Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Síða 154
hinar hefðbundnu greinar; predikunarfræði, sálgæslufræði, trúarlífssálarfræði,
trúarlífsuppeldis- og kennslufræði, kirkjuréttur, embættisfærsla, skýrslugerð,
liturgisk söngfræði, messuflutningur, geðsjúkdómafræði og starf á stofnun.2
A erlendum tungum heitir hinn hagnýti þáttur guðfræðinnar praktísk
guðfræði eða pastoral guðfræði.3 Þó vissulega geti verið óljós mörk á milli
pastoral guðfræði og praktískrar guðfræði má þó til einföldunar segja að með-
an pastoral guðfræðin hefur að meginviðfangsefni þá mynd guðfræðinnar sem
styður prestinn í starfi sínu, er viðfangsefni praktískrar guðfræði kirkjan öll og
hinn guðfræðilegi grundvöllur allrar starfsemi hennar og lífs. Þetta þýðir að
pastoral guðfræðin rúmast innan praktískrar guðfræði. Þetta þýðir einnig að
kennimannleg guðfræði sem augljóslega hefur kennimanninn, eða prestinn
og störf hans á akri guðfræðinnar sem viðfang, er fyrst og fremst pastoral-guð-
fræði og þarf ekki að fela í sér alla þætti praktískrar guðfræði.
Þetta þýðir ennfremur að siðfræðin hefur aðra aðkomu að kennimannlegri
guðfræði sem er pastoral guðfræði heldur en að praktískri guðfræði.
Segja má að eitt af því fyrsta sem fylgdi áherslum Björns Björnssonar í
kennslu siðfræðinnar hafi verið ný sýn á ábyrgð safnaðarins gagnvart frelsara
sínum Jesú Kristi, vegna þess að hann væri líkami Krists á jörðu. Upprisulík-
aminn.
I þessu mátti heyra enduróm af hugsun Dietrich Bonhoeffers:
Ethik als Gestaltung ist nur möglich aufgrund der gegenwártigen Gestalt Jesu
Christi in seiner Kirche. Die Kirche ist der Ort, an dem das Gestaltwerden Jesu
Christi verkiindigt wird und geschieht. Im Dienst dieser Verkiindigung und
dieses Geschehens steht die christliche Ethik.4
Þegar litið er til starfsaðferða og áherslna þjóðkirkjunnar á íslandi árið 2007
og þær bornar saman við birtingarmynd kirkjunnar í íslensku þjóðlífi þegar
Björn Björnsson kom til starfa við guðfræðideild Háskóla íslands hartnær
fjórum áratugum fýrr, og þær skoðaðar í ljósi kenninga hans um kirkju og
þjóðlíf er auðvelt að rekja spor hans í því ferli öllu.
2 Þessu til hliðsjónar eru klassiskar greinar hagnýtrar (praktískrar) guðfræði: Inngangsfræði hagnýtrar (praktískr-
ar) guðfræði, Safnaðaruppbygging (Kybernetik / Oikodomik), Guðsþjónusta og aðrar helgiathafnir kirkjunnar
(Liturgik), Þjónusta safnaðarins og hjálparstarf kirkjunnar (Diakonik). Predikunarfræði. (Homiletik). Sálgæslu-
fræði (Poimenik)Trúkennslufræði.(Katechetik) og kirkjuréttur, almennur og sértækur.
3 Sjá nánar um þetta Kristján Valur Ingólfsson, 2001.
4 Bonhoeffer, 1998, 90
152