Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
Ísraelska kvikmyndin Gett: The Tri-
al of Viviane Amsalev var frumsýnd
í Bíó Paradís í gær. Myndin var
framlag Ísraels til óskarsverðlaun-
anna 2015 og vann þrenn verðlaun
á kvikmyndahátíðinni í Jerúsalem
2014 auk þess sem hún var sýnd á
Cannes. Myndin var einnig tilnefnd
til Golden Globe-verðlaunanna sem
besta erlenda myndin.
Í tilkynningu segir að myndin taki
á því vandamáli að í Ísrael er
hvorki hægt að gifta sig né skilja á
borgaralegan máta, heldur hafa
einungis rabbínar vald til að stað-
festa skilnað og þá aðeins með
fullu samþykki eiginmannsins.
Aðalpersóna myndarinnar er Vi-
viane, sem hefur í þrjú ár barist
fyrir því að fá skilnað við eig-
inmann sinn, og gefst ekki upp
þrátt fyrir mótlætið.
Shlomi Elkabetz og Ronit Elkabetz
leikstýra kvikmyndinni.
Verðlaunuð Myndin var framlag Ísraels til óskarsverðlaunanna 2015 og
vann auk þess þrenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Jerúsalem 2014.
Föst í viðjum hjónabands
Bíófrumsýning
Breski listamaðurinn Nikhil Nat-
han Kirsh opnar sýninguna End-
urfæðingu í Gallerí Fold klukkan
14 í dag.
„Myndaröðina á sýningunni kalla
ég Endurfæðingu því fyrsta mál-
verkið varð til við fæðingu trúðs.
Trúðurinn er í sinni listsköpun
ávallt í sköpunarferli sem drifið er
áfram af hans eigin ófullkomleika
og frelsi hans til að bregða á leik
með áhorfendum. Reynsla mín af
því að vera trúður hefur hjálpað
mér að fjarlægja mig frá ýmsum
sjálfsmyndum sem ég hef ýmist
sjálfur speglað mig í eða fundið mig
í,“ segir Kirsh meðal annars um
sýninguna í tilkynningu.
Kirsh fæddist árið 1979 í London.
Hann stundaði nám við University
of Hertfordshire 1997-1998 og lauk
BA Honours-prófi í ljósmyndun frá
Manchester Met. University 2003.
Kirsh opnar sýningu í Gallerí Fold í dag
Ljósmynd/Geirix
Myndlist Bretinn Nikhil Nathan Kirsh
kallar sýningu sína Endurfæðingu.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sýningin Mynd // Hlutur verður
opnuð í D-Sal Listasafns Reykjavík-
ur í dag kl. 15 og er hún sú þriðja í
sumarsýningaröð Kunstschlager í
safninu. Á hverri sýningu fær einn
meðlimur Kunstschlager-myndlist-
arhópsins til liðs við sig valinn lista-
mann og að þessu sinni er komið að
Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur sem
valdi Áslaugu Írisi Katrínu Frið-
jónsdóttur.
Áslaug útskrifaðist frá Listahá-
skóla Íslands árið 2006 og lauk
meistaranámi frá School of Visual
Arts í New York árið 2009. Hún hef-
ur tekið þátt í samsýningum hér á
landi og erlendis og hélt sína fyrstu
einkasýningu í Hverfisgalleríi í mars
á þessu ári. Guðlaug útskrifaðist frá
Listaháskóla Íslands fyrir þremur
árum og stofnaði og rak galleríið
Kunstschlager ásamt fleirum og
stóð einnig að útgáfu Gamla sfinxs-
ins sem gaf út myndlistartengt efni
af ýmsum toga. Guðlaug hefur tekið
þátt í fjölmörgum sýningum hér
heima og erlendis.
Guðlaug og Áslaug sýna ný verk
og segir í tilkynningu að fagurfræði
þeirra sé ólík. Áslaug notist við
dempaða liti, hrá efni eins og steypu,
gifs og við og tefli þeim saman við
teikningu og málverkið sem verði til
sem svar við tilfallandi myndbygg-
ingu verkanna. Guðlaug noti hins
vegar sterka liti og afgerandi form í
verkum sínum, leiki sér að skynvill-
um áhorfandans og þenji þannig út
víddir miðilsins. Báðar eigi þó sam-
eiginlegt að vinna með myndbygg-
ingu og form í verkum sínum.
Rík efniskennd
„Ég hef lengi hrifist af verkunum
hennar og fundist einhver sameig-
inlegur þráður í verkum okkar,“ seg-
ir Guðlaug, spurð að því hvers vegna
Áslaug hafi orðið fyrir valinu. En
hver er sá sameiginlegi þráður?
„Það er þetta óhlutbundna og mjög
rík efniskennd í verkum okkar
beggja,“ segir Guðlaug. Verk þeirra
séu af ýmsu tagi; málverk og skúlp-
túrar m.a. og þær vinni með efni á
borð við leir og gifs. „Þetta er mjög
blandað en við erum báðar að vinna
beint í formið, með myndina sem
mynd og skúlptúrinn sem hlut en í
vinnunni fara verkin að flæða á milli
formanna. Myndin verður að hlut og
hluturinn að mynd. Það er flæði á
milli þessara tveggja þátta,“ segir
Guðlaug.
-Nú er D-salurinn ekki mjög stór.
Skiptið þið honum á milli ykkar eða
blandið þið verkunum saman?
„Við blöndum þeim saman til að
ítreka það sameiginlega í verk-
unum,“ svarar Guðlaug.
Mynd verður
að hlut og hlut-
ur að mynd
Guðlaug Mía og Áslaug Íris snúa
bökum saman á þriðju sumarsýningu
Kunstschlager í D-sal Hafnarhúss
Morgunblaðið/Eggert
Sumarsýning Guðlaug Mía og Áslaug Íris innan um verk sín í D-Sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi í gær.
Vefur Listasafns Reykjavíkur:
www.listasafnreykjavikur.is
ÍSLENSKT TAL
ARNOLD
SCHWARZENEGGER
EMILIA
CLARKE
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus
POWERSÝNING
KL. 10:30
Ódýrt í bíó
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS
SÝND KL. 1:45
SÝND KL. 2
SÝND KL. 2
Miðasala og nánari upplýsingar
SÝND
Í 2D
ÍSL
TAL
SÝND
Í 2D