Morgunblaðið - 27.07.2015, Side 1

Morgunblaðið - 27.07.2015, Side 1
 Von er á að til- kynnt verði í dag um sölu á sam- heitalyfjaarmi Allergan til ísr- aelska lyfjaris- ans Teva. All- ergan er móðurfyrirtæki Actavis á Íslandi, sem fylgir þá væntanlega með í kaupunum. Mikil samþjöppun hefur orðið meðal heilbrigðisfyrirtækja og er þróunin einkum rakin til áhrifa breyttrar heilbrigðislöggjafar í Bandaríkjunum. Stærðarhag- kvæmnin leyfir fyrirtækjunum að lifa af á krefjandi markaði. »14 Actavis gæti fengið nýja eigendur M Á N U D A G U R 2 7. J Ú L Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  174. tölublað  103. árgangur  REYNIR AÐ BÆTA SJÁLFSMYND VIÐ- SKIPTAVINARINS VILL SÉR- SKÓLA FYRIR TÓNLIST MEIÐSLIN VORU EIGINLEGA LÁN Í ÓLÁNI FRAMHALDSNÁM TÓNLISTARMANNA 26 ARNA STEFANÍA ÍÞRÓTTIRSNYRTIÞJÓNUSTA 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtals 133 farþegaþotur lentu eða hófu sig til flugs frá Keflavíkurvelli á laugardaginn var, eða að meðaltali fimm og hálf þota á klukkustund. Það er ein þota á 11 mínútna fresti, að því er lesa má úr tölum um komur og brottfarir á vef flug- vallarins. Mikið annríki var í móttökusal Keflavíkurflug- vallar um fjögurleytið síðdegis á laugardag þegar blaðamaður Morgunblaðsins var þar á ferð. Streymdu farþegar út um komuhliðið. Samtals 28 leigubílar biðu þá á hlaðinu vestur af flugstöðinni. Norður af flugstöðinni voru á þriðja tug hóp- ferðabifreiða, þar með talið margar af stærstu gerð. Sagðist einn bílstjórinn ætla að fara með hóp í níu daga hringferð um landið. Breiður af bílaleigubílum voru þar á planinu og var ein fjöl- skyldan að koma sér fyrir í stórum húsbíl. Slík er umferðin orðin á Keflavíkurflugvelli yfir háannatímann að á vefsíðu vallarins hefur verið birt tilkynning þar sem brýnt er fyrir farþegum að mæta tímanlega vegna mikillar umferðar. Sex þotur á klukkustund  133 farþegaþotur lentu á Keflavíkurflugvelli á laugardaginn  Ekkert lát á ör- tröðinni í Leifsstöð  Farþegar þurfa að koma mun fyrr en áður til að innrita sig M 133 farþegaþotur á einum degi »6 Morgunblaðið/Baldur Arnarson Leifsstöð Röð af hópferðabílum bíður farþega. Vefpressan, útgáfufélag sem Björn Ingi Hrafnsson er í forsvari fyrir, hefur keypt útgáfurétt á tólf blöð- um útgáfufélagsins Fótspors. Meðal þeirra eru vikublöð sem dreift hef- ur verið ókeypis í Reykjavík, á Ak- ureyri og í Kópavogi. Ámundi Ámundason, útgefandi Fótspors ehf., segir söluna hafa leg- ið fyrir í að verða tvö ár. „Fyrstu samskipti mín við Björn Inga voru þegar hann bauð mér fyrir tveimur árum að gerast auglýsingastjóri hjá fyrirtækinu sínu en ég hafnaði því. Síðan eftir að hann keypti DV hafði hann aftur samband við mig og vildi kaupa útgáfuréttinn og var kaupsamningurinn undirritaður á fimmtudaginn.“ Björn Þorláksson, ritstjóri Ak- ureyrar Vikublaðs, og Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs, segjast báðir hafa frétt af sölunni eftir að hún var um garð gengin. „Ég hef heyrt í nokkrum sam- starfsmönnum og þeir koma allir af fjöllum,“ segir Björn en hann úti- lokar ekki að halda áfram að rit- stýra miðli á Akureyri. »4 Eignast 12 blöð víða um land  Vefpressan eflist Skógarkerfillinn er einkar frekt illgresi sem flæmir aðrar jurtir miskunn- arlaust í burtu meðan á landvinningum hans stendur. Grasgrænar grund- irnar hafa lotið í lægra haldi við Elliðaárnar þar sem sást til tveggja hesta freista gæfunnar í leit að einhverju ætilegu. Ráðvilltir ráfuðu þeir um í full- kominni vantrú á ástandinu. Handan kerfilsakursins hefur þó vonandi ver- ið að finna stingandi strá, til þess fallið að seðja sárasta hungrið. 9 Ráðvillt ráfa hrossin um óviðráðanlegt illgresið Morgunblaðið/Árni Sæberg Við Elliðaár hefur skógarkerfill komið í stað grasi gróinna grunda Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst aftur leggja fram frumvarp á næsta þingi sem takmarkar aðgang almennings að upplýsingum úr skattskrám og birtingu þeirra. Verði frumvarpið samþykkt væri útgáfu tekjublað- anna sjálfhætt, þar sem hver og einn einstaklingur mætti aðeins fletta upp þremur einstaklingum í skatt- skrá og ekki væri hægt að fletta upp þúsundum einstaklinga eins og gert er við gerð blaðanna. Þá skerpir frumvarpið á því að heimild skattaðila þurfi fyrir opin- berri birtingu upplýsinga. Því mun ríkisskattstjóri ekki geta tekið sam- an og sent á fjölmiðla lista yfir „skattakónga“ hvers árs. Sigríður segir mjög nauðsynlegt að það séu tekin af öll tvímæli um það, að þessi vinnubrögð ríkisskattstjóra séu ólögmæt. Engin venja myndi rétt fyrir opinbera starfsmenn til að brjóta lögmæltan trúnað. Stefán Ólafsson, prófessor í fé- lagsfræði, segir að það væri mjög mikil afturför ef settar væru miklar hömlur á birtingu skattupplýsinga fólks. Hann telur að í ljósi aukins ójafnaðar í tekju- og eignaskiptingu á Vesturlöndum hljóti menn að sjá að ef ekki væri veittur aðgangur að opinberum upplýsingum skattkerf- isins, þá væru heilmiklar hömlur settar á upplýsingar fólks í lýðræð- issamfélögum um hvað væri að ger- ast í samfélaginu. Hann vill líta til Noregs, þar sem hægt er að fletta upp einstaklingum allan ársins hring og slíkar upplýsingar eru álitnar sjálfsagðar. »2 Yrði endir tekjublaðanna  Þingmaður segir ríkisskattstjóra brjóta gegn lögum Franskir dagar á Fáskrúðsfirði voru haldnir með pompi og prakt um helgina, nú í tuttugasta sinn. Franska skútan Belle Poule kom til hafnar þar til að votta látnum frönskum sjómönnum virðingu, en sjóliðar stóðu heiðursvörð við minningarathöfn í kirkjugarðinum. Fulltrúar heimabæjar látnu sjó- mannanna, Graveline, voru við- staddir hátíðina og lögðu blómsveig að minnisvarða um þá í garðinum. Þétt dagskrá var í boði yfir helgina fyrir alla aldurshópa. Aðrar bæjarhátíðir sem fram fóru um helgina voru vel sóttar og fóru vel fram, án afskipta lögreglu, að sögn skipuleggjenda. »6 Franskir dagar í tuttugasta sinn Eldur kom upp í bát fyrir utan Garðskaga á 11. tímanum í gær- kvöldi. Tveir menn voru um borð í bátnum og komust þeir í flotgalla og út í sjó. Þyrla Land- helgisgæslunnar bjargaði mönn- unum úr sjónum og flutti þá til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýs- ingum hjá vaktstjóra hjá Land- helgisgæslunni er ástand mann- anna talið gott þrátt fyrir volkið í sjónum. Eldur kom upp í bát rétt utan Garðskaga Eldur Tveimur bjargað úr sjónum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.