Morgunblaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 23
MESSUR 23á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
– fyrir dýrin þín
- góð næring fyrir dýrin þín -
Ekkert hveiti, soja eða maís
Engin erfðabreytt matvæliEngin aukaefni
Enginn sykur eða mjólkurafurðir
2.054.
- kr.
Verð fr
á
REGAL hunda- og kattafóður
AMH | Akranesi | Sími 431-2019
Þá liggur það fyrir að heims-meistarinn Magnús Carl-sen mun tefla fyrir Noregá Evrópumóti landsliða
sem fram fer í Reykjavík í nóv-
ember nk. Aðrir í norska liðinu eru
Ludwig Hammer, Simen Agdestein,
Aryan Tari og Frode Urkedahl.
Þetta verður í fyrsta sinn síðan
1988, er Garrí Kasparov tók þátt í
heimsbikarmóti Stöðvar 2, sem
ótvíræður heimsmeistari teflir hér á
landi. Búast má við að 30-40 lið tefli
í opna flokki mótsins og 25-30 lið í
kvennaflokknum. Ljóst er að Ís-
lendingar munu tefla fram tveimur
liðum í opna flokknum en aðallið Ís-
lands hefur enn ekki verið tilkynnt,
en fyrstu menn inn þar verða
Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn
Steingrímsson og Hjörvar Stef-
ánsson. Hið svonefna gullaldarlið
Íslands verður skipað Friðriki
Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni,
Jóni L. Árnasyni, Margeiri Péturs-
syni og undirrituðum. Ekkert ligg-
ur fyrir um það hvernig íslenska
kvennaliðið verður skipað en Lenka
Ptacnikova mun án efa tefla á 1.
borði. Mótið fer fram í Laugardals-
höll.
Eitt sigurstranglegasta lið þess-
arar keppni hlýtur að vera lið Ar-
mena sem teflir fram Levon Aronj-
an á fyrsta borði. Aserbaídsjan
hefur unnið keppnina tvisvar og þá
koma Rússar alltaf sterklega til
greina sem sigurvegarar þó
frammistaða þeirra eftir að Kasp-
arov hætti hafi verið allt annað en
viðunandi frá sögulegum sjónarhóli
séð. Vladimir Kramnik mun sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
leiða sveit þeirra að þessu sinni. Þá
má nefna Úkraínumenn með Vasilí
Ivantsjúk fremstan í flokki. Af
þekktum keppendum má nefna An-
ish Giri sem teflir á 1. borði fyrir
Hollendinga og Michael Adams sem
teflir á 1. borði fyrir Englendinga.
Þó að Evrópumótin séu aðeins
styttri en Ólympíumótin, níu um-
ferðir á móti ellefu, eru þau að
sumu leyti erfiðari þar sem flestar
sveitirnar eru þéttar fyrir. Stig eru
látin ráða en ekki vinningar, 2 ½
vinningur gefur jafn mörg stig og
fjórir vinningar og ákveðin taktík
ræður stundum ferðinni í innbyrðis
viðureignum. Íslendingar hafa oft
náð góðum árangri á Evrópu-
mótinu, 13. sæti í Debrecen 1992 er
besta lokaniðurstaðan og þar fékk
Jóhann Hjartarson silfurverðlaun
fyrir bestan árangur á 1. borði. Þá
náðist góður árangur í Heraklion í
Grikklandi 2007.
Evrópumót landsliða fór fyrst
fram í Vín í Austurríki árið 1957 og
þá var teflt á tíu borðum. Meðal
liðsmanna sigursveitar Sovétmanna
var Mikhael Tal sem þá var að
hefja einhverja mögnuðustu sig-
urgöngu sem skáksagan kann frá
að greina. Leiftrandi leikfléttustíll
hans skein skært á þessu móti.
Evrópumót landsliða í Vín 1957:
Mikhael Tal – Rudolph Teschner
(V-Þýskaland )
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. O-O d6 6. c3 Be7 7. d4
b5 8. Bb3 Bg4 9. h3 Bxf3 10.
Dxf3!?
Fyrsta fórnin, hvítur fær gott
spil fyrir peðið.
10. … exd4 11. Dg3 g6 12. Bd5
Dd7 13. Bh6!
Almenn óþægindi fylgja þessum
langa biskupsleik, svartur getur
ekki komið kónginum í skjól.
13. … Hb8 14. f4 Rd8 15. Rd2 c6
16. Bb3 dxc3 17. Dxc3 Da7 18. Kh1
Dc5 19. Dd3 Rd7 20. e5!
Gegnumbrot sem hefur það að
markmiði að rýma e4-reitinn fyrir
riddarann.
20. … d5 21. f5 gxf5 22. Dxf5
Rf8
Reynir að verja veikleikana.
23. Re4! dxe4 24. Hac1 Db6 25.
Hcd1!
- Við hótuninni 26. Bxf7+ er eng-
in haldgóð vörn og svartur gafst
upp.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Magnús Carlsen
teflir á EM í
Reykjavík
Árbæjarkirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Petrína Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og
prédikar. Kristina K. Szklenár er organisti.
Sverrir Sveinsson leikur á kornett. Félagar úr
kirkjukórnum leiða safnaðarsöng. Kirkjukaffi
á eftir.
Áskirkja | Áskirkja er lokuð vegna sum-
arleyfa sóknarprests og starfsfólks til 18.
ágúst. Næsta almenna messa verður í kirkj-
unni sunnudaginn 23. ágúst. Sjá nánar á as-
kirkja.is.
Bessastaðakirkja | Sameiginleg sum-
armessa safnaðanna kl. 11 í Garðakirkju. Sr.
Friðrik J. Hjartar og Bjartur Logi Guðnason
annast tal og tóna.
Bústaðakirkja | Sumarmessa kl. 11. Kór
Bústaðakirkju syngur. Messuþjónar aðstoða.
Prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Heitt verð-
ur á könnunni eftir messu. Munið að nú er
sumartími á messum.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á
ensku. Virka daga kl. 18 og mán., mið. og
fös. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er
sunnudagsmessa.
Dómkirkjan | Messa kl. 11. Karl Sig-
urbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir
altari. Mæðgurnar Ilmur Kristjánsdóttir og
Henný Hinz lesa ritningarlestrana. Organisti
er Kári Þormar og Dómkórinn syngur.
Garðakirkja | Messa kl. 11. Sr. Friðrik J.
Hjartar annast prestsþjónustuna en Bjartur
Logi Guðnason organisti leiðir safnaðarsöng-
inn. Stúlka frá Hollandi fermist.
Grensáskirkja | Vegna sumarleyfa er kirkj-
an lokuð til 13. ágúst. Sé þörf fyrir prests-
þjónustu má leita til nágrannapresta. Bent er
á guðsþjónustur í öðrum kirkjum.
Grund dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta í umsjón Dómkirkjunnar í
Reykjavík kl. 14 í hátíðasal Grundar. Sr.
Sveinn Valgeirsson þjónar. Tónlist er í um-
sjón organista og Kammerkórs Dómkirkj-
unnar.
Hallgrímskirkja | Messa kl. 11. Sr. Jón
Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr
Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti
er Eyþór Franzson Wechner. Sögustund fyrir
börnin í umsjá Ingu Harðardóttur. Alþjóðlegt
orgelsumar: Orgeltónleikar laugardag kl. 12
og sunnudag kl. 17. Dexter Kennedy frá
Bandaríkjunum leikur. Fyrirbænaguðsþjón-
usta þriðjudag kl. 10.30. Árdegismessa mið-
vikudag kl. 8.
Háteigskirkja | Messa kl. 11. Organisti er
Steinar Logi. Prestur er sr. Helga Soffía Kon-
ráðsdóttir.
Klyppsstaðarkirkja í Loðmundarfirði | Ár-
leg messa fer fram kl. 14. Prestur er Þorgeir
Arason og félagar úr Kór Seyðisfjarðarkirkju
leiða almennan söng. Kirkjukaffi. Til kirkj-
unnar má áætla um 1,5 klst. akstur frá Borg-
arfirði eystra. Vegurinn er aðeins fær fjór-
hjóladrifnum bílum.
Kópavogskirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Magnús Björn Björnsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Organisti er Lenka Mátéová.
Laugarneskirkja | Messuhald fellur niður
28. júní - 2. ágúst. Bent á þjónustu í Há-
teigsprestakalli á meðan.
Maríukirkja við Raufarsel | Messutímar:
Alla virka daga kl. 18.30. Laugardaga
(sunnudagsmessa) kl. 18.30 á ensku.
Sunnudaga kl. 11.
Safnkirkjan í Árbæjarsafni | Guðsþjón-
usta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir org-
anisti stjórnar almennum safnaðarsöng. Í
forföllum sr. Kristins Ágústs Friðfinnssonar
þjónar sr. Pétur Þorsteinsson fyrir altari og
prédikar.
Selfosskirkja | Messa kl. 11. Kirkjukórinn
syngur. Organisti er Jörg Sondermann.
Prestur er Þorvaldur Karl Helgason. Kaffi
og súpa í safnaðarheimilinu eftir messu.
Seljakirkja | Kvöldmessa kl. 20. Sr. Ólaf-
ur Jóhann Borgþórsson prédikar. Félagar úr
Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Org-
anisti er Tómas Guðni Eggertsson. Alt-
arisganga.
Seltjarnarneskirkja | Helgistund kl. 11 í
umsjá Þorgils Hlyns Þorbergssonar guð-
fræðings. Kaffisopi eftir athöfn.
Skálholtsdómkirkja | Hátíðarmessa á
Skálholtshátíð kl. 14. Dr. Einar Sigurbjörns-
son prédikar. Sr. Egill Hallgrímsson, sr.
Kristján Valur Ingólfsson, sr. Halldór Reyn-
isson, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og
biskup Íslands, sr. Agnes Sigurðardóttir,
þjóna fyrir altari. Lesarar eru Magnús E.
Kristjánsson og Ólöf Kristjánsdóttir. Kross-
beri er Helga Lára Guðmundsdóttir. Með-
hjálpari er Elinborg Sigurðardóttir. Skál-
holtskórinn syngur. Einsöngvari er Margrét
Bóasdóttir. Baldvin Oddsson leikur á
trompet. Organisti er Jón Bjarnason.
Vídalínskirkja | Sameiginleg sumarmessa
safnaðanna kl. 11 í Garðakirkju. Sr. Friðrik
J. Hjartar og Bjartur Logi Guðnason annast
tal og tóna.
Orð dagsins:
Sjá, ég er með yður.
(Matt. 28)
Morgunblaðið/Brynjar GautiSkálholtskirkja.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru send-
ar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið.