Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Qupperneq 125
ekki látið hugmyndir sínar um hátíð eða annan „góðan/nægan“ tíma verða að
veruleika. Slík tilfinning kann að vera sjálfsprottin til dæmis þegar meira er
lagt upp úr ákveðnum hefðum (t.d. gjöfúm, þrifum eða fjölskylduboðum um
jól) en eigin áhugi segir til um. Rauðu dagarnir í dagatalinu eru því ekki trygg-
ing fyrir því að við lifum í raun hinn „góða/langa“ tíma.29 Þá hafa rannsóknir
sýnt að sumarleyfi geta verið sá tími sem mest reynir á fjölskyldur og önnur
náin persónuleg sambönd þar sem venjur hverdagsins riðlast, samveran verður
dýpri og varanlegri en í annan tíma og tengslabrestir koma betur í ljós en ella.
Heimurinn er þrátt fyrir allt brotinn.30 Við kunnum því að vera útilokuð frá
hinum „góða/langa“ tíma (í huglægri merkingu) að meira eða minna leyti og
um lengri eða skemmri tíma (í eðlisfræðilegri merkingu).31
Sænskur sérfræðingur á sviði endurhæfingarrannsókna, Bodil Jönsson, hefur
einnig fengist við tilfinningalega afstöðu til tímans og áhrif hennar á velferð
fólks.32 Hún setur líka fram greiningu á tímanum í fjóra flokka en út frá öðru
sjónarhorni en Skárderud. Fiokkun hans byggist á aðstæðum fólks og tilfinn-
ingalegri afstöðu til þeirra. Jönsson gengur fremur út frá því hvernig tímanum
er varið og ræðir um umþóttunartíma, uppsafnaðan tíma, hvíldartíma og ó-
tíma. Þá nær flokkun hennar ekki yfir allan tíma heldur einkum þann sem varið
er inni á heimili.33 Með umþóttunartímanum er átt við tíma sem notaður er til
að skipta um verkefni eða fara úr einu tilverurými (t.d. vinnustað) yfir í annað
(t.d. heimili) eða einni tímavídd yfir í aðra, t.d. ljúka vinnu og fara í frítíma.34
Uppsafnaður tími er sá tími sem einstaklingur ver til að búa í haginn fyrir sjálfan
sig og býr að síðar, t.d. tími sem notaður er til að byggja upp heimili og breyta
því.35 Hvíldartíminn er sá tími sem varið er til að gera það sem einstaklingurinn
29 Skárderud 2004, s. 232-233.
30 Með „brotnum heimi“ er hér átt við að sá heimur, það félagslega umhverfi, lífshættir og samskiptahættir sem við
búum við, flokkast ekki undir það sem flestir gætu hugsað sér sem „hinn besta heim allra heima“. Sjá Voltaire
1973, s. 32. Með tungutaki trúarinar má segja að við lifúm eftir syndafallið.
31 Heil bókmenntagrein hefúr sprottið upp þar sem gildi þess að lifa annað tveggja hinn „góða/skamma“ tíma eða
hinn „góða/langa“ tíma er boðað. Þar er gildi þess að vera ítrekað, sem og bent á hvernig fólk sem á við álagstengd
heilsuvandamál að etja geti leyst vanda sinn. Skárderud 2004, s. 230-231. Sjá Sáfsten 20005, s. 44, 45. Þrátt
fyrir gagnrýnin ummæli Skárderuds má líta á tilvitnað rit hans sem dæmi um slíka bók. Sem dæmi má einnig
nefna Wikström 2001 sem varð metsölubók, Björklund 2003 og Hellsten 2001. Hér eru aðeins nefnd dæmi
sem höfundur hefur á takteinum. Aukinn áhugi á dulhyggju miðalda og mörgum nýjum greinum trúariðkunar
{spiritualitets) vitnar um sömu viðleitni við að skapa hinn „góða/langa“ tíma.
32 Jönsson 2004a, s. 135-136.
33 Hér er um lauslegar þýðingar að ræða en flokkar Jönsson nefnast stálltid, konserverad tid, revirtid og o-tid.
Jönsson 2004a, s. 27.
34 Jönsson 2004a, s. 27.
35 Jönsson 2004a, s. 27-28.