Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 142
gengur guðfræði krossins út frá því að Guð sé í opinberuninni allur annar en
mannleg skynsemi gerir ráð fyrir. A krossinum velur Guð, þvert á væntingar
okkar, að opinberast í veikleika en ekki styrkleika, í heimsku í stað visku, eins
og Páll postuli orðar það í fyrra bréfi sínu til safnaðarins í Korintu.22 Með
því að birtast í veikleika í stað þess að beita (al)mætti sínum og stíga niður af
krossinum, boðar krossinn samstöðu Guðs með okkur í þjáningunni. Á sama
tíma ffytur krossinn von um endalok þjáningarinnar, þar sem Golgata er ekki
endastöðin, heldur fá atburðirnir sem þar áttu sér stað nýja merkingu vegna
þess sem fylgir í kjölfarið. Túlkunarlykill að guðfræði krossins er einmitt eftir
d (1. a posteriori), eða í Ijósi upprisunnar. Það sem blasir við þeim sem horfa á
Krist krossfestan er aðeins sorglegur vitnisburður um sigur hins illa yfir hinu
góða. I því ljósi ber að skoða frásagnir guðspjallanna af því þegar lærisveinarn-
ir missa vonina og hlaupa í felur. Af hverju konurnar hlaupa ekki með þeim er
óljóst, en ef til vill hefur þeim ekki staðið sama ógn af óvinum Jesú og af körl-
unum. Eftir á, það er eftir upprisuna, fær krossinn síðan nýtt innihald, þegar
hann umbreytist úr pyntingartóli í tákn um von, von um sigur hins góða, um
sigur lífsins yfir dauðanum.23
I kjölfar hörmunga heimsstyrjaldanna tveggja kom fram sterk þörf á að
endurnýja áhersluna á krossinn, sem hafði átt undir högg að sækja um nokk-
urt skeið. Reynslan af takmarkalausri vonsku mannsins knúði fram áleitnar
spurningar um Guð andspænis illskunni og vonleysinu sem fylgdi í kjölfarið.
Trúin á skynsemi mannsins og takmarkalausa möguleika hennar hafði ekki
reynst sú kjölfesta sem vonast hafði verið til. Það uppgjör sem fór fram innan
guðfræðihefðarinnar á Vesturlöndum um miðja tuttugustu öldina minnti um
margt á uppgjör Lúthers við miðaldaguðfræðina. Sú guðfræði sem einblíndi á
almætti hins fjarlæga og upphafna (handanverandi) Guðs átti fá svör við þeim
spurningum sem brunnu á fólki. Spurningum eins og: „Hvernig gat þetta
gerst?“ eða „Hvar var Guð á meðan ósköpin dundu yfir?“ Bók Jurgens Molt-
manns um „hinn krossfesta Guð“ sem fyrst kom út árið 1972 olli straum-
hvörfum í guðfræðiumræðunni í Evrópu og áhrif hennar breiddust hratt út
22 lKorl.27.
23 Sjá nánar um Kristsfræði Lúthers og hvernig hann túlkar líf og starf Jesú Krists út frá sjónarhorni krossins:
Arnfríður Guðmundsdóttir 1996, 129-181.
140