Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 124
tíma sínum eða streða við ófullnægjandi aðstæður við óverðug verkefni. Þetta
er ástand sem kann að enda í alvarlegu streituástandi ef einstaklingurinn skynj-
ar ekki tilgang í því sem hann ver tíma sínum til eða býr við aðstæður sem valda
því að verkefnum verður ekld lokið þannig að það uppfylli kröfur eða fullnægi
einstaklingnum. Þetta kann að einkenna afstöðu þess sem vinnur að einhæfum
verkefnum undir miklu tímaálagi þar sem krafist er hámarksafkasta eða þar
sem of beint samband er milli launa og afkasta en síður er tekið tillit til gæða
vinnunnar. Þessi afstaða til tímans veldur þvf m.a. að einstaklingar brenna
upp eða kulna í starfi. Hættuástandið felst í að saman fari skortur á tíma og
neikvæð upplifun af tímanum.26 Fólk leitar undankomu eða hælis frá tíma sem
þessum jafnvel þótt það hæli kunni að vera bráðamóttaka á geðdeild.
Vondur tími/langur tímr.27 Hér er lýst afstöðu þess sem nauðugur hefiir verið
settur til hliðar, kippt út úr hverdagslegu ástandi sínu. Hér má til dæmis nefna
hinn atvinnulausa, sjúka eða þunglynda en oft helst þetta allt í hendur. Tími
af þessu tagi er andstæða hins skapandi tíma og kann meðal annars af þeim
sökum að virðast standa í stað, vera eilífur í neikvæðri merkingu. Sú tilfinn-
ing getur leitt til streitu og álagseinkenna ekki síður en ef tíminn upplifist of
skammur. Þetta er afstaða þess sem leiðist. Leiði stafar þó í sjálfú sér ekki af því
að þeim sem leiðist hafi of lítið að gera. Vandinn felst í því að hann er ósáttur
við sjálfan sig eða þær aðstæður sem hann býr við. Þetta er líka tími sem talað
er um að „drepa“ og það er gert með mismunandi hætti. Að leggja kapal er
saklaust vopn gegn slíkum tíma, algengara er að sjónvarp sé notað til varnar
vondum/löngum tíma. Vímugjafar eru einnig notaðir í baráttunni við tíma af
þessu tagi.28 Fólk reynir að forðast eða flýja þennan tíma hvort sem flóttinn
felst í neyslu, sjúkdómum eða sálrænum viðbrögðum.
Og loks:
Góður/langur tími: Þetta er það ástand sem flesta dreymir um. Tími sem mögu-
legt er að verja til fúllnægjandi verkefna án kröfú um afköst. Þetta er tími hvíld-
ar og leiks, líkamlegrar og andlegrar uppbyggingar. Tími til þessa að vera, vera
maður sjálfúr eða vera á eigin forsendum. Sumarfrí er dæmi um slíkan tíma.
Hátíðir flokkast einnig undir tíma af þessu tagi. Þær væntingar, siðir og venjur
sem tengjast hátíðum, einkum jólum, eru táknmyndir þessa tíma og tæki til
að afmarka hann, ganga inn í hann og komast sem fyrst í það hugarástand sem
skapar slíkan u'ma. Þrátt fyrir að þessi tími líði á sama hraða eðlisfræðilega séð
og allur annar tími er tilfinningin oftast sú að hann líði hraðar en hversdag-
urinn. Það er síðan undir hælinn lagt hvort eða hvenær fólk upplifir tíma af
þessu tagi. Hátíð getur til dæmis hverfst yfir í andstæðu sína („vondan/langan“
tíma) ef einstaklingur býr við einmanaleika, skort eða getur af öðrum ástæðum
26 Skárderud 2004, s. 232.
27 Með „löngum tíma“ er hér átt við að einstaklingurinn upplifi umframtíma þegar öðrum en að meira eða minna
sjálfvöldum verkefnum er lokið. Hér er því um huglæga afstöðu að ræða sbr nmgr. 23.
28 Skárderud 2004, s. 232-233. Sjá Sáfsten 2005, s. 42-43.
122