Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 145
að ganga út frá því að skilyrðislaus kærleikur og þjáning hins saklausa myndi
að lokum lokka ofbeldismennina frá villu síns vegar, telja Brown og Parker að
King hafi gerst sekur um samskonar mistök og Abelard í hinni huglægu frið-
þægingarkenningu. Vandamálið við þá hugmynd sem hér búi að baki sé ein-
mitt það að frelsun (hjálpræði) hinna seku kosti fórn hinna saklausu.30 I þessu
sambandi má minna á að einstaklingar sem hafa unnið með fórnarlömbum
heimilisofbeldis hafa einmitt oft bent á að margar konur trúi því einlæglega að
eiginmenn þeirra muni að lokum „frelsast“ frá ofbeldisfullu hegðunarmunstri
sínu ef þær aðeins nái að þrauka og sýna þeim þolinmæði.
Delores Williams er í öllum meginatriðum sammála Brown og Parker hvað
varðar túlkun á þjáningu og dauða Jesú Krists. Williams kemur úr hópi kvenna
af afrískum uppruna í Bandaríkjunum sem kenna sig við „womanisma“ og
hennar guðfræðilega nálgun einnkennist af því sem hún kallar „þrefalda kúg-
un“ (e. triple oppression) svartra kvenna, vegna kynferðis, kyns og stéttar. I
bókinni, sem ber heitið Sisters in the Wilderness. The Challenge ofWomanist
God-Talk (1995), notar Williams reynslu svartra kvenna af staðgengilsmóð-
urhlutverkinu (e. surrogacy), sem áður fólst meðal annars í því að eiga börn og
sjá um börn fyrir hvíta fólkið, en felst núna frekar í þeirri miklu ábyrgð sem
svartar konur bera gjarnan á fjölskyldum sínum, oft við mjög bágar aðstæður.31
Þessa reynslu ber Williams saman við hefðbundna túlkun á krossi Krists, en
að hennar mati er Kristur „the ultimate surrogate figure“, eða fullkomni móð-
urstaðgengillinn, vegna þess hvernig hann gengur inn í hlutverk hins synduga
mannkyns. Af þessum sökum heldur Williams því fram að myndin af Kristi
á krossinum réttlæti þá kúgun sem samkvæmt reynslu svartra kvenna felst í
staðgengilsmóðurhlutverkinu. Þess vegna verði womanískir guðfræðingar að
hafna því að frelsun kvenna af afríkönskum uppruna tengist staðgengilshlut-
verki Krists. í stað þess að sjá vonina í krossinum, bendir Williams á freist-
ingarfrásöguna, þar sem Kristur rís gegn hinu illa í eyðimörkinni og sigrar að
30 Brown og Parker 1989, 20.
31 Williams skrifar m.a. um reynslu svartra kenna af staðgengilsmóðurhlutverkinu: „Surrogacy has been a negative
force in African-American woman’s lives. It has been used by both men and women of the ruling class, as well as
by some black men, to keep black women in the service of other people’s needs and goals.“(Williams 1995, 81).
Sagan af Hagar og samskiptum hennar við Söru og Abraham (1M 16 og 21) spilar lykilhlutverk í bók Williams,
en hún bendir á hvernig konur af afrískum uppruna hafi speglað sig og reynslu sína af staðgengilsmóðurhlut-
verkinu í þessari sögu.
143