Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 155
Þessi grein er tilraun til að sýna fram á hversu afgerandi hlut Björn Björns-
son á í þessari þróun. Auk kennslu við guðfræðideild Háskóla íslands, erinda
og fyrirlestra á ýmislegum vettvangi í ræðu og riti, starfa fyrir heimasöfnuð
sinn og þjóðkirkjuna í heild, veitti hann siðfræðilega ráðgjöf opinberum að-
ilum í ýmsum álitamálum sem varða almanna heill. Þó að aðkoma hans sé
margvísleg er hinn rauði þráður ábyrgð guðfræðinnar í samfélaginu.
Greina má störf hans í fjóra megin flokka. Það eru: Fræðistörf, kennsla,
opinber þjónusta, söfnuður og kirkja. Fyrst og fremst verður hér fjallað um
hinn síðast nefnda flokkinn.
Markmið greinarinnar er að sýna að með kennslu sinni og áherslum víkk-
aði Björn inntak kennimannlegar guðfræði og sprengdi raunar hinn hefð-
bundna ramma hennar. Um leið lagði hann að mjög verulegum hluta grunn-
inn að þeirri mynd kirkjunnar að starfi sem nú er víðast hægt að sjá. Vegna
þess að áherslur hans í guðfræðinni sem að hluta til voru kennimannlegar,
eða pastoral- guðfræðilegar, urðu fyrst og fremst praktísk- guðfræðilegar, þá
má kalla Björn Björnsson föður praktískrar guðfræði við guðfræðideild. Rök-
stuðningurinn fyrir inntaki þessarar greinar er sóttur í greinar hans sjálfs og
viðtöl við hann.
Það fór ekki framhjá neinum í kennslu Björns Björnssonar að einstaklings
siðfræði og félagsleg siðfræði verði ekki skilin í sundur, þar sem einstakling-
urinn sé alltaf hluti af sínu félagslega umhverfi.
Guðfræðileg siðfræði á lögheimili sitt hjá samstæðilegri guðfræði. Um það
er ekki deilt.
Beiting siðfræðinnar er hagnýt í sjálfu sér. Því er ekki langur vegur frá sið-
fræðinni til praktískrar eða hagnýtrar guðfræði þegar til kastanna kemur, þó
svo að fræðasviðin kunni að vera aðskilin.
í kennslu Björns Björnssonar við guðfræðideild, eða í annarri fræðslu hans
í söfnuðinum var aldrei um neinn slíkan aðskilnað að ræða. Það kemur líka
vel fram í doktorsritgerð hans,5 hvernig hann nálgast siðfræðileg málefni í
senn og jafnframt, út frá öðrum greinum guðfræðinnar, einkum nýjatesta-
mentisfræðum, trúfræði og kirkjusögu, auk praktískrar guðfræði.
5 Björn Björnsson (1971), The Lutheran doctrine of marriage in modem Icelandic society Oslo: Universitetsforlaget,
Reykjavík: Almenna bókafélagið.
153