Morgunblaðið - 27.07.2015, Síða 27

Morgunblaðið - 27.07.2015, Síða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 þessu hlutverki og búið fólk undir háskólanám og atvinnumennsku í tónlist. Langflestir tónlistarmenn á Íslandi hafa stundað nám við þá skóla. Ef að skólarnir tækju hönd- um saman um að stofna einn sterk- an skóla á framhaldsstigi sem myndi bjóða upp á nám í klassískri sem og rytmískri tónlist held ég að það myndi styrkja stöðu framhalds- náms í tónlist á Íslandi til muna og skapa áhugaverða námsmöguleika fyrir efnilega tónlistarnemendur. Slíkur skóli myndi stuðla að öflugu tónlistarlífi á Íslandi til frambúðar.“ Aðspurð hvort Freyja haldi að það verði einhvern tíma, segir hún að það sé vel mögulegt. „Til allrar hamingju hefur tónlistarmenntun verið fremur almenn á Íslandi fram til þessa, en það hefur verið skorið gríðarlega mikið niður, sérstaklega hvað varðar framhaldsstigið. Staðan hefur versnað til muna á síðustu ár- um sérstaklega eftir að samkomu- lagið um eflingu tónlistarnáms var gert. Það væri í raun og veru blekk- ing að segja að kerfið virkaði eins og það er núna. Þess vegna verðum við að bregðast við og sjá til þess að okkar efnilegustu tónlistarnem- endur fái þá menntun sem þeir eiga skilið. Þessir nemendur hafa setið eftir á síðustu árum og smám saman hefur námið rýrnað. Ritgerðin snýst að hluta til um það, hvernig við get- um undirbúið þessa nemendur vel og byggt upp gott nám á framhalds- stigi.“ Hver var ástæðan fyrir þessum breytingum 2011? „Eftir hrun var mikill niður- skurður. Það var skorið niður um 30 prósent til tónlistarskólanna, þannig að við verðum að átta okkur á því að staðan var mjög slæm áður en sam- komulagið var gert. Ein megin- ástæðan fyrir þessu samkomulagi voru átthagafjötrar. Nemendur gátu ekki stundað tónlistarnám nema í sinni heimabyggð. Hver nemandi varð því að semja sér- staklega við sitt sveitarfélag til þess að geta komið til Reykjavíkur til að stunda framhaldsnám í þessum skólum sem sérhæfðu sig í fram- haldsstiginu. Þetta hafði valdið gríð- arlegum erfiðleikum á árunum þar á undan og samkomulagið átti að af- létta þessum vistarböndum svo nemendur gætu komið til Reykja- víkur og stundað nám óháð því hvar þeir ættu lögheimili. Annað mark- mið með samkomulaginu var að bæta upp þann niðurskurð sem hafði orðið á árunum á undan. En við verðum að átta okkur á því að málefni tónlistarskólanna eru lögum samkvæmt á framfæri sveitarfélag- anna og ríkið lítur ennþá svo á. Þessi aðkoma ríkisins átti að vera til þess að létta af þessum átthaga- fjötrum, bregðast við almennum niðurskurði og til þess að efla tón- listarnám í landinu.“ En hefur þveröfug áhrif? „Já. Ástæðan fyrir því er þessi ólíki skilningur sem ríkið og Reykjavíkurborg leggja í sam- komulagið. Þetta virðist hafa verið unnið svolítið hratt og ekki nógu vel. Sem fyrr segir: Strax sama haust og samkomulagið er gert leggur Reykjavíkurborg þann skilning í málið að ríkið hafi tekið yfir fram- haldsnám í tónlist á meðan að ríkið leit svo á að þetta var bara aukið fjármagn sem það setti í málaflokk- inn til þess að styrkja hann. Í raun og veru kemur strax fram þessi ólíki skilningur. Allar götur síðan hafa ríki og borg tekist á um þetta. Fjór- um árum síðar hefur ekki enn feng- ist lausn á þessu máli. Á meðan fjár- hagsleg ábyrgð á kennslukostnaði á framhaldsstigi hefur ekki verið skil- greind er rekstur þeirra skóla sem sérhæfa sig í kennslu á framhalds- stigi í tónlist í uppnámi og framtíð þeirra óörugg. Ef þetta verður ekki skýrt í náinni framtíð er líklegt að ekki verði áfram rekstrargrundvöll- ur fyrir skólunum nema í mjög breyttri og fátæklegri mynd.“ Rekur eigið útgáfufyrirtæki En að þér. Ertu ekki með útgáfu- fyrirtæki, sem þú stofnaðir sjálf, stýrir og rekur? Sérðu um allar hliðar? „Ég stofnaði útgáfufyrirtæki í Berlín og hef gefið út nokkra diska. Ég sé um allan rekstur, dreifingu og annað sem snýr að útgáfunni. Út- gáfan kallast Tjara.“ Hvaðan kemur það nafn? „Það var nú bara skemmtilegt nafn, eitthvað sem hljómar vel á ís- lensku og þýsku. En ég átti líka kött sem hét Tjara og var mikil príma- donna.“ Hvenær stofnarðu Tjöru? „Það var um 2009. Ég var að fara að gefa út geisladisk með tríóinu mínu í félagi við Hönnu Dóru Sturludóttur og Daníelu Hlinkovu, en þeir útgáfusamningar sem okkur stóðu til boða voru afleitir. Það er oft raunin, maður afsalar sér rétt- indum á upptökunum. Það var þá betra að gefa út sjálfur og hafa alla þræði í hendi sér. Það hefur gengið vel og verið mjög lærdómsríkt að vinna hvert og eitt skref við útgáf- una sjálfur.“ Finnur maður fyrir því í klass- ískri tónlist líkt og annars staðar að fólk sækir sér tónlist rafrænt af net- inu? Selur jafnvel. Eða gilda aðrar reglur þegar farið er út fyrir popp- kúltúrinn? „Plötusala í klassískri tónlist er kannski ekki mjög mikil. En þetta er mikilvægt, bara eins og að hafa nafnspjald til að geta kynnt sig þeg- ar maður er að spila. Þá getur mað- ur gefið eða selt diska þegar maður er að halda tónleika. En við treystum ekki á mikla sölu. Þetta hefur verið skemmtilegt samvinnuverkefni milli nokkurra tónskálda, hljóðfæraleikara og flytj- enda. Þetta hefur verið mjög áhuga- vert verkefni. En þetta er ekki mjög gróðavænlegt.“ Vinnur áfram með verkefnið Hyggstu gera eitthvað meira úr ritgerðinni? „Nú er ég að vinna grein upp úr ritgerðinni um íslenska tónlistar- klasann, í samstarfi við Runólf Smára Steinþórsson deildarforseta viðskiptafræðideildar Háskóla Ís- lands. Hún mun birtast í tengslum við Þjóðarspegilinn nú í haust. Í ritgerðinni er íslenskt tónlistar- líf greint út frá kenningum um klasa, það er hvernig fyrirtæki og stofnanir innan tónlistariðnaðarins tengjast og hvernig þau geta unnið saman að því að styrkja tónlistar- lífið í heild og auka samkeppnis- hæfni íslenskra tónlistarmanna al- þjóðlega. Þar skiptir menntakerfið vissulega miklu máli. Svo vonast ég auðvitað til þess að ritgerðin nýtist við frekari stefnumótun í málefnum framhaldsmenntunar í tónlist á Ís- landi.“ Komstu að einhverri niðurstöðu í lokaverkefninu þínu? „Þær eru nú ýmsar. Ég set þær þó einkum fram í formi stefnumót- unar um framhaldsmenntun í tón- list. Þetta eru því hugmyndir að ýmsum umbótum í menntamálum, meðal annars að aukinni samvinnu og verkaskiptingu milli skóla sem sérhæfa sig í framhaldsnámi í tón- list. Einnig legg ég til ýmsar endur- bætur á háskólanámi í tónlist hér á landi. En það yrði of langt mál að telja það allt upp hér.“ Að lokum spurði blaðamaður hvað væri á döfinni hjá Freyju og fékk þau svör að hún væri að taka við sem fræðslustjóri hjá Félagi ís- lenskra hjómlistarmanna, og hún hlakkaði mikið til að takast á við ný verkefni þar. „Það felur til dæmis í sér að móta menntastefnu hjá félag- inu og vinna bæði að skólamálum og kjaramálum. Að vinna að hags- munum tónlistarmanna og mennta- málum á sviði tónlistar. Svo held ég áfram að kenna í Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem ég er með frá- bæran nemendahóp sem ég hlakka til að hitta í haust.“ Morgunblaðið/Golli Samfélagsleg ábyrgð Freyja temur nemendum sínum að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélagið sem þeir búa í.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.