Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Síða 101
II
Einn flokkur sálma Lúthers er sálmar hans út af þáttum kristinna fræða eða
katekismans, þ.e. boðorðunum, trúarjátningunni, Faðir vori og sakramentum
skírnar og heilagrar kvöldmáltíðar. Hann orti tvo sálma út frá boðorðunum
árið 1524 sem fjallað verður um hér á eftir og sama ár sálm út frá trúarjátn-
ingunni. Sá sálmur, Wir glauben all an einen Gott, varð snemma hluti lúth-
erskrar messu og sunginn sem trúarjátning á sunnudögum og er enn í íslensku
sálmabókinni nr. 225.6 7 Þá orti hann tvo sálma út frá heilagri kvöldmáltíð og
urðu báðir hluti lútherskrar messu. Annar, Jesus Christus unser Heiland, der
von uns, er enn í íslensku sálmabókinni nr. 237, Jesús Kristur lífsins ljómi, en
hinn, Gott sei gelobet und gebenedeiet, hvarf úr íslenskum sálmabókum með
Grallaranum. Sálmur Lúthers út frá Faðir vori, Vater unser im Himmelreich,
var snemma þýddur á íslensku en hvarf með Grallaranum. Lagboðinn Faðir
vor sem á himnum ert var hins vegar mjög vinsæll og hefur verið algengur á
Islandi fram til vorra daga. Sálmurinn um skírnina, Christ unser Herr zum
Jordan kam, var í Sálmabók Guðbrands 1589 og öllum útgáfum Grallarans frá
1594 en hvarf þá úr sálmabókum/
Og þá að boðorðasálmum Lúthers. Þeir eru tveir. Annar er langur og telur
tólfvers en hinn er styttri og er aðeins fimm vers. Báðir sálmarnir eru ortir und-
ir sama bragarhætti sem er raunar sami hátturinn og á jólasálmi Lúthers Heiðra
skulum vér Herrann Krist.8 Lúther setti samt sem áður ekki sama lag undir
boðorðasálmana og jólasálminn heldur önnur lög og þar með á mismunandi
tónlist að tjá mismunandi inntak í hverjum sálmi. I útgáfu Sálmabókarinnar
á Islandi 1772, sem nefnd hefur verið Höjuðgreinabók, er lengri boðorðasálm-
urinn og lagboðinn Heiðra skulum vér Herrann Krist gefinn upp.9
Lengri boðorðasálmur Lúthers hefst á orðunum Dies sind die heiligen zehn
Gebot og gefur með því til kynna að hann geymi boðorðin tíu sjálf en sé ekki
útlegging þeirra eða fjalli um þau. I frumtextanum er sálmurinn á þessa leið:10
6 Sjá grein mína „Trúarjátningarsálmur Lúthers á íslandi.“ Brageyra léð Kristjáni Eiríkssyni sextugum 19. nóvember
2005. Reykjavík. Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen. S. 19-25.
7 Eitt vers birtist í Sálmabók 1871 nr. 342, Einsamalt vatnið augun sjá.
8 Um þann sálm sjá grein mína „Heiðra skulum vér Herrann Krist“ - Um jólasálm Lúthers. Studia theologica isl-
andica — Ritröð Guðfraðistofhunar 21 2005, s. 9-26.
9 Höfuðgreinabók 1772 s. 106.
10 Jenny 1985, s. 149-152.
99