Morgunblaðið - 04.07.2015, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ígrundaðu vel hvernig þú getur bætt
samskipti þín við ættingja og fjölskyldu. Ef
þú hugsar um ókunnuga sem vini þína ertu
á réttri leið.
20. apríl - 20. maí
Naut Gættu þess að fyllsta öryggis sé gætt
í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Hlúðu
að sjálfum/sjálfri þér og gefðu þér tíma til
að leita að innri friði.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Einhver sem virðist ekki hafa
áhuga á því sem þú segir mun brátt skipta
um skoðun. Þú býrð yfir árvekni og um-
hyggjusemi en átt það til að vera þrjósk/ur.
Einbeittu þér að þínum innri manni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert enn að ákveða hversu nálægt
vissri manneskju þú átt að hætta þér. Vertu
bara ákveðin/n því þú munt ekki sjá eftir
því. Gættu þess þó að sýna öðrum tillits-
semi.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nú er gaman að lifa. Þú hefur yndi af
því að daðra í dag. Tíminn vinnur með þér,
svo þér er óhætt að gera það sem þú vilt, þú
getur alltaf skipt um skoðun seinna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér
áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem
þig dreymir um. Reyndu að eyða aldrei orku
til einskis.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ánægjuleg spenna vegna nýrra kynna
og skemmtunar færir aukna hamingju í þinn
heim. Taktu engu sem sjálfsögðum hlut
heldur gaumgæfðu málin frá öllum hliðum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Best er að skipuleggja hlutina
um morguninn, en óvæntar uppákomur og
hvatvísi gera kvöldið skemmtilegt. Vertu þú
sjálfur og settu persónulegt mark þitt á það
sem þú gerir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú lendir í útistöðum við náinn
vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi.
Leggðu þig fram svo ekki halli á þig þegar
upp er staðið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Lífið hefur mikinn tilgang núna,
þar sem viss manneskja spilar stóra rullu.
Minnstu hlutirnir skipta oft mestu máli.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér er ekki til setunnar boðið
lengur, nú verður þú að bretta upp ermarnar
og gera eitthvað. Skoðaðu málið vandlega
svo þú hafir það á hreinu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hlustaðu vandlega á aðra, líka þá
sem tala fyrir skoðunum sem þér eru á móti
skapi. Hlýddu á ráð góðs vinar.
Síðasta laugardagsgáta var semendranær eftir Guðmund Arn-
finnsson:
Harla margs er halur vís.
Á hafi mikil alda rís.
Alvott grasið gerir sá.
Gjarnan ver þann kalla má.
Lausn hans er:
Halur vís er sagnasjór.
Sjór mun vera bylgja stór.
Sjór á grasi áfall er.
Einnig sjór mun þýða ver.
Og síðan bætir hann við limru:
Þrasi húskarl á Heiði
hugðist fanga veiði
og upp úr sjó
eitt síli dró,
en sjálfur var hann skítseiði.
Mér þykir rétt að rifja upp erindi
um Einar sjó Gíslason, sem uppi var
um 1700:
Einar brúkar síðhempuna á sjóinn
sérdeilis þá hann er vætugróinn,
gyrtur bandi,
ginflakandi,
í góðu standi
ljóst úr landi róinn.
Hér kemur svo ný gáta eftir
Guðmund:
Fagur margan fuglinn skreytir.
Fatnaður sá blautur er.
Ofsareiði útrás veitir.
Eitilharður bjargar sér.
Rétt er að minna á að lausnir
þurfa að berast ekki seinna en á
miðvikudagskvöld.
Hilmir Jóhannesson yrkir í fram-
haldi af vísunum um „að missa fóta-
takið“:
Stína hún lagaði lakið
lagðist niður á bakið
þar kom að Tóti
á titrandi fóti
og fast varð nú fótatakið.
Sigrúnu Haraldsdóttur hefur
verið margt í huga þegar hún orti:
Hér vitnast undur, voðalega stórt,
sem vekur mikla furðu hér á Leir;
hve larfar ýmsir lengi geta tórt
þótt lemstraðir og úldnir séu þeir.
Sigurbjörg Hulda Jóhannesdóttir
kallar þessa limru Tímaþjóf:
Alltaf er kjaftæðið eins,
ýmsir það telja til meins.
Farga menn tíma
í fésbók og síma,
fánýtt og ekki til neins.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Einari sjó
og Þrasa á Heiði
Í klípu
„BARA EITT VATNSGLAS, TAKK –
OG ENGAN KLAKA. ÉG VIL EKKI
VATNSBLANDA VATNIÐ MITT.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVER ER AÐ HRINGJA? VEISTU HVAÐ
KLUKKAN ER?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að kaupa handa
honum skáp undir
verðlaunagripina hans.
ÞAÐ AÐ ÞÚ STARIR Á MIG
TRUFLAR MIG EKKI EN NÚNA?
ÓKEI, ÞETTA ER
PÍNU „KRÍPÍ“
GUÐIRNIR HLJÓTA AÐ BROSA VIÐ
ÞÉR Í DAG, LEIFUR ÓHEPPNI... EÐA KANNSKI ERU ÞEIRAÐ HLÆJA MJÖG MIKIÐ...
Ung stúlka með höfuðið niður aðbringu, horfði stíft á snjallsím-
ann sinn er hún kom stikandi inn í
búð á Laugaveginum. Þegar hún var
komin inn í anddyrið snarstoppaði
hún, leit upp með spyrjandi augu og
sagði við næsta starfsmann: „Hrúta-
búðin?“
x x x
Starfsmaðurinn svaraði: „Nei.Gamlabúðin.“ Þá sagði sú með
snjallsímann af festu: „Nei, Hrúta-
búðin“og benti á forritið í símanum
sem hafði vísað henni samvisku-
samlega veginn inn í Gömlubúðina.
Snjallsímastúlkan var örvingluð á
svip við svarið og var við það að
stappa niður fæti þegar starfsstúlka
Gömlubúðarinnar benti henni á að
þessi búð hefði verið nákvæmlega
þarna frá nánast örófi alda og hýst
menningarvarning.
x x x
Stúlkan snjalla leit tómlega í augustarfsstúlkunnar og hentist út
úr búðinni. Hún hélt áfram að rýna
ofan í skjáinn er hún fetaði ögn reik-
ul í spori framhjá rauðgulu skilti
sem á stóð Hrútabúðin.
x x x
Þess ber að geta að nöfnum búð-anna á Laugaveginum hefur
verið breytt en það skal áréttað að
samtölin fóru fram á íslensku en
ekki ensku. Já, tæknin er góðra
gjalda verð.
x x x
En að öðru, þá hefur Víkverji mæltnotkun sína á snjalltækjunum
síðasta misserið. Það þarf vart að
koma á óvart að honum bregði nokk-
uð í brún við niðurstöðuna. Stundum
kýs hann að vafra um á verald-
arvefnum í stað þess að spjalla stutt-
lega við sambýlinginn eða opna bók-
arskruddu.
x x x
Í Sunnudagsmogganun um síðustuhelgi birtist býsna áhugaverð
grein. Inntakið endurspeglast nokk-
urn veginn í fyrrgreindri sögu. Það
sem meira er, kynslóðin sem er að
stíga sín fyrstu skref á vinnumark-
aðnum núna á erfitt með einbeitingu
vegna sýndarheimsins sem hún
hrærist í. víkverji@mbl.is
Víkverji
Hver er sá, er mun gjöra yður illt, ef
þér kappkostið það sem gott er?
(1Pt. 3:13.)