Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 157
fór allt aðra leið, þar sem hann sá hlutverk siðfræðinnar í samhengi hinnar
kristilegu mótunar alls heimsins, þegar gjörðir kristinna manna og helgun
þeirra stefnir beinlínis til uppbyggingar safnaðar Guðs í heiminum."
Björn hvetur til endurskoðunar á þessari kenningu Lúthers vegna þess að
kirkjan þurfi að bregðast við kröfunni um þjóðfélagslega ábyrgð:
Margir eru þeirrar skoðunar, þar á meðal sá er þetta ritar, að brýna nauðsyn
beri til þess að taka tveggja-ríkja kenninguna til rækilegrar endurskoðunar, þar
sem augljóst ætti að vera, að ltirkjunni stafar mikill háski af villandi grundvall-
arkenningu einmitt á því sviði, þar sem ríður hvað mest á skýrleika og klárum
svörum, nefnilega á sviði hinnar þjóðfélagslegu ábyrgðar kirkjunnar.12
Nú var það ekki víst að allir gerðu sér grein fyrir því í hverju þessi ábyrgð
kirkjunnar fælist. Breytingar á starfsháttum kirkna og safnaða voru þó orðnar
í nokkrum mæli, einkum í söfnuðum í Reykjavík og nægir að nefna Lang-
holtssöfnuð sem dæmi, þar sem ekki var byrjað að byggja kirkjuskipið sjálft
heldur safnaðarheimilið þar sem fjölbreytt starfsemi fór fram. En Björn hugs-
ar miklu lengra en þetta:
Hver er þá hin þjóðfélagslega ábyrgð kirkjunnar? ... Kirkjunni er gefið það
hlutverk að vera heiminum það lífgefandi afl sem leysir úr læðingi þá mögu-
leika sem heimurinnn býr yfir til þess að skapa manninum - í — heiminum
mannsæmandi líf.13
Hér kveður við líkan tón og heyra mátti hjá Heinz Eduard Tödt í Heidelberg.14
Die Kirche Jesu Christi wird nicht definiert durch die Funktionen, die sie in
den bestehenden Gesellschaftssystemen oder in dem System einer kiinftigen
Weltgemeinschaft wahrnehmen kann und soll. Die christliche Ethik und
das Handeln der Christen ist nicht das Fundament der Kirche, sondern ein
Ausdruck ihres Lebens, das sie aus der Verbundenheit mit ihrem Herrn hat.
Freilich ein notwendiger Ausdruck: der Geist, der in der Gemeinde Christi
lebendig ist, drángt zu einer Konkretisierung der Liebe und der Hoffnung15.
11 EKL (1986), 1146.
12 Björn Björnsson 1967, 412
13 Björn Björnsson 1967, 416.
14 Atvikin höguðu því svo að sá sem þetta ritar hafði milligöngu um fund þeirra prófessoranna Björns og Tödt í
Heidelberg og getur vottað að vel fór á með þeim! Vísa má til bóka Tödt: Das Angebot des Lebens (1978) og Der
Spielraum des Menschen (1978), er þar er að finna greinar sem fjalla um mörg þeirra málefna sem báðir lögðu
megináherslu á.
15 Giinter Howe/Heinz EduardTödt, 1966. 38