beggja hálfu. Og til að
gera langa sögu stutta hófu þau
fljótlega sambúð og Óskar, sem
að eðlisfari var mjög glaðsinna
og hlýr maður, tók stoltur við
stjúpbörnunum og reyndist
þeim sannarlega góður faðir.
Hinn 20. júní 2004 gengu þau í
hjónaband á 50 ára afmælisdegi
brúðgumans. Hamingjan blasti
við þeim og lífið var dásamlegt.
Þau byggðu sér sameiginlegt
heimili í Andrésbrunni 15 í
Grafarholti. Það var fallegt og
vel búið heimili og alltaf svo
gaman að koma þangað í heim-
sókn á afmælum og alls kyns
viðburðum. Ólöf var einstaklega
mikill fagurkeri á alla hluti í
kringum sig. Hún var sérlega
góður kokkur og ótrúlega flink í
öllu því sem hún tók sér fyrir
hendur. Það var sama hvort um
var að ræða bakstur, mat-
reiðslu, handavinnu eða skraut-
list, allt lék í höndunum á henni.
En svo dimmdi yfir þessu ást-
ríka, yndislega lífi þeirra. Óskar
greindist með alzheimersjúk-
dóminn aðeins 54 ára gamall.
Það var mikið áfall fyrir litlu
fjölskylduna og alla þá sem
tengdust þeim fjölskyldu- og
vinaböndum. En Ólöf stóð sterk
og full af ástúð og umhyggju við
hlið manns síns. Það var ótrú-
legt að sjá og upplifa hvernig
þau í sameiningu börðust á móti
þessum andstyggilega vágesti.
Ólöf gerði allt sem hún gat til
þess að Óskar hennar gæti lifað
sem bestu og eðlilegustu lífi.
Þrátt fyrir hennar miklu og erf-
iðu veikindi lét hún ekki bugast
og oft held ég að hún hafi gengið
ansi nærri sér til þess að láta
allt ganga upp. Að lokum varð
baráttan of hörð og Óskar henn-
ar varð að vistast á hjúkrunar-
heimili fyrir alzheimersjúk-
linga. En Ólöf gaf ekkert eftir,
hún heimsótti hann daglega,
umvafði hann ást og umhyggju
svo unun var að fylgjast með.
Þess á milli þurfti hún sjálf að
leggjast inn á spítala vegna
sjúkdóms síns og eins komu
Karitas-konur heim til hennar
til að hjálpa henni við lyfjagjöf
og fylgjast með ástandi hennar.
Aldrei datt mér í hug að hún
ætti eftir að fara héðan á undan
elskunni sinni, honum Óskari,
en staðreyndin er önnur og eng-
inn fær flúið örlög sín. Nú er
það hún sem bíður eftir Óskari
sínum handan okkar lífs og mik-
ið held ég að það verði ástríkir
fagnaðarfundir þegar þar að
kemur. Ólöfu minni þakka ég
innilega fyrir allt það sem hún
var okkur fjölskyldunni og ekki
síst honum Óskari okkar.
Sjáumst síðar í sólríka himna-
ríkislandinu. Guð geymi þig.
Þín mágkona,
Pétrína.
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
systir, mágkona, frænka og vinkona,
ELÍSABET SIGRÚN EINARSDÓTTIR,
Framnesvegi 57,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi hinn 25. júní. Útför hennar fer
fram fimmtudaginn 9. júlí klukkan 15 frá Fríkirkjunni í Reykjavík.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á félagið Umhyggju.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslunnar í Fossvogi fyrir
einstaka alúð þess og virðingu.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Karen G. Elísabetardóttir, Óli Örn Atlason,
Hanna Rún Ágústsdóttir,
Arnar Elís Ágústsson.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SVERRIR SIGURJÓNSSON
húsasmíðameistari,
Þorlákshöfn,
lést 1. júlí. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju í
Þorlákshöfn fimmtudaginn
9. júlí kl. 14.
.
Hrönn Sverrisdóttir, Guðni Pétursson,
Hlín Sverrisdóttir, Hreggviður Jónsson,
Hlynur, Leifur, Arna, Alma Rún og Sverrir.
Faðir okkar,
BALDUR BÖÐVARSSON,
Eiðismýri 30,
Seltjarnarnesi,
lést 1. júlí á lungnadeild Sjúkrahússins í
Fossvogi. Útförin verður frá Neskirkju
fimmtudaginn 9. júlí kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir.
.
Bryndís Baldursdóttir,
Haukur Baldursson,
Hrafn Baldursson,
Jón Baldursson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR (SÍDA),
Jötunfelli, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn
28. júní. Hún verður jarðsungin frá
Glerárkirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 13.30.
.
Ragnhildur Benediktsdóttir, Einar Pálsson,
Bára Benediktsdóttir, Kristján Torfason,
Víðir Benediktsson, Jenný Ragnarsdóttir,
Sigrún Benediktsdóttir, Ari Jóhann Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þórsteinn var
yndislegur dreng-
ur og hvers manns
hugljúfi. Hann var
mjög félagslyndur og fannst mest
gaman þegar nóg var af fólki í
kringum hann og mikið gekk á.
Hann hafði mjög skemmtilegan
húmor og þegar einhverjum varð
á að hella niður, brjóta eitthvað
eða verða fyrir öðrum minniháttar
óhöppum skellihló hann og fallegu
augun hans tindruðu.
Það má segja að honum hafi
ekki mislíkað það neitt þótt starfs-
fólkið læddist ekkert um eða eins
og við sögðum oft „væru eins og
risaeðlur“ í kringum hann. Við á
Skammtímavistun erum fyrst og
fremst þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast þessum ljúfa og blíð-
lynda dreng með fallegu augun og
léttu lundina.
Þórsteinn Arnar
Rúnarsson
✝ ÞórsteinnArnar Rún-
arsson fæddist 1.
júní 1997. Hann
lést 13. júní 2015.
Útför hans fór
fram 26. júní
2015.
Okkur langar til að
kveðja hann Þórstein
okkar með nokkrum
versum úr ljóðinu
Kveðju eftir Bubba
Morthens.
Þar sem englarnir syngja
sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum
í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Aðalbjörg, Áslaug, Kristján,
Sigríður K., Ragnheiður,
Kristín Á., Guðrún, Þráinn,
Kristín L. og Erla.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, þó að grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar