Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 148
máttugt tákn um samstöðu Guðs í þjáningunni, en hann þarf að gera meira.
Þetta er hin „óvirka“ hlið krossins, á meðan hin „virka“ hlið hvetur til aðgerða
og andófs gegn óréttlætinu, „í anda Krists“.37
Svartur, asískur og kvengerður Kristur á krossi
Það er þörfm fyrir að geta talað um Guð við aðstæður sem einkennast af þján-
ingu, óréttlæti og illsku, sem hefur rekið guðfræðinga áfram í leit að ábyrgri
túlkun á merkingu og hlutverki krossins, þrátt fyrir mýmörg dæmi um mis-
notkun hans, bæði í fortíð og nútíð.38 En það er ekki bara hið talaða orð sem
hefur verið notað til að túlka það sem gerðist á krossinum. Hin ýmsu listform
hafa oft tekist á við hið erfiða verkefni að túlka krossinn sem tákn um von
við vonlausar aðstæður. Þá hefur krossinn gjarnan verið settur í óhefðbundið
umhverfi og útlit Krists notað til þess að árétta samstöðu Guðs í Kristi með
hinum þjáðu.39 Karlmennska Krists og/eða gyðinglegur uppruni hafa þá vikið
fyrir umhverfi og útliti sem tekur mið af væntanlegum áhorfendum. Dæmi
um slíkar Kristsmyndir er að finna í myndaröð eftir Charles S. Ndege, sem
hann málaði af píslargöngu Krists á veggi St. Joseph Mukasa kirkjunnar í
Mwanza í heimalandi sínu, Tansaníu.40 í þessu tilfelli sækir listamaðurinn
myndefnið í frásöguna af konunum sem fylgdu Jesú grátandi á leiðinni upp á
Golgatahæð.41 Umhverfið í myndunum dregur dám af suðurströndum Vikt-
oríuvatns í Mið-Afríku og útlit Krists og kvennanna er dæmigert fyrir íbúa þar
um slóðir. Annað dæmi er mynd frá Kína, sem listamaðurinn He Qi málaði
út frá dæmisögunni um sauðina og hafrana í 25. kafla Mattheusarguðspjalls.42
í þessari sögu samsamar Kristur sig hinum hungruðu, þyrstu, heimilislausu,
37 Arnfríður Guðmundsdóttir 1993, 252-253.
38 Gott dæmi er bók suður-ameríska frelsunarguðfræðingsins, Gustavo Gutierrez, On Job. God-Talk andthe Sujfer-
ing of the Innocent.
39 Þegar hið hefðbunda útlit og umhverfi víkur fyrir hinu óhefðbundna er í guðfræðinnni talað um contextualiza-
tion Kristsatburðarins. í bókinni Christ for all People. Celebratinga World of Christian Art (ritstj. Ron O’Grady)
er að finna mörg athyglisverð dæmi um slíka „kontextualiseringu“.
40 O’Grady 2001, 117. Hér er um að ræða mynd úr myndarröð sem sækir myndefnið í áfangastaði á krossferli
Krists, sem á ensku kallast „Stations of the Cross“. Myndir Ndege skreyta bók eftir Diana L. Hayes: Were You
There? Stations of the Cross. (Maryknoll, New York, Orbis Books. 2000).
41 Lk 23.27-29.
42 O’Grady 2001, 147.
146