Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 136
r
Krossfestingin til forna
Af umfjöllun um krossdauða Krists hefur oft mátt ráða að hann hafi átt sér
fáar ef nokkrar hliðstæður. Rannsóknir á samtímaheimildum leiða aftur á
móti í ljós að krossfestingin var útbreidd aftökuaðferð til forna, var meðal
annars mikið notuð af Rómverjum.1 Þeir notuðu hana sem póltíska og hern-
aðarlega refsingu, einkum í fælingarskyni, til þess að stuðla að ró og friði í
ríkinu og koma í veg fyrir uppreisnir. Af þessum sökum fór krossfestingin
gjarnan fram á fjölförnum stöðum. Hér var um óvenju hrottalega dauðarefs-
ingu að ræða, sem venjulega átti sér stað í kjölfar pyntinga, til dæmis hýðingar.
I Rómaveldi var hún einkum notuð á sérstaklega hættulega afbrotamenn og
meðlimi lægstu stétta þjóðfélagsins. Krossfestingin var til marks um grimmd
stjórnvalda og fullkomna auðmýkingu fórnarlambsins, sem oft var látið hanga
nakið á krossinum svo dögum skipti, þar sem það var auðsótt bráð fyrir villi-
dýr og hrægamma.2 Meðal Gyðinga var sérstök bölvun auk þess talin fylgja
krossfestingunni, eða eins og segir í 3. kafla, 13. v. Galatabréfsins: „... því að
ritað er: Bölvaður er hver sá, sem á tré hangir.“3
I þessu trúarlega og sögulega samhengi ber að skoða krossfestingu Jesú
Krists, en hann var af andlegum og veraldlegum leiðtogum talinn ógna friði
á páskahátíðinni í Jerúsalem. Leiðtogar Gyðinga sökuðu hann um guðlast og
fyrir þær sakir var hann handtekinn og leiddur fyrir öldungaráðið sem komst
að þeirri niðurstöðu að hann væri dauðasekur. Þar sem Gyðingar höfðu ekki
vald til þess að taka hann af lífi, fóru þeir með hann til Pílatusar sem síðan
dæmdi hann til dauða fyrir landráð. Kristur hlýtur að hafa haft mikið fylgi
á meðal fólksins í Jerúsalem, úr því Pílatus hafði fyrir því að láta krossfesta
hann. Af sömu ástæðum þurfti handtakan að eiga sér stað að nóttu til, svo að
múgurinn næði ekki að koma í veg fyrir hana.4
I guðspjöllunum er lítið sagt um framkvæmd krossfestingarinnar eða með-
ferðina sem Kristur fékk í aðdraganda hennar. Það er þó ástæða til að árétta að
hér var um hrottalega aftökuaðferð að ræða og samkvæmt samtímaheimildum
1 Varðandi hlutverk og merkingu krossfestingarinnar til forna, sjá bók Martin Hengel Crucifixion, sem kom út í
enskri þýðingu John Bowden 1977.
2 Hengel 1977, 86-88.
3 Hér er vitnað í ákvæði í 5. Mósebók 21.23.
4 Fredriksen 2004, 39.
134