Morgunblaðið - 27.07.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.07.2015, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 www.gulimidinn.is Hugsaðu um heilsuna Guli miðinn fylgir þér alla ævi Fæst í öllum helstu apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum frá upphafi MULTIDOPHILUS Meltingin, streita og taugarnar Stjórnvöld hérlendis hafa lýst því yf- ir að hér verði tekið á móti 50 flótta- mönnum samtals á þessu og næsta ári. Vandi þessa fólks kemur okkur öllum við. Okkur, þessari ríku þjóð, ber að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þessu fólki. Borgari. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Flóttamenn Á flótta Bréfritari fagnar komu flóttamanna. Stjórnendur Arion banka fá kaldar kveðj- ur í hvassri ádeilu Ró- berts Guðfinnssonar á bankann sem birtist á siglo.is þann 5. júní 2015. Ekkert heyrist frá eftirlitsaðilum þannig að annað hvort fer Róbert með stað- lausa stafi eða eftirlitið er í molum. Fréttablaðið birti 19. apríl 2015 á bls. 23 greinina „Bestu bankarnir“ þar sem Jónas Gunnar Einarsson, viðskipta- og stjórnunarfræðingur, fjallar um afkomu bankanna á Ís- landi og ber saman við banka á Norð- urlöndum. Arion banki er samkvæmt greininni með tuttugu og fimm sinn- um (2.500%) hærri arðsemi á eignir og sjö sinnum (700%) hærri arðsemi á eigin fé en Danske Bank. Ástandið innan íslenska bankakerfisins sam- kvæmt þessu virðist ekkert eiga skylt við bankarekstur nágranna- landanna. Hver er rótin að þessu „vitlausa og sálarlausa arðsem- isgræðgiástandi“ sem Jónas talar um? Svarið virðist vera skv. Jónasi: „Óhófleg arðsemisgræðgi með höf- uðáherslu á samfélagslegan heila- þvott sem leggur að jöfnu banka- rekstur og annan fyrirtækjarekstur sbr. viðtal við bankastjóra Arion banka (Viðskiptamogginn 11. mars 2015 á bls. 8-9) og blaðagrein Pat- ricks Jensens af síðum Financial Times (Viðskiptamogginn 30. apríl 2015 bls. 11).“ Varla er unnt að kom- ast betur að orði við að lýsa ástandi í bankamálum okkar skv. pistli Ró- berts. Jónas fjallar einnig um hvernig ís- lensku bankarnir ryksuga peninga af íslenskum almenningi og fyrir- tækjum sem séu þrælar „Sér-ís- lensku hávaxtanna og … kolólög- legra verðtryggðra lánasamn- inga …“ þar sem ekkert er hugað að samfélagslegum málum. Mörg atriði sem koma fram í grein Jónasar skýra mjög vel aðgerðalýsingar Róberts Guðfinnssonar hvernig Arion banki hirti AFL Sparisjóð. Eyjan/Pressan birtir 6. júlí 2015 greinina: „Bankarnir eru krabba- mein“ (http:// eyjan.pressan.is/ frettir/2015/07/06/ gunnar-smari- bankarnir-eru- krabbamein/ ). Þar er enn og aftur rakinn fjöldi atriða er varða hagnað íslensku bankanna umfram er- lenda banka og ofsa- gróða í íslenska bankakerfinu þar sem meðal annars er bent á að eigið fé bankanna hafi styrkst um 221 milljarð á rúmum sex árum og að um 135 milljónir renni daglega úr efna- hagslífinu inn í bankana. „Forsenda fyrir ógnargróða bankanna sé … að viðhalda óeðlilegri stöðu bankanna í efnahagslífinu …“. Bankarnir soga þannig til sín eign- ir landsmanna í samræmi við eld- gamla og aflóga löggjöf um nauð- ungasölur sem eru þannig að nánast er ógerningur að verjast nauðungar- sölu – og það jafnvel þótt bankinn hafi brotið gróflega gegn þolandan- um árum saman samanber Hæsta- réttardóm nr. 812/2013. Aðallega gera lögin ráð fyrir að þolandinn geti farið í skaðabótamál ef fjármála- stofnun brýtur á honum. Réttur þolandans til að fara í skaðabótamál við fjármálastofnun fyrnist hins vegar ekki og það má leiða líkum að því að jafnvel tugþús- undir skaðabótamála gætu risið í framtíðinni gegn bönkunum vegna vafasamra nauðgunarsöluaðgerða þar sem oftast nær hefur verið brotið á þolandanum sem neytanda. Flest þessara mála brjóta gegn evrópskum neytendarétti sem Ísland er aðili að. Allar nauðungarsölur eru því opin mál og endalaust lifandi í kerfinu þar sem svo virðist sem nauðungarsölu ljúki ekki og sé ekki endanleg fyrr en skaðabótamál gegn fjármálastofnuninni hefur farið fram. Bankarnir virðast ekki hafa lagt neitt fyrir í sjóðum til að takast á við þessi opnu kröfumál sem í tugþús- unda tali gætu fallið á þá hvenær sem er þar sem þeir hafa upp á sitt einsdæmi túlkað nauðungarsölurnar sem lokaþátt í innheimtu- og fulln- ustuferlinu. Miðað við grein Jónasar Gunnars þá lýkur þessum málum lík- lega aldrei. Fjölmiðlar hafa fjallað um að bankarnir hafi fengið íbúðalán lands- manna á hrakvirði eftir hrun þannig að svo virðist sem bankar hafi líklega hagnast á hverri nauðungarsölu að minnsta kosti 1000% til 2000% – (10 til 20 falt upphæð skuldar hverrar fjölskyldu við bankann) miðað við áætlað hrakvirði sem bankinn greiddi fyrir íbúðalánin. Þetta gæti mögulega skýrt meðal annars gríð- arlega ávöxtun Arion banka umfram ávöxtun Danske Bank. Um þessi fjármálamistök fjallar meðal annars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í pistli sínum 7. maí 2012: http:// sigmundurdavid.is/kostnadurinn-af- skadlegri-rikisstjorn/ og fjallar um sum af dýrustu mistökum fyrri stjórnvalda sem ekki verða end- urtekin – eða hvað? Samkvæmt ofangreindum blaða- greinum og pistlum þá virðist óstjórnleg græðgi hafa verið í gangi í íslenska bankakerfinu auk þess sem stjórnmálamennirnir létu plata sig hroðalega eins og rakið er í pistli Sig- mundar Davíðs. Allt eftirlit með þessum hörmungum virðist vera al- gerlega í molum. Þarf ekki að setja sérstakan 95% ofsagróðaskatt á yfirgengilegan hagnað fjármálastofnana sem hafa sogað til sín gríðarlegar fjárhæðir úr vösum landsmanna? Þarna væri kominn veglegur sjóður til að leggja í gott málefni svo sem að byggja taf- arlaust splunkunýjan Landspítala og hátæknisjúkrahús. Hvar er eftirlitið með arðsemi og fullnustumálum bankanna ? Eftir Sigurð Sigurðsson Sigurður Sigurðsson » Bankarnir leysa til sín eignir okkar samkvæmt úreltri lög- gjöf um nauðungasölur og lög um neytenda- vernd eru sniðgengin. Málið er tifandi tíma- sprengja. Höfundur er BSc MPhil bygg- ingaverkfræðingur. Árið 1965 gekk Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fram fyrir skjöldu og samdi við verkalýðs- hreyfinguna um byggingu 1.250 íbúða fyrir láglaunafólk í Breiðholti í Reykja- vík. Þær voru fyrir efnalítið fólk sem það gat keypt með áður óþekktum lánskjörum. Þetta voru bullandi sértækar aðgerðir sem margir embættismenn og sérfræð- ingar voru alfarið á móti. Og margir sjálfstæðismenn. En sá gamli hafði síðasta orðið og lamdi þetta í gegn. Svo segir Styrmir í bók sinni Sjálfstæðisflokkurinn, Átök og uppgjör, Veröld, Rvk. 2012. Og enn segir hann: „Á hverjum sunnudagsmorgni í margar vikur þetta vor og fram á sumar kom Guðmundur J. í heim- sókn að Marbakka í Kópavogi og ræddi við Rút um stöðuna í kjara- samningunum. Sjálfur lýsti Guð- mundur J. þessum heimsóknum á þann veg að hann væri að ganga í sunnudagaskóla til Finnboga Rúts. Niðurstaðan af samtölum þeirra varð sú að Rútur bað mig (sem orðinn var tengdasonur hans, þegar hér var komið sögu) að fara með tillögu til Bjarna Benedikts- sonar um lausn á samningunum á þeim grundvelli að ofangreindar íbúðir fyrir láglaunafólk yrðu byggðar.“ En Bjarni tók þessum tillögum strax vel segir þar. Þessi skemmtilega frásögn er skínandi fordæmi um viðræður hinna bestu manna bak við tjöldin til að leysa erfið mál. Nú er svo málum komið með hjúkrunarfólkið okkar að nú duga ekkert nema sértækar aðgerðir í anda gamla Bjarna Ben. og Hannibals, Björns Jónssonar, Gvendar jaka og þeirra félaga. Hækkun launa núna til hjúkr- unarkvenna um fleiri tugi pró- senta þýðir einfaldlega sprengingu í þjóðfélaginu. Nei, nú þarf aðrar nótur. Bjóða hjúkrunarkonum (og sjúkraliðum líka!) upp á góðan díl. Einn liður í því gæti verið sértækar lánaað- gerðir til kaupa á íbúðum með góðum lánakjörum. Líkt og þeir vinirnir gerðu forðum fyrir þá sem ekkert áttu. Nema þá bara byggðu þeir Breiðholtið. Í dag eru alls konar aðrar að- gerðir mögulegar í þeim efnum. Sérfræð- ingarnir munu auðvit- að hlæja slíkt út af borðinu. Það hafa þeir líklega einnig gert forð- um. En gamli Bjarni sá hvað klukkan sló. Nú slær óhug að mörgum við þeim tíðindum að hjúkrunarkon- urnar okkar ætli að flytja til Nor- egs eða annarra landa. Svo er ver- ið að leggja drög að því að flytja erlendar hjúkkur inn í staðinn! Hvers konar rugl er þetta? Auð- vitað er þetta ekkert annað en bil- un. Ef hægt er að koma í veg fyrir svona vitleysu með sértækum að- gerðum, þá það. Það er ekki leið- um að líkjast. En að skattyrðast í fjölmiðlum er sértæk aðgerð sem ekki gengur upp. Það þarf að prófa einhverjar aðrar aðgerðir í þaula. Viðræður hinna bestu manna bak við tjöldin við deilu- aðila er þrautreynd aðferð í Ís- landssögunni. Án þvingunar, dóms eða laga. Alþingi og ríkisstjórn virðast hafa klikkað alveg á þessu. Bara gerðardómur. Sáttanefnd með valdheimildir við hlið sátta- semjara var vonlaus. Nú þarf svo- lítið lag eins og menn notaðu á sínum tíma þegar allt var orðið vitlaust. Að ganga í sunnu- dagaskóla til Finnboga Rúts Eftir Hallgrím Sveinsson Hallgrímur Sveinsson » Viðræður hinna bestu manna bak við tjöldin er þrautreynd aðferð í Íslandssögunni. Án þvingunar, dóms eða laga. Gerðardómur er óyndisúrræði. Höfundur er bókaútgefandi og létta- drengur á Brekku í Dýrafirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.