Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 141
þjáningu.18 Vegna þessarar áherslu Abelards á áhrif fyrirmyndar Krists, sem
leiðir til þess að við „fylgjum fordæmi hans“ (þegar Kristur laðar okkur til
eftirbreytni), hefur kenning Abelards verið kölluð „huglæg hjálpræðiskenn-
ing“, þótt hún sé oftar kennd við hina siðferðilegu fyrirmynd (e. moral ex-
ample).19
Lengi vel stóð kenning Abelards í skugga fullnægjukenningar Anselms, en
fylgi við hana óx mjög í kjölfar upplýsingarinnar og aukinnar áherslu á mátt
mannlegrar skynsemi. Á þessum tíma komu fram nýjar áherslur innan Krists-
fræðinnar, þar sem niðurstaða Kalkedon-þingsins um tvö eðli í einni persónu
var dregin í efa og sérstaða Krists í auknum mæli skilin sem stigsmunur, frekar
en eðlismunur. Þessum hugmyndum fylgdu efasemdir um þá yfirnáttúrulega
merkingu sem dauði Krists á krossinum hefði, eins og að líta á dauða hans
sem greiðslu eða sáttargjörð fyrir syndir mannanna. I framhaldinu var farið
að líta á merkingu krossins fyrst og fremst út frá þeim áhrifum sem fordæmi
Krists (og fórn hans) hafði á fólk. Hvatningin til eftirbreytni var hér meg-
inatriði og máttur Krists til þess að laða fram hið besta hjá öðrum.20 Það ætti
því ekki að koma á óvart að kenning Abelards um hina siðferðilegu fyrirmynd
átti vaxandi fylgi að fagna, að svo miklu leyti sem hægt var að laga hana að
kröfunum um trúarhugmyndir sem lutu lögmálum skynseminnar.
Krossinn sem túlkunarlykill
Á 16. öldinni komu fram hörð viðbrögð gagnvart hugmyndafræði miðalda-
guðfræðinnar, ekki síst ofuráherslu hennar á almætti Guðs og mátt mann-
legrar skynsemi. Marteinn Lúther var hávær í gagnrýni sinni á þessa túlk-
unarhefð, sem hann kallaði guðfrœði dýrðarinnar. Til mótvægis við hana setti
Lúther fram krossmiðlæga guðfræði í anda Páls postula, þar sem gengið er út
frá því að þekking okkar á Guði sé bundin því hvernig Guð birtist okkur í
hinum þjáða Kristi á krossinum.21 Andstætt áherslum miðaldaguðfræðinnar,
þar sem manneskjan hefur greiðan aðgang að Guði í gegnum skynsemina, þá
18 Ray, 54.
19 Um samspil huglægra og hlutlægra þátta í íhugun um friðþæginguna í Passíusálmum Hallgríms, sjá: Einar Sig-
urbjörnsson 1993, 278-279.
20 McGrath 200 la, 426-427.
21 Lúther setur fram hugmyndir sínar um guðfræði krossins (1. theologia crucis) í rökræðum sem hann hélt í
Heidelberg árið 1518. Sjá LW vol.31, 39-70.
139