Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
Ég ætla að halda upp á daginn með því að skella mér í útilegu ígóðra vina hópi þangað sem sólin skín,“ segir IngunnHaraldsdóttir, sem fagnar tvítugsafmæli sínu í dag.
Ingunn er nýútskrifuð úr Verzlunarskóla Íslands og ætlar sér ekki
strax í háskólanám. „Núna ætla ég að vinna aðeins og safna mér pen-
ingum til að geta ferðast með vinkonum mínum um heiminn,“ segir
hún glöð í bragði. Mun hún þó sakna þess að mæta í skólann á hverj-
um degi og hitta þar alla vinina. „Þetta er súrsætt,“ segir hún um til-
finninguna sem þessu fylgir.
Hún mun einnig nota tímann til að átta sig á því hvaða nám henti
henni best, en það sé allt óráðið eins og er. „Einn daginn langar mig í
verkfræði en annan daginn langar mig bara í heimspeki,“ segir hún,
en komandi af eðlisfræðibraut í Verzlunarskólanum liggi beinast við
að fara í verkfræðina.
Fótboltinn á hug Ingunnar allan og hefur hún æft íþróttina í rúm
tíu ár. „Það er félagsskapurinn og svo elska ég að spila fótbolta í góðu
veðri.“ Hún spilar með meistaraflokki HK/Víkings í fyrstu deild í
sumar en annars er hún uppalinn Valsari. „Markmiðið hjá okkur núna
er að komast upp um deild, þ.e. í Pepsideildina, en í haust er úrslita-
keppnin þar sem það kemur í ljós hvort það tekst.“
Ingunn ætlar að skella sér á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmanna-
helgina, en hún gat ekki hugsað sér að missa af þeirri skemmtun.
Ljósmynd/Ingunn Haraldsdóttir
Fjör Ingunn (t.v.) og Unnur fagna 17. júní með Ólaf sér við hlið.
Útskrifuð fótbolta-
kona í heimsreisu
Ingunn Haraldsdóttir er tvítug í dag
S
igurður Þorsteinn Helga-
son fæddist 4. júlí 1940 á
Grund í Kolbeinsstaða-
hreppi á Snæfellsnesi.
Hann var þar fyrsta árið
en þá flutti fjölskyldan til Reykja-
víkur.
„Sumarið 1946 fer fjölskyldan í
ferðalag vestur að Straumi á Skógar-
strönd. Þar bjuggu þá móðursystir
mín Elísabet Sigurðardóttir og
hennar maður Marteinn Markússon,
en þeir pabbi voru bræðrasynir. Þeg-
ar haldið var aftur suður gerðist ég
afar ósáttur við að fara til baka og
varð úr að ég fékk að verða eftir. Sú
dvöl varði í eitt og hálft ár en þá var
ég orðinn skólaskyldur og var neydd-
ur suður í skólann. Vorið 1948 flytj-
ast Marteinn og Elísabet að Voga-
tungu í Leirársveit og er ég þar hjá
þeim í fjögur sumur og svo alveg eft-
ir það fram yfir fermingu.
Skólagangan var stutt eftir að ég
losnaði úr Laugarnesskólanum, fór
ég í farskólann í Leirársveit og þar
var tekið svokallað fullnaðarpróf. Ár-
ið 1958 fer ég að læra plötu- og ketil-
smíði, er fyrri tvö árin í Land-
smiðjunni og tvö seinni í Stál-
smiðjunni. Síðar aflaði ég mér
meistararéttinda í þeirri iðngrein.
Ég fór að vinna við járnsmíðar í
Borgarnesi 1963, við hjónin flytjum
að Hraunholtum vorið 1965 og höfum
við verið hér síðan. Upp úr 1980 fer
ég aftur að vinna við járnsmíðar í
Borgarnesi. Hraunholt eru hlunn-
indajörð með veiðiréttindi í Hlíðar-
vatni. Við vorum með kúa- og
sauðfjárbúskap en erum hætt
bústörfum.“
Félagsstörf
Sigurður fór snemma að taka þátt
í félagsmálum. „Fyrsta félagið sem
ég gekk í var Æskulýðsfylkingin í
Reykjavík, var í Alþýðubandalaginu
og formaður svæðisfélags þess um
tíma, tók þátt í að stofna Vinstri-
hreyfinguna – grænt framboð og var
fyrsti formaður þess í Vesturlands-
kjördæmi. Eftir að ég hóf búskap hef
ég verið virkur í öllum fagfélögum í
þeim búgreinum sem ég hef stund-
að.“ Sigurður sat í stjórn Kúabænda-
félagsins á sunnanverðu Snæfells-
nesi, var formaður Sambands
kúabænda á félagssvæði Kaupfélags
Borgfirðinga, formaður Félags sauð-
fjárbænda á Snæfellsnesi, formaður
Æðarræktarfélags Vesturlands, for-
maður Kornræktarfélags Kolbeins-
staðahrepps, deildarstjóri SS á Snæ-
fellsnesi, núverandi formaður
Veiðifélags Hlíðarvatns, er deild-
arstjóri Kolbeinsstaðahreppsdeildar
Kaupfélags Borgfirðinga og er for-
maður eldri borgararáðs Borgar-
byggðar.
„Ég sat einnig í stjórn Hjarta-
heilla á Vesturlandi sem varafor-
maður og formaður, sem er það fé-
lagsstarf sem hefur gefið mér hvað
mest.
Helstu áhugamál mín fyrir utan
fjölskylduna eru skotveiðar og
stangveiðar. Að vera einn með sjálf-
um sér á góðu og fögru veiðisvæði er
ákaflega gefandi. Eins hef ég gaman
af að taka í spil og hef tvisvar verið
bikarhafi hjá Bridsfélagi Borgar-
fjarðar.“
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar er Sesselja
Þorbjörg Þorsteinsdóttir, f. 20.12.
Sigurður Helgason, bóndi í Hraunholtum – 75 ára
Í Danmörku Sigurður og Sesselja ásamt börnum þeirra og barnabörnum sem eru búsett í Danmörku.
Virkur í félagsstörfum
Þessi flottu hjón,
Kristinn Arnþórsson
og Joan Katrín Lewis,
áttu gullbrúðkaups-
afmæli í gær, 3. júlí.
Elsku mamma og
pabbi, innilega til
hamingju með daginn.
Bestu kveðjur frá ykk-
ar yndislegu dætrum
og fylgifiskum.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
Skagaströnd Fanndís Alda
fæddist 6. ágúst 2014 kl.
11.30. Hún vó 4.025 g og var
53 cm löng. Foreldrar hennar
eru Sara Diljá Hjálmarsdóttir
og Birkir Rúnar Jóhannsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
www.gulimidinn.is
Hugsaðu um heilsuna
Guli miðinn fylgir
þér alla ævi
frá upphafi
Fæst í öllum helstu apótekum,
heilsubúðum og matvöruverslunum
B-SÚPER - Sterk blanda B vítamína
Húð, hár og andoxun, orka og kraftur,
streita og taugarnar