Morgunblaðið - 18.07.2015, Qupperneq 39
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég ræddi um það í pistli fyrir stuttu
að Nashville væri að ganga í gegn-
um ákveðna yfirhalningu hvað tón-
listarlegar áherslur varðar. Slíkt er
eðlilegt, reglubundið víkja hinir
eldri (stundum æmtandi) fyrir hin-
um ungu, síðan verða þeir gamlir og
hringrásin heldur áfram. Í nefndum
pistli talaði ég um stúlkurnar og
ríkari áherslu hjá þeim á innihalds-
ríka texta, en strákarnir, nokkrir
óknyttapiltar a.m.k., eru líka að
brjótast úr spennitreyju Nashville-
iðnaðarins.
Ólíkt
Þetta gera þeir með ólíkum hætti
og ég nefni hér sérstaklega þrjá
sem eru skínandi dæmi um þessa
þróun. Og merkilegt nokk, þessi ný-
sköpun hefur mikið með fortíðina að
gera, menn horfa til einfaldari,
„hreinni“ tíma, líkt og pönkararnir
gerðu t.a.m. Sturgill Simpson keyr-
ir þannig á hrátt honkí-tonk að
hætti Dwights Yokam og minnir oft
og tíðum á Waylon Jennings. Simp-
son þarf þá engan kúrekahatt; hann
treður upp í skógarhöggsmanna-
skyrtu og Converse-skóm og gæti
þess vegna verið meðlimur í ein-
hverri nýbylgjurokksveitinni. Ja-
mey Johnson horfir til sígildra
sveitasöngvara eins og George Jon-
es og Merle Haggard og útlaga-
viðhorfið stýrir allri hans aðkomu.
Og svo er það umfjöllunarefni þess-
arar greinar, Chris Stapleton. Líkt
og Johnson hefur hann starfað um
árabil á bakvið tjöldin sem laga-
smiður en steig svo loksins fram
sem sólólistamaður í ár, 37 ára
gamall, með plötuna Traveller.
Ég er búinn að hlusta þessa plötu
á gat undanfarnar vikur og hún er
hæglega það besta sem ég hef heyrt
úr kántríkreðsunni í árafjöld. Trúið
mér, það er ekki snöggur blettur á
plötunni, fyrst og síðast vegna þess
að Stapleton er ótrúlegur lagasmið-
ur. Maður finnur að hann hefur ver-
ið að geyma bestu molanna fyrir
sjálfan sig, og sá hefur slípað stein-
Fram fyrir tjöldin
inn í lagasmíðadeildinni en hann er
höfundur yfir 150 laga sem hafa
m.a. birst á plötum Adele, Tim
McGraw, LeAnn Rimes, Alison
Krauss, Sheryl Crow, George Strait
og Joss Stone svo eitthvað sé nefnt.
Er það reyndar svo að allir helstu
meginstraumslistamennirnir í
Nashville hafa nýtt sér hæfileika
Stapleton að einhverju marki á síð-
ustu árum.
Hreint
Allt hjálpast reyndar að á þessum
grip, upptökustjórnandinn Dave
Cobb hefur einnig unnið með áð-
urnefndum Simpson og Johnson og
gefur plötunni hlýjan, jarðlitaðan
hljóm. Það sem er þá einkar aðlað-
andi við plötuna er margbreytileik-
inn; hér eru rokkarar, ballöður,
hreint kántrí, sálartónlist, blágresi
og surgandi tilraunagítarar meira
að segja. Kántrí er alltaf útgangs-
punkturinn en sálartónlistarhula og
suðurríkjarokkskeimur eru og á
sveimi. Allt er þó bundið kirfilega
saman með innblásinni túlkun
Stapleton sem gat greinilega ekki
beðið lengur eftir því að fá að
spreyta sig.
Merkilegt líka, að þrátt fyrir
þessa miklu vinnu fyrir vinsælda-
kántríið standsetur hann sig ekki
þannig ímyndarlega; alveg eins og
félagarnir tveir sem ég hef verið að
tala um. Stapleton er síðskeggur og
með útlagaáruna á fullu stími.
Þannig klárar hann eiginlega dæm-
ið, við rokkarar eigum erfitt með að
standast svona gotneska töffara.
Heill þér, ferðalangur!
»Maður finnur aðhann hefur verið að
geyma bestu molanna
fyrir sjálfa sig, og sá
hefur slípað steininn í
lagasmíðadeildinni
Nashville-söngvasmiðurinn Chris Stapleton gefur út plötu Framúrskarandi skífa og lengi var von á einum
Ferðalangur Chris
Stapleton gerir hlutina
eftir sínu höfði.
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Fyrir tuttugu árum efndu mynd-
listarmennirnir Alda Sigurð-
ardóttir og Kristveig Halldórs-
dóttir, til listahátíðar á
Laugarvatni þar sem þær voru þá
búsettar. Yfir 130 listamenn tóku
þátt í þeirri hátíð og þegar þær
efndu aftur til hátíðar tíu árum síð-
ar voru listamennirnir að minnsta
kosti 145.
„Út frá þessum hátíðum kviknaði
hugmyndin að því að setja upp
dvalarstað fyrir skapandi fólk og úr
varð Gullkistan, sem er miðstöð
sköpunar á Laugarvatni,“ segir
Inga Jónsdóttir, safnstjóri Lista-
safns Árnesinga.
Litið um öxl
Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá
fyrstu listahátíð Öldu og Krist-
veigar hefur nú verið sett upp sýn-
ing í Listasafni Árnesinga á nýleg-
um verkum 24 listamanna sem
tengst hafa Gullkistunni, ýmist sem
þátttakendur í listahátíðunum eða
dvalið í miðstöðinni. Verkin valdi
Ben Valentine sem ráðinn var sýn-
ingarstjóri sýningarinnar og nálg-
unin er auga gestsins. Ben Valent-
ine er sjálfstætt starfandi
rithöfundur og sýningarstjóri sem
kom hingað frá NY, en er nú að
flytjast búferlum til Kambódíu þar
sem hann mun stýra spennandi
listamiðstöð.
„Mér finnst það mikill heiður að
hafa verið beðinn um að setja upp
sýninguna en ég kom fyrst í Gull-
kistuna árið 2013 til að vinna að
skrifum og annarri list minni. Á
þeim tíma bjó ég í New York og
það var kjörið tækifæri fyrir mig að
komast í Gullkistuna og fá næði og
innblástur til að vinna að verkum
mínum,“ segir Ben Valentine.
Erfitt val
Valentine býr við þann lúxus-
vanda að hafa úr gífurlegum fjölda
verka að velja fyrir sýningu Lista-
safns Árnesinga á 20 ára sögu Gull-
kistunnar.
„Eftir að hafa legið yfir langri og
fjölbreyttri sögu Gullkistunnar,
með yfir 500 listamönnum, tveimur
stórum hátíðum og nýlegum við-
burðum hef ég öðlast nýja sýn á
starfið og kann betur að meta Gull-
istuna, sem stað fyrir frjálsa og
skapandi tjáningu til að dafna.“
Valentine segir ekki hægt að
sýna öll verkin sem orðið hafa til
vegna Gullkistunnar en þau sem
hann hafi valið séu eftir listamenn
sem sannarlega urðu fyrir áhrifum
af dvöl sinni á Laugarvatni og verk
þeirra endurspegli orku og einstök
gæði Gullkistunnar.
Frjáls og skapandi tjáning Gullkistunnar
Listasafn Árnesinga heldur sérstaka sýningu í tilefni 20 ára afmæli Gullkistunnar á Laugarvatni
List Ben Valentine er sýningarstjóri á sýningu Listasafns Árnesinga úr 20 ára starfi Gullkistunnar, sem er miðstöðu sköpunar á Laugarvatni.