Morgunblaðið - 04.07.2015, Side 33

Morgunblaðið - 04.07.2015, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015 Mig langar til að minnast henn- ar Lilju móður- systur minnar, eða Lilju frænku eins og ég kallaði hana alltaf. Líf hennar Lilju var ekki alltaf auðvelt og má segja að hún hafi fengið mjög ríflega skammtað af mótlæti. Minning- arnar eru samt sem áður marg- ar og góðar. Sem betur fer eru það þær sem standa upp úr þegar litið er til baka. Mamma og Lilja voru af- skaplega samrýndar systur og því var samgangurinn alla tíð mjög mikill. Ég og Örn, yngsti sonur Lilju, fæddumst með mánaðar millibili. Systurnar voru mikið saman með okkur ungana og við urðum næstum eins og systkin. Mér fannst ég því eiga mitt annað heimili hjá Lilju frænku og þar var ég allt- af velkomin. Gekk inn og út eins og heima hjá mér, fékk að borða, gisti og var jafnvel skellt í bað þegar þess þurfti. Í minningunni var mjög líf- legt og skemmtilegt í Aðalgöt- unni hjá Lilju og Krumma. Amma Líney, Lilja og mamma að ræða um heima og geyma og lá ekki sérlega lágt rómur. Unglingarnir, Kiddi, Lauga og Líney hlaupandi inn og út, jafn- an með vini með sér. Ég og Öddi fylgdumst með þeim (og fórum í gegnum dótið þeirra í laumi). Krummi sat yfirvegaður við eldhúsborðið og laumaði einstaka athugasemd í samtal mæðgnanna eða sat í hús- bóndastólnum að lesa Dagblað- ið. Hundurinn Tobba skottaðist kringum fólkið. Seinna bættust svo við yngri systkin mín og barnabörn Lilju og Krumma. Það var oft mjög mikið fjör og mikið hlegið. Í seinni tíð þegar ég var flutt frá Ólafsfirði fór ég reglulega og heimsótti Lilju, sem var allt- af tilbúin með kaffi og með því þegar ég kom (jafnvel þó að komið væri fram yfir miðnætti). Þá gátum við setið við eldhús- borðið tímunum saman og rætt Lilja Kristinsdóttir ✝ Lilja Krist-insdóttir fæddist 8. apríl 1941. Hún lést 23. júní 2015. Útför Lilju fór fram föstudaginn 3. júlí 2015. lífið og tilveruna. Yfirleitt byrjaði dagurinn á að Gunni frændi og Jónmundur komu í kaffi og það var gaman að fylgjast með því hversu gott samband þeirra var. Við Lilja fórum svo í bíltúr í Miðbæ þar sem við drukkum kaffi og unnum handavinnu. Lilja var, eins og reyndar þær mæðgur allar, af- skaplega flink í höndunum. Saumar, hekl og prjón voru hennar ær og kýr og allt lék í höndunum á henni. Ég held að flestir afkomendur hennar og systkina hennar eigi búta- saumsteppi, sokka og vettlinga eftir hana. Ef mig vantaði að- stoð við hannyrðir hringdi ég í hana og hún leysti fyrir mig flóknustu verkefni gegnum síma. Við heyrðumst reglulega og alltaf var lokaspurningin frá henni „hvað ertu svo að gera í höndunum núna?“. Hún Lilja hefur kennt mér margt um lífið, fjölskylduna, bakstur, matseld, handavinnu og svo margt fleira. Hún hefur verið mér sem önnur móðir alla tíð, ekki síst eftir að mamma lést. Hún fylgdist með börn- unum mínum eins og sínum eigin barnabörnum enda köll- uðu þau hana ömmu Lilju. Henni á ég margt að þakka og ég þakka fyrir allar góðu minn- ingarnar. Elsku Kiddi, Lauga, Líney og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning elsku Lilju frænku. Valgerður Unnarsdóttir. Þá er hún frænka mín Lilja farinn á betri stað og fær von- andi þá hvíld sem hún átti skil- ið. Það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna við fráfall hennar og verður erfitt að fylla það. Mér verður óneitanlega hugsað til baka um góðar minningar sem ég átti í kringum systur hans pabba. Ég man vel eftir að sitja í stiganum hennar og Krumma og lesa bækur um Sval og Val og Fjögur fræknu eins og ég fengi borgað fyrir það. Ég var alltaf mjög hrifinn af því hve gott samband hún og pabbi áttu, og síðar meir á lífs- leiðinni gerði ég mér grein fyr- ir erfiðleikar þeirra hefðu lík- lega þétt samband þeirra mikið. Hún var elst af systk- inunum og þurfti að horfa á eft- ir þeim öllum fara á undan henni ásamt því að missa mann sinn hann Krumma, soninn Ödda og síðan barnabarnið hana Hrafnhildi. Ég dáðist að styrknum sem frænka mín hafði í gegnum þetta allt sam- an, það hefðu margir aðrir molnað við þennan þrýsting. Hún var sönn Miðbæjarættar kona og kraftmikil í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Ég lærði að meta hana á nýja vegu eftir að pabbi dó og varð hún táknræn fyrir þann hluta fjöl- skyldu minnar og hve mér þótti vænt um hann og hana. Það var gaman að sjá hve vel hún tók því alltaf þegar dóttir mín kom í heimsókn, bæði ein og með afa sínum. Henni þætti mjög vænt um frænku sína og henni um Lilju. Það verður missir að sjá þær ekki saman, en góður hjarta vermir að hugsa til þeirra góðu tíma sem við fengum öll saman. Það verður erfitt að geta ekki fylgt henni frænku minni síðustu sporin til ástvina henn- ar en ég veit að hún verður í góðum höndum alla leiðina. Ég mun kíkja á hana og pabba fljótlega og hugsa um allt það góða sem þau skildu eftir sig. Markmið eru sett, áföngum er náð, tímamót verða. Fjallið er klifið, toppnum er náð. Þá koma í ljós nýir toppar, ný markmið, nýir áfangar. Þrátt fyrir öll tímamót og fjarlæg markmið sem oft virðast eins og lokatakmark þá heldur lífið áfram. Þrátt fyrir allt mótlæti, torfærur og brekkur, baráttu og ósigra, og jafnvel þótt ævinni ljúki, jafnvel þrátt fyrir sjálfan dauðann, sem eru sannkölluð tímamót, þá heldur lífið áfram, og ekkert fær það stöðvað. (Sigurbjörn Þorkelsson) Sveinn Aðalsteinn Gunnarsson. Hjartans Lilja mín. Þar sem ég sit og horfi yfir sjóinn finnst mér sjá glitta í þig í kvöldsólinni. Ég finn fyrir nærveru þinni, sem var alltaf svo hlý og notaleg. Um hlíð og tind fer sólin löngum logum, hún litast rjóð um býlin strjál og hlý, um sorfin sker á silfurlygnum vogum, sendling í fjöru, hrafn við gullin ský. (Bína Björns 1874-1941) Ætli ég hafi ekki verið sirka 11 ára þegar leiðir okkar lágu fyrst saman. Ég þá afskaplega feimin og seinþroska rauðhærð- ur táningur. Þú tókst mér strax opnum örmum, bauðst mig vel- komna í fjölskylduna og lést mig aldrei finna annað en að ég væri eitt af barnabörnum þín- um. Mér þykir svo ógurlega vænt um það og um þig. Það er erfitt að koma því í orð en mér fannst alltaf eins og að okkur tengdu sterk andleg bönd. Auk þess deildum við því að þykja afskaplega vænt um litla stúlku sem tengdi okkur enn frekar, systur mína og nöfnu þína. Þú varst alveg ótrúleg kona sem ég ber óendanlega mikla virðingu fyrir. Þú þessi smáa kona sem stóðst í fæturna þrátt fyrir að lífsins ólgusjór skylli á þér hvað eftir annað en hafðir samt alltaf jafn mikla ást og hlýju til að gefa. Ég hugsaði stundum út í það að ég ætti Örn og að þú hefði átt Örn og hvort þú hugsaðir um þinn Örn þegar þú hittir minn Örn. Því miður fékk ég aldrei að hitta hann en mér þykir gott að hugsa til þess að hann taki á móti þér ásamt Hrafnhildi Lilju sem var alltaf jafn hlý og þú. Úr ægi lyftast óskastrendur, út eru breiddar mjúkar hendur fuglinum þreytta friður sendur, fegurð þreyð og dýrleg ró. Horfið er lífsins um og ó og röknuð böndin í báða skó. (Snorri Hjartarson 1906-1986) Við sem eftir stöndum getum huggað okkur við alla fallegu hlutina sem þú skildir eftir. Kiddi leggur sig til dæmis allt- af í faðmi móður sinnar í há- deginu, ef svo má að orði kom- ast. En hann vefur sig inn í eitt af fallegu bútasaumsteppunum frá þér. Svo vekur Kappi mömmu alltaf í morgunsárið og þau lúra saman undir teppun- um góðu fram að sólarupprás. Hér í Garði geymi ég síðan eitt dásamlega fallegt og grænt sem ég er vafin í, í þessum skrifuðu orðum. Elsku Lilja mín, með söknuði í hjarta ég kveð þig en fyrst og fremst þakklæti fyrir þau for- réttindi að hafa átt þig fyrir ömmu. Hvíldu í friði. Þín, Una. Árið 1996 var svo- lítið sérstakt ár í sögu Kiwanis- klúbbsins Kötlu en þá gengu í okkar raðir nokkrir félagar, þar á meðal Helgi Straumfjörð sem nú er fallinn frá. Fljótlega kom í ljós að þetta var á við góðan lottóvinn- ing fyrir Kötlu, því með Helga kom kraftur í klúbbinn. Lögð voru á ráðin með að efla sjóði Kötlu og þar sem Helgi var lærður kjötiðn- aðarmaður lagði hann til að hafist yrði handa og halda skyldi þorra- blót. Kallaði hann til liðs við sig ýmsa félaga og úr varð veglegt blót. Þetta gaf óvænta peninga í félagssjóð, þetta var síðan haldið árlega undir handleiðslu Helga og Helgi Guðjón Straum- fjörð Kristjánsson ✝ Helgi GuðjónStraumfjörð Kristjánsson fædd- ist 18. nóvember 1939. Hann lést 17. júní 2015. Útför Helga Guðjóns fór fram 29. júní 2015. Sæunnar konu hans. Þetta efldi fé- lagsandann þótt sumum þætti nóg um eljusemina og kraftinn í Helga. Hann t.d. mætti á alla fundi Kötlu í 10 ár samfleytt auk funda og skemmt- ana annars staðar í hreyfingunni. Vakti þetta athygli og fékk hann sérstaka viðurkenningu heimsstjórnar fyrir þetta. Þá var framleiðsla á Kötludúkkum fyrir Barnaspítala Hringsins honum hugleikin og vaktaði hann birgða- stöðuna reglulega. Svo þegar Katla tók upp á því að færa slökkviliðinu á höfuðborgarsvæð- inu leikfangabangsa til þess að hafa í sjúkrabílunum handa börn- um var Helgi farinn af stað að afla bangsa áður en menn vissu af. Það þurfti aldrei að biðja Helga tvisv- ar um að gera hlutina, því var oft gaman að vinna með honum að ýmsum málefnum sem komu inn á borð Kötlu. Hann tók að sér for- setaembætti Kötlu 2002 og gerði það með sóma sem og öll þau störf sem hann tók að sér. Hann var fenginn til þess að gegna embætti svæðisstjóra hjá umdæminu og skilaði því starfsári með sóma. Í minningunni þegar maður lítur yfir þessi 19 ár sem við höfum starfað saman kemur margt upp í hugann og þá það að hafa náð að kynnast þeim hjónum og starfa saman að þessu áhugamáli okkar. En nú er hann fallinn frá eftir erf- ið veikindi. Það er ábyggilega erf- itt að finna annan eins stormsveip og Helgi var. Við Kötlufélagar vottum Sæunni og fjölskyldu okk- ar dýpstu samúð. Vertu sæll að sinni, Kiwanisfélagi, því það varstu svo sannarlega. Hilmar Svavarsson. Elsku afi minn. Afi minn var maður sem vildi gera allt fyrir mig og ég er svo stolt yfir því að hafa getað kallað hann afa minn. Það sem ég kem til með að sakna allra mest eru knúsin þín. Þú gafst mér knús, líkt og þú virkilega vildir gefa mér knús, og myndir aldrei sleppa mér. Að búa svona langt í burtu frá þér hefur ekki alltaf verið auðvelt, en bara það að vita að þú myndir standa þarna á flugvellinum tilbú- inn til að taka á móti mér, með stóra knúsið, var það besta sem ég vissi. Þetta var meira en bara venju- legt knús, þetta var knús sem sagði mér að ég væri komin heim. Knús sem sagði að þú myndir alltaf vera þarna og taka á móti mér og passa mig. Það á eftir að reynast mér mjög erfitt að vita að núna munt þú ekki lengur vera þarna til að taka á móti mér þegar ég kem út úr flug- stöðinni. Ég mun aldrei aftur sjá brosið þitt eða heyra þig hlæja og ég mun aldrei fá þetta knús frá þér aftur. Hver á núna að gefa mér þetta knús sem segir svo miklu meira en þúsund orð? Hver á núna að minna mig á að ég er komin heim? Þú varst, ert og munt alltaf vera elskaður. Takk fyrir að vera afi minn. Tárin í augum mínum get ég þurrkað í burtu. En sársaukinn í hjarta mínu mun alltaf vera. Hvíldu i friði kæri afi. Kamilla Mist Guðmundsdóttir. Það var mér til mikils láns að fá Guðmund Þór Ás- mundsson, Billa, til samstarfs á Fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra haustið 1989. Á milli okkar tókst góður trúnaður og vinátta sem ég mat mikils. Við höfðum kynnst í námi við Kennaraháskóla Íslands og varð ég þess áskynja að hann vildi breyta um vettvang, en hann hafði um árabil starfað að skólastjórn við Laugarbakka- skóla við góðan orðstír. Billi var góður liðsauki í annars frábæran starfshóp Fræðsluskrifstofunn- ar. Að baki voru erfiðir tímar og vilji til að hefja starf skrifstof- unnar til þess vegs sem hún áður hafði. Starfsfólkið var samhent í þeirri stefnu að búa öllum nem- endum góð skilyrði til náms og þroska í skólum umdæmisins og til þess var tekið hversu ötullega var unnið af hálfu skrifstofunnar að þróun skóla án aðgreiningar. Á þessum tíma voru grunn- skólar ríkisstofnanir og starf- semi þeirra kostuð að stærstum hluta af ríkinu. Billi var tölug- löggur maður og því hlaut það að koma í hans hlut að vinna að fjár- málum umdæmisins. Sem skrif- stofustjóri annaðist hann allar tímaúthlutanir til grunnskóla og naut hann fyllsta trausts skóla- stjóra í því viðfangsefni enda gjörkunnugur skólastarfi og við- fangsefnum stjórnenda. Hann ávann sér einnig traust í sam- skiptum við menntamálaráðu- neyti sem liðkaði til fyrir breyt- ingum á stífum reglum um ráðstöfun fjármagns til skólanna og smám saman dró úr miðstýr- ingu og aukin ábyrgð færðist til Guðmundur Þór Ásmundsson ✝ GuðmundurÞór Ásmunds- son fæddist 28. nóv- ember 1950. Hann lést 14. júní 2015. Útför Guð- mundar Þórs fór fram 30. júní 2015. skólastjórnenda á ráðstöfun úthlutaðs kennslutíma. Billi hafði mjög opinn huga fyrir þeirri hugmynd að flytja allan rekstur grunnskóla til sveit- arfélaga, sem unnið var að á fyrri hluta tíunda áratugarins. Þeim sem unnu að útfærslu þess þótti gott að geta leitað í smiðju til hans. Einn stærsti vandinn sem menn stóðu frammi fyrir var hversu ólík sveitarfélögin og tekjuforsendur þeirra voru. Jöfn- unarsjóður hafði það hlutverk að jafna kostnað sveitarfélaga við úrlausn ýmissa verkefna. Því hlaut sjóðurinn að fá aukið hlut- verk við flutning grunnskóla til sveitarfélaga. Viðfangsefnið var flókið og féllst Billi á að vinna að málinu með sjóðnum. Tókst hon- um að sýna fram á hvernig nýta mætti ákveðna reikniformúlu til að jafna kostnað á milli sveitarfé- laga um einstök viðfangsefni skólarekstursins. Nú þegar Guðmundur Þór er kvaddur hinstu kveðju ber margt að þakka. Eftir að Fræðsluskrif- stofan hætti starfsemi fórum við hvor í sína áttina en héldum samt góðu sambandi okkar á milli. Smám saman torveldaði fjar- lægðin okkur samskiptin og sam- fundir strjáluðust. Það risti mig djúpt er hann hringdi síðasta haust og kvaðst vera að láta helstu vini sína vita af alvarleg- um veikindum sínum. Það var sárt að fá fréttirnar en mér þótti um leið vænt um að vera talinn í hópi trúnaðarvina hans. Með- ferðin virtist ætla að takast vel en skjótt skipast veður í lofti. Um leið og Guðmundur Þór er kært kvaddur og þökkuð vinátta og samstarf eru dætrum hans og aðstandendum öllum fluttar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu góðs drengs. Trausti Þorsteinsson. Þó ég hafi alla tíð þekkt til Ingibjarg- ar, þá var það ekki fyrr en seint á 10. áratug síðustu aldar að kynni okkar tóku að þróast, og þá í gegnum yngstu dóttur hennar, Þórunnbjargar. Ingibjörg tók mér vel frá fyrstu stundu og fyrir stúlku sem þá var nýflutt til Reykjavíkur var ómetanlegt að eiga hauk í horni hjá Ingibjörgu og Sigurbirni, eiginmanni hennar. Ingibjörg barst ekki á, en í gegnum fjölskyldu hennar og fyrirtæki þá stóð hún keik og vann vel. Hún vissi vel hvað það Sigríður Ingibjörg Sigurbergsdóttir ✝ Sigríður Ingi-björg Sigur- bergsdóttir fæddist 6. september 1947. Hún lést 3. júní 2015. Útför Sigríðar Ingibjargar fór fram 16. júní 2015. var að berjast og allt hennar fas bar þess merki að hún trúði á að reyna sitt besta og fram- kvæma hluti af heil- indum. Í mínum huga þá bar mest á dugnaði, væntum- þykju, sanngirni og hreinskilni Ingi- bjargar á borði frekar en í orði. Hún var laus við öll falsheit og kom hún alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Enda var það hennar besti kostur að mínu mati. Það er sárt að kveðja Ingi- björgu. En sem betur fer þá eiga margir góðar minningar um hana og þær eru dýrmætar núna. Ég votta Sigurbirni sem og börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Svanfríður E. Arnardóttir. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.