Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 129
miklu leyti sem mögulegt er að efla þetta huglæga ástand með félagslegum
aðgerðum. Því er litið svo á að það sé ein af skyldum velferðarsamfélagsins
að skapa öllum borgurum sínum vettvang til þess að ná því takmarki. Án
reglubundinnar upplifunar af „góðum/löngum“ tíma er heilsa einstaklinga
í húfi, velferð fjölskyldna stefnt í voða, boðið upp á ofneyslu vímugjafa og
margs konar félagslegan vanda sem stríðir gegn hugsjóninni um velferð öllum
til handa.
Ábyrgð einstaklinga er þó einnig mikil í þessu efni. Þeir þurfa að finna þörf
sína fyrir að upplifa þá vídd tímans sem hér um ræðir, skapa getu til að stilla
sig á bylgjulengd hennar og verða sér út um leiðir til þess. Þar koma ýmsar
hefðir og venjur til sögunnar en einnig bókmenntir, listir, útivera, göngur,
íþróttir og tómstundagaman. Þá gegna ýmsar stofnanir mikilvægu hlutverki
í að leiða fólk inn í hinn „góða/langa“ tíma, kirkjur og trúfélög, menning-
arstofnanir, fjölmiðlar, skólar en ekki síst heimilin sem eiga að vera sérstakur
vettvangur „góðs/langs“ tíma og leggja grunn að því að uppvaxandi kynslóðir
öðlist dómgreind og færni til þess að skapa sér hann.
Það sem trúarlega hlutlaust ríki getur lagt af mörkum í þessu efni er að
tryggja öllum borgurum sínum rétt til reglubundins og nægilegs hvíldartíma
er skapi einstaklingunum næði til að stilla sig inn á hinn „góða/langa“ tíma
bæði með reglubundnum hvíldartímum og lengri fríum. Slíkan rétt þarf að
skilgreina með lögum sem einstaklingsbundnir eða sameiginlegir samningar
geta ekki skert. Þessi réttur þarf einnig að ná til erlends farandverkafólks líkt
og hvíldardagsboð ísraelsmanna hinna fornu náði jafnt til þeirra sjálfra og út-
lendinga sem bjuggu meðal þeirra. I fjölhyggjusamfélagi þarf einnig að tryggja
að enginn þurfi að vinna á tíma sem telst helgur samkvæmt þeim sið sem við-
komandi játar án þess að kjör hans eða réttindi skerðist enda falli frítími vegna
þessa innan almennra ramma um hvíldar- og frítíma.
Að þessum skilyrðum uppfylltum má líta svo á að skyldum velferðarsam-
félagsins sé fullnægt og frekari aðkoma þess, t. d. með lögum um helgidaga-
frið sé óþörf ef ekki andstæð hugsjóninni um trúfrelsi, jafnræði og trúarlega
hlutlaust ríkisvald. Þó má færa félagsálfræðileg rök fyrir að svo sé ekki. Hinn
„langi/góði“ tími er viðkvæmur og hætt er við að flestum reynist torvelt að
ganga inn í hann og njóta hans nægilega án þess að í samfélaginu sé að finna
ramma sem skapa svigrúm til þess og aðferðir til að hægja á samfélaginu,
127