Morgunblaðið - 27.07.2015, Qupperneq 21
betur og halda vel utan um
hópinn sinn. Það var styrkur
fyrir skólann að hafa Ingu
Siggu í öflugum og samhentum
starfsmannahópi Grunnskólans
á Ísafirði þar sem lagður var
grunnur að farsælli skólagöngu
nemenda og góðum námsár-
angri.
Í byrjun ágústmánaðar á síð-
asta ári vorum við hjónin svo
heppin að hitta Ingu Siggu og
Gumma Sala ásamt börnum og
tengdabörnum í Reykjanesi við
Ísafjarðardjúp þar sem þau
dvöldu yfir verslunarmanna-
helgina. Það var sterk upplifun
og ljúfsár að skynja samheldn-
ina og kærleikann í samskipt-
um fjölskyldunnar. Þá var Inga
Sigga söm við sig, rifjaði upp
minningar úr skólanum og
glettnar sögur m.a. af yngsta
syninum sem fannst hann líkj-
ast skólastjóranum þegar hann
mátaði jólafötin.
Á þessum erfiðu tímum vilj-
um við hjónin votta ástvinum
Ingu Siggu innilega samúð okk-
ar í sorg þeirra. Við þökkum
vináttu og góð kynni og geym-
um með okkur minningu um
einstakan kennara og góðan
vin.
Kristinn Breiðfjörð Guð-
mundsson, fv. skólastjóri
Grunnskólans á Ísafirði,
Elísabet Kristjánsdóttir,
barnabarn Sigurðar Saló-
monssonar úr Folafæti.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015
Atvinnuauglýsingar
! Raðauglýsingar
Tilboð/útboð
Skipholt 70
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bólstaðarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 70 við Skipholt. Í breytingunni felst að heimilt
verði að hækka bygginguna um eina inndregna hæð og innrétta íbúðir, breyta notkun 2. hæðar úr atvinnuhúsnæði
í íbúðir, hækka nýtingarhlutfall, setja svalir/svalagang út fyrir útmörk byggingarreits á vesturhlið byggingar ásamt því
að staðsetja flóttastiga út fyrir byggingarreit, breyta fyrirkomulagi bílastæða og inn- og útkeyrsla á lóð o.fl. Nánar um
tillöguna vísast til kynningargagna.
Suðurlandsbraut 8 og 10
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar, Hallarmúla, Vegmúla og Ármúla vegna lóðanna nr. 8 og 10 við
Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að byggingarreitir framhúsanna sem eru að hluta til sjö hæða og hluta til tveggja
hæða verða sjö hæða, sjöunda hæð verði inndregin og komið verði fyrir nýjum byggingarreit fyrir útbyggingu á 4. og
5. hæð á vesturhlið hússins á lóð nr. 10. Heimilt verður að byggja tengiganga milli húsa á efri hæðum, til þess að hægt
verði að tengja saman framhúsin. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Háteigsvegur 1 og 3
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits 1.244.2, Egilsborgarreits, vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Háteigsveg. Í breytingunni
felst að heimilt er að hækka núverandi byggingu um eina hæð, byggja eina hæð og kjallara að lóðamörkum norðan
við húsið fyrir verslun og þjónustu,
tilfærsla á byggingarlínum, aukning á byggingarmagni o.fl. Kvöð um holræsi og graftrarrétt á norðurmörkum lóðanna
nr. 1 og 3 fellur út. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
1.172.0 Brynjureitur, allur reiturinn
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi alls reitsins sem markast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg.
Í breytingunni felst að samræma þann hluta deiliskipulags Brynjureits, sem samþykkt var 2003 og 2006 þeim
deiliskipulagsbreytingum sem tóku gildi árið 2013, en breytingarnar náðu aðeins til lóðanna Laugavegs 23/ Klapparstígs
31, Laugavegs 27a/ Hverfisgötu 40 - 42 og Laugavegs 27b /Hverfisgötu 44. Helstu breytingar varða notkun þessara
lóða, þar sem stefnt er að því að fjölga íbúðum. Einnig eru skipulagsskilmálar alls reitsins endurskoðaðir og samræmdir.
Vegna laga um menningarminjar sem tóku gildi 1. janúar 2013 eru hús sem byggð voru fyrir 100 árum eða fyrr friðuð.
Því er nú gert ráð fyrir því að friðuðu húsin við Laugaveg 27 og 29 standi áfram, en heimilt verði að byggja á baklóðum
þeirra. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15
frá 27. júlí 2015 til og með 8. september 2015. Einnig má sjá tillögurnar á vefsíðunni, www.reykjavik.is, skipulag
í kynningu. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og
athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi
síðar en 8. september 2015. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.
Reykjavík 27. júlí 2015
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Auglýsing um breytingar á
deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru hér með
auglýstar tillögur að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík.
Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa, útskurður kl. 8.30-16. Stafaganga um
nágrennið kl. 11-11.40. Félagsvist með vinningum kl. 13.15.
Boðinn Félagsvist kl. 13.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga kl.
9.30-16, hádegismatur kl. 12, panta þarf með dags fyrirvara í s.
6171503, meðlæti með síðdegiskaffi selt kl. 14-16.
Gerðuberg Opnar vinnustofur kl. 9-15.30. Heitt á könnunni.
Gjábakki Handavinnustofan opin, hádegisverður kl. 11.40, lomber kl.
13, kanasta kl. 13.30
Gullsmári Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna kl. 13 og
félagsvist kl. 20.
Hvassaleiti 56-58 Opið kl. 8-16. Boðið upp á kaffi kl. 8.30-10.30.
Blöðin, taflið og púslið liggja frammi. Opið inn í handavinnustofu og
þrektækin á sínum stað. Minnum á netið og spjaldtölvuna. Hádegis-
verður kl. 11.30-12.30. Brids og frjáls spilamennska kl. 13. Kaffi og
meðlæti selt kl. 14.30-15.30.
Seltjarnarnes Tölvunámskeið í Mýrarhúsaskóla kl. 10. Vatnsleikfimi í
sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30. Skemmtiganga frá Skólabraut kl.
13.30. Kaffispjall í króknum á Skólabraut kl. 10.30.
Vesturgata 7 Félagsmiðstöðin Vesturgötu 7 verður lokuð vegna
sumarleyfa starfsfólks frá og með mánudeginum 22. júní. Opnum
aftur mánudaginn 27. júlí. Hárgreiðslustofan og fótaaðgerðarstofan
verða opnar.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Íþróttir
Verðlaunagripir -
gjafavara -áletranir
Bikarar, verðlaunapeningar, barm-
merki, póstkassaplötur, plötur á leiði,
gæludýramerki - starfsgreinastyttur
Fannar
Smiðjuvegi 6, Rauð gata
Kópavogi, sími 5516488
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
sendum með þessum línum Klöru
og fjölskyldu þeirra Guðmundar
samúðarkveðjur á örlagastund.
Svavar Gestsson.
Kveðja frá Eignarhaldsfélag-
inu Brunabótafélag Íslands
Fallinn er frá kær samstarfs-
maður, Guðmundur Bjarnason.
Hann kom inn í stjórn Brunabóta-
félagsins árið 1995 í kjölfar þess
að ný lög um EBÍ voru samþykkt
og var í stjórn þess allt til ársins
2011, þar af stjórnarformaður í 9
ár. Þetta var tími mikilla um-
skipta því nú voru það sveitar-
félögin sem fóru með stjórn fé-
lagsins. Því var mikill fengur að
Guðmundur, þá bæjarstjóri í Nes-
kaupstað, með mikil tengsl og
reynslu, skyldi koma inn í stjórn-
ina. Þetta voru umbrotatímar,
deilur sköpuðust um tilvist EBÍ
og þá skipti sköpum að hafa
reynslumikinn mann eins og Guð-
mund í stjórn með ákveðna fram-
tíðarsýn fyrir félagið. Á þessum
tíma var mótuð ákveðin stefna í
málefnum félagsins, ekki síst fyrir
tilstilli Guðmundar, sem enn er
unnið að.
Undirrituð tók við fram-
kvæmdastjórn EBÍ árið 2001 og
varð ég þá þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að starfa með Guð-
mundi, fyrst sem stjórnarmanni
og síðan í 6 ár sem stjórnarfor-
manni. Þetta var virkilega
ánægjulegt samstarf og alltaf var
Guðmundur til staðar ef á þurfti
að halda.
Guðmundur vann alla tíð ötul-
lega að málefnum Brunabóta-
félagsins og bar hag þess fyrir
brjósti. Hann viðhélt hinum ein-
staka „Brunabótaanda“ í störfum
sínum fyrir félagið og var öflugur
liðsmaður. Guðmundur var líka
skemmtilegur maður. Þær eru
ófáar skemmtisögurnar sem hann
hefur sagt okkur og á góðum
stundum var hann hrókur alls
fagnaðar.
Þó svo að Guðmundur hafi látið
af störfum fyrir Brunabót fyrir
fjórum árum þá fylgdist hann með
okkur og það sýnir nú best hversu
annt honum var um félagið.
Að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir það óeigingjarna starf sem
Guðmundur innti af hendi fyrir
EBÍ og þann góða hug sem hann
bar ávallt til þess.
Ég sendi Klöru og fjölskyld-
unni allri okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur á þessum erfiðu tím-
um.
Anna Sigurðardóttir.