Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 123
eða á mörkum hans og „tímaleysunnar“ eða eilífðarinnar. Skárderud bendir á
að afstaða fólks til hins eðlisfræðilega tíma geti verið með tvennu móti - það
telji sig hafa nægan tíma eða lítur svo á að það „hafi ekki tíma“ eða „ hafi
engan tíma“ sem merkir að því finnst það ekki hafa náð markmiðum sem það
hefur sett sér fyrir afmarkaðan tíma (vinnudag eða hluta hans), lítur svo á að
það sé orðið of seint og að ómögulegt sé að ljúka ætlunarverki. Skárderud skil-
greinir hinn tilfmningalega upplifaða tíma með öðru móti en gert var hér að
framan með tilvísun til kairósar-\\ugtaksins. Hann lætur nægja að benda á að
afstaða einstaldinga til tímans sé ætíð gildishlaðin og mögulegt sé að ræða um
illan og góðan tíma. Ræðst það mat að verulegu leyti af því til hvers fólk ver
tímanum og hvort það sé frjálst að því eða ekki. Út frá þessum tveimur grunn-
sjónarhornum á tímann greinir Skárderud síðan milli ferns konar „tíma“ eða
tímaupplifana. Hér er þó ekki um afstöðu til tímans eins og sér að ræða heldur
skipta miklu máli tengsl einstaklinga við eigin tilfinningar og sjálf, verkefni
sín, sem og annað fólk.23 Upplifunin af tímanum byggist því að nokkru leyti
á sýn einstaklingsins á lífið og tilgang þess almennt og hefur bæði sálfræðilega
og félagslega vídd. Flokkun Skárderuds er eftirfarandi:
Góður/skammur Þannig líta þeir á sem eru uppteknir, hafa lítinn tíma
en líður vel við þær aðstæður vegna þess að þeir koma miklu í verk, skynja
tilgang í því sem þeir gera og viðfangsefni þeirra í starfi eða leik eru marg-
breytileg og að einhverju leyti sjálfvalin. Hástig þessa ástands er skapandi and-
artakið þegar einstaklingurinn verður fyrir nýrri reynslu, gerir nýjar uppgötv-
anir eða tekur eitt skref í viðbót á þekkingar- eða þroskabrautinni. Við þessar
aðstæður gleymir einstaklingurinn oft stund (tíma) og stað (rúmi) og tíminn
þýtur hjá eins og örskot. Tímaskortur við þessar aðstæður er ekki skaðlegur í
sjálfum sér til dæmis sem streituvaldur. Hin jákvæða tilfinningalega afstaða
til tímans kemur í veg fyrir það. Þá sem búa að staðaldri við þessar aðstæður
kallar Skárderud „tímaaðal“ og vissulega er þar um forréttindahóp að ræða, þar
sem hin tilfinningalega afstaða ein og sér nær tæpast að skapa þessa afstöðu til
tímans heldur verða lífsskilyrði, skyldur og verkefni einstaklingsins einnig að
vera með sérstökum hætti.25
Vondur/skammur tími: Þessi flokkur lýsir afstöðu þeirra sem misst hafa stjórn á
23 Skárderud 2004, s. 233.
24 Með „skömmum tíma“ er hér átt við upplifaðan skort á tíma, þ.e. huglæga afstöðu en ekki fyrst og fremst því að
tíminn sé afmarkaður af ytri aðstæðum, stundatöflu eða tímaáætlun af öðru tagi.
25 Skárderud 2004, s. 230-231.