Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 138
Kristur sigurvegari
Leitin að trúverðugri túlkun á þjáningu og dauða Jesú Krists hélr áfram efrir
ritunartíma Nýja testamentisins eins og tvö þúsund ára saga kristinnar hefðar
ber vitni um. í bók sinni Christus Victor, sem kom út í enskri þýðingu árið
1930, setti Gustav Aulen fram hugmyndir sínar um hina klassísku hjálpræð-
iskenningu, sem hann taldi að hefði verið ríkjandi innan kristinnar hefðar
fyrsta árþúsundið, eða allt þar til kenningar Anselms og Abelards komu til
skjalanna á 12. öld.7 Aulen hélt því ennfremur fram að hin klassíska kenning
um Krist sigurvegara (Christus Victor) hefði verið endurvakin af Lúther á 16.
öld og síðan aftur í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar vaxandi svartsýni
gætti á möguleika hins vestræna heims til að halda illskunni í skefjum. Þó
að deilt hafi verið um hversu trúverðugar hugmyndir Aulens séu, og þá sér-
staklega réttmæti þess að telja kenninguna um Christus Victor hina klassísku
kenningu fornkirkjunnar, þá er ljóst að hugmyndir hans höfðu mikil áhrif á
alla umræðu um hjálpræðiskenningar kristninnar langt fram eftir 20. öldinni.
Ahrif hugmynda Aulens ráðast án efa mikið af því að hann kemur fram með
þriðja valmöguleikann, einmitt þegar kenningar Anselms og Abelards sættu
vaxandi gagnrýni, en um langa hríð höfðu þær verið taldar tvær helstu túlk-
unarleiðirnar.8
Hvort sem kenningin um Christus Victor var ríkjandi innan fornkirkjunnar
eða ekki, þá er engum vafa undirorpið að hugmyndin um sigur Krists yfir
djöfli, synd og dauða var mjög áhrifamikil innan kirkjunnar fram eftir öld-
um.9 Þessi kenning gengur út frá því að mannkynið sé á valdi hins illa eftir hið
svokallaða „syndafall“, sem sagt er frá í þriðja kafla fyrstu Mósebókar og vísar
til þess þegar Adam og Eva óhlýðnust Guði í aldingarðinum Eden og „féllu
í synd“. Það var síðan hlutverk Krists að leysa mannkynið undan því valdi
sem Adam og Eva kölluðu yfir það. Kristur er í þessu samhengi lausnargjaldið
(e. ransom) sem Guð greiddi hinum illa til lausnar mannkyninu.10 Nokkrar
líkingar voru notaðar til útskýringar, meðal annars af mennsku Krists sem
7 Sjá Gustaf Aulen, 1970: Christus Victor. An historicalstudy ofthe three main types of the idea of the Atonement.
8 McGrath 200 la, 418.
9 Um notkun sigurstefsins í íslenskri sálmahefð, sjá: Einar Sigurbjörnsson 1993, 266-271.
10 Hugmyndin um Jesú Krist sem lausnargjald kemur m.a. fram í texta Ireneusar frá síðari hluta 2. aldar. Sjá:
McGrath 200 lb, 328.
136