Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.07.2015, Blaðsíða 13
Púttað Skagamenn hafa forustu í harðri keppni um Húsasmiðjubikarinn. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Akurnesingar leiða í afar spennandi púttkeppni á milli Skagamanna og Borgnesinga og nærsveitarmanna, þegar tveimur mótum af þremur í Húsasmiðjubikarnum er lokið. Keppnin er haldin núna í þriðja sinn en Borgnesingar og nærsveitarmenn báru sigur úr býtum í fyrra og árið þar á undan. „Við ætlum að sjálfsögðu að tryggja okkur sigur í ár og leiðum eftir fyrstu tvær keppnir sumarsins og því hörkuspennandi keppni fram- undan hjá okkur 13. ágúst næstkom- andi en þá fer fram lokakeppni móts- ins á Akranesi,“ segir Þorvaldur Valgarðsson, formaður íþrótta- nefndar eldri borgara á Akranesi og fyrrverandi bóndi á Eystra-Miðfelli í Hvalfjarðarsveit. Keppt er í tvígang á Akranesi og einu sinni í Reykholtsdal í Borgar- firði á golfvellinum í Nesi, þar sem Bjarni Guðráðsson ræður ríkjum og hefur ásamt fjölskyldu sinni byggt upp myndarlegan 9 holu golfvöll. Það var Hannes Þorsteinsson sem hannaði þann völl og er hann sagður vera á pari við bestu golfvelli lands- ins. Fyrst og fremst að skemmta sér Einn keppandi sem blaðamaður Morgunblaðsins, sem var viðstaddur keppnina í Nesi, ræddi við sagði að um harða bæjarkeppni væri að ræða, þó ekki eins harða og í gamla daga þegar hnefar voru látnir tala á böll- unum í Logalandi. Á þeim tíma hafi hrepparígurinn verið meiri en í dag. „Við hittumst tvisvar í viku og æf- um okkur á Garðavelli enda keppnin hörð í ár og við ætlum að tryggja okkur bikarinn í fyrsta sinn. Það er þó rétt að taka það fram að keppnin fer fram í mesta bróðerni enda er þetta gert til þess að hafa gaman af,“ segir Þorvaldur. Áhuginn á keppninni er mikill en allt að 40 manns taka þátt í henni og gilda sjö bestu skor í hverju liði. Að keppni lokinni fá keppendur sér kaffi og með því en að lokinni keppni í Nesi, sem fór fram í blíðskaparveðri, var boðið upp á kaffisopa í Byrg- ishóli, golfskálanum hjá Bjarna Guð- ráðssyni. Hvíld Keppendur fara yfir skorkortið og safna kröftum milli leikja. Afar spennandi púttkeppni í Nesi  Skagamenn með forustu á mótinu FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur og vökvamótora Sala - varahlutir - viðgerðir                                     Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Skógræktarfélag Reykjavíkur vinn- ur að uppgræðslu og endurbótum á votlendissvæði í Einarsmýri í Esj- unni en verkið felst í að flytja núver- andi göngustíg til austurs yfir á melasvæði þar sem álagsþol er meira. „Um er að ræða vestari göngustíginn en hann liggur í gegn- um Einarsmýri og er orðinn mjög leiðinlegur að sjá,“ segir Magnús Bjarklind, hjá EFLU verkfræði- stofu og umsjónarmaður eftirlits verksins. „Lögð verður rík áhersla á að fella stíginn vel að umhverfi sínu og landslagi en markmiðið með fram- kvæmdunum er að bæta gönguleið- ina og auka þannig öryggi göngu- manna en jafnframt græða upp rof og álagsskemmdir í Einarsmýri og endurheimta staðargróður.“ Gönguleiðin upp að Steini í Esj- unni er gífurlega vinsæl og fer fjöldi fólks upp á hverjum degi á sumrin. Vinna Framkvæmdir við nýjan göngustíg í Esjunni eru hafnar og þeim á að ljúka í ágúst að sögn umsjónarmanns verksins frá EFLU verkfræðistofu. Unnið að lagningu nýs göngustígs upp Esju  Endurheimta á staðargróður í Einarsmýri í Esjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.