Morgunblaðið - 27.07.2015, Síða 17

Morgunblaðið - 27.07.2015, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 Skuggi af framtíðinni Margar af framtíðarstjörnum Íslendinga í fótbolta tóku þátt í ReyCup, alþjóðlegri knattspyrnuhátíð í Reykjavík, sem fór fram um helgina í Laugardalnum. Keppendur voru í þriðja og fjórða flokki drengja og stúlkna. Alls voru spilaðir 270 leikir á mótinu og 88 lið voru skráð til keppni, þeirra á meðal lið frá Grænlandi, Noregi, Danmörku og Englandi. Árni Sæberg Ríkisstjórnin þver- tekur fyrir að hún vinni að einkavæðingu heilbrigðisþjón- ustunnar. Það gerir hún hins vegar aug- ljóslega með verkum sínum. Hún skapar aðstæðurnar. Það er síðan annarra að nýta tækifærin, skora þegar gefið er fyrir markið. „Tækifæri fyrir hjúkrunarfræð- inga“ er heiti á nýlegri andheitri Fréttablaðsgrein Sigríðar Á. And- ersen, þingmanns Sjálfstæðisflokks- ins og fyrrverandi starfmanns Við- skiptaráðs Íslands, þeirra samtaka sem ötullegast hafa barist fyrir einkavæðingu innan velferðarþjón- ustunnar sem annars staðar. Sigríður segir að í uppsögnum hjúkrunarfræðinga felist ómæld tækifæri fyrir þá. Fram til þessa hafi „ekki verið um auðugan garð að gresja hér á landi fyrir þá sem hafi hug á að vinna við hjúkrun. Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt.“ Einkarekið sjúkrahús Leitið og þér munuð finna, er inn- takið í grein Sigríðar Á. Andersen sem telur að nú sé einmitt tækifæri til breytinga. Það eru orð að sönnu. Á undanförnum árum hefur verið þrengt að heilbrigðisþjónustunni og fólk streymir þaðan út, óánægt með kjör sín. Sem svar við ákalli Sigríðar er mætt á síður Morgunblaðsins önnur Sigríður. Það er Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri nýrrar lækninga- og heilsumiðstöðv- ar í Ármúla í Reykjavík sem ber nafnið Klíníkin. Fram- kvæmdastjórinn býður landsmenn velkomna í þessa einkareknu mið- stöð sem greinilega er vísir að einkareknu sjúkrahúsi. Okkur er sagt að þarna verði fjórar skurðstofur bún- ar fullkomnustu tækj- um „og eru aðstæður þær bestu sem völ er á í dag. Auk skurðlækna munu starfa reyndir svæfingalæknar og skurðhjúkrunarfræðingar á Klíník- inni.“ Framkvæmdastjórinn segir að þetta sé svipað fyrirkomulag og í Orkuhúsinu, Domus Medica, Glæsibæ, Mjódd og víðar. Þannig er gefið til kynna að ekkert sé í reynd að breytast. Vilja á markað Í mínum huga er engu að síður um grundvallarbreytingu að ræða enda er titill blaðagreinar Sigríðar Snæ- björnsdóttur, Tímamót í heilbrigð- isþjónustu. Stofnun fyrirtækisins sem hún er í forsvari fyrir er þó að- eins hluti af stærri mynd. Það er meira en táknrænt að í sama húsi og Klíníkin er heimaþjónusta Sinnum, hjúkrunarþjónusta Karitas og sjúkrahótel. Með þessu bjóðast margháttuð „samlegðaráhrif,“ segir framkvæmdastjórinn í grein sinni. Við höfum á undanförnum mán- uðum haft fréttir af margháttuðum braskáformum fjárfesta á sviði heil- brigðisþjónustu. Þar hefur gengið ötullega fram Ásdís Halla Braga- dóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ og síðar forstjóri BYKO. Þarna koma líka við sögu lífeyr- issjóðir okkar landsmanna. Það sem er að breytast er að í stað þess að læknar reki einkapraxís, hugsanlega saman í húsi, eru fjár- festar að koma inn í þessa starfsemi til þess að hafa af henni hagnað og „samlegðaráhrifin“ sem um er rætt eru smám saman að verða samlegð- aráhrif sjúkrahúss. Þannig upplýsir Sigríður Snæbjörnsdóttir okkur um að Klíníkin sé í eigu lækna og hjúkr- unarfræðings en 20% séu í eigu fjár- festa. Lífeyrissjóðir þrýsta á einkavæðingu Eftir því sem hlutur fjárfestanna eykst, þeim mun meira mun fara fyrir kröfum um arð út úr starfsem- inni. Það liggur í hlutarins eðli. Lífeyrissjóðirnir eru komnir á fulla ferð í þessari vegferð án þess að aðstandendur þeirra hafi tekið al- menna umræðu um þessa stefnu. Aðgangsharðast í þessu ati hefur verið Eva Consortium ehf., félag stofnað af stjórnarformanninum, fyrrnefndri Ásdísi Höllu, og Ástu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Formaður Sjálfstæð- isflokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, gerði Ástu nýlega að stjórnarformanni Fjármálaeft- irlitsins en við það tækifæri kynnti Ríkisútvarpið hana sem „fjárfesti á velferðarsviði“. Þessi fjárfestir á velferðarsviði á með öðrum orðum að hafa eftirlit með því hvað telst löglegt og siðlegt á fjármálamarkaði. Á vefsíðu Evu Consortium ehf. segir að í júní 2013 hafi fjárfestingafélagið Kjölfesta keypt 30% eignarhlut í EVU. „Meðal eigenda Kjölfestu eru 14 lífeyr- issjóðir og það er í takt við fjárfest- ingastefnu sjóðsins að fjárfesta í leiðandi félagi á velferðarsviði. EVA með starfsemi í gegnum Sinnum hefur vaxið stöðugt frá árinu 2008 en aðkoma Kjölfestu að félaginu felur í sér mikil tækifæri til enn hraðari uppbyggingar því auk kaupa á 30% hlut í félaginu felur samkomulagið við Kjölfestu í sér áskriftarloforð um viðbótarhlutafé inn í ný verkefni á næstu misserum. EVA hefur mjög metnaðarfullar hugmyndir um frek- ari uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða, sjúka og fatlaða …“ Tækifærið og tímamótin Nú gæti sem sagt draumur frjáls- hyggjunnar um alvöru markað á sviði sjúkdóma og lækninga verið að rætast. Ríkisstjórnin býður upp á tímamótin og Eva Consortium og Klíníkin upp á tækifærin! Á heima- síðu Evu má greina ánægju og gleði yfir þessari þróun og heilbrigðis- starfsmenn hvattir til að nýta tæki- færin eins og Sigríður Á. Andersen og fleiri skoðanasystkin hennar hafa hvatt til: „EVA hefur mjög metn- aðarfullar hugmyndir um frekari uppbyggingu á þjónustu fyrir aldr- aða, sjúka og fatlaða auk þess sem félagið vill stuðla að nánara sam- starfi ólíkra rekstraraðila á velferð- armarkaði. Eru áhugasamir aðilar um starfsemi á heilbrigðis- eða fé- lagssviði hvattir til að hafa sam- band …“ Ætlast til að ríkið borgi brúsann En þá er komið að ríkisbuddunni. Því öll þessi rausn er í boði skatt- greiðenda. Það erum við sem eigum að borga brúsann. Læknarnir fá greitt frá Sjúkratryggingum Íslands og öðrum aðilum „eftir því sem við á“. Ég hygg að framtíðarlandið í huga þeirra sem að þessum breyt- ingum standa sé sú hugsun að ríkið greiði grunninn en síðan verði opnað á viðbótargjald á grundvelli fram- boðs og eftirspurnar. Þar með væri komið kerfi sem raunverulega mis- munaði því skattgreiðandinn sæi um grunninn en efnafólk gæti síðan keypt sig fram fyrir og hugsanlega einnig notið betri þjónustu og að- stöðu. Ekki á okkar kostnað! Sjálfum finnst mér ekkert við það að athuga að læknar og hjúkrunar- fræðingar reki einkavædda þjón- ustu. Það er algerlega þeirra mál svo lengi sem þeir vilja ekki fá peninga frá mér og öðrum skattgreiðendum! Þá viljum við hafa hönd í bagga. Mér finnst ekki koma til greina að ein einasta króna fari til þess að búa til kerfi mismununar eins og einka- væddur sjúkrahúsrekstur á end- anum gerir. Verkefnið núna ætti að vera að treysta almannarekna þjónustu og vinda ofan af þeim notendagjöldum sem þar er að finna og eru þegar far- in að valda fólki verulegum vand- ræðum. Á slíkt er ekki bætandi. Eftir Ögmund Jónasson »Mér finnst ekki koma til greina að ein einasta króna fari til þess að búa til kerfi mis- mununar eins og einka- væddur sjúkrahús- rekstur á endanum gerir. Ögmundur Jónasson Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Gefið fyrir markið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.