Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 159
einnig beitti sér fyrir var að koma á beinni tengingu nemenda guðfræðideildar
við kirkjustarf í mótun. Séra Bernharður Guðmundsson æskulýðsfulltrúi kirkj-
unnar (frá 1970) var honum innan handar við það. Þetta var samkvæmt þeirri
kenningu Björns að:
I fimm þúsund manna byggð ætd ekki að vera nema einn prestur, en hann
þyrfti að hafa aðstoðarmenn, sem væru þá færari en hann til að sinna tiltekn-
um verkefnum. Þar á ég t.d. við æskulýðsfulltrúa, sem hefði þá þann und-
irbúning sem sem til slíks starfs þyrfti. Fræðslufúlltrúa, sem væri presdnum
m.a. til aðstoðar við fermingarundirbúning, en einnig kæmi tíl greina annað
fræðslustarf, t.d. skírnarfræðsla, fræðsla um hjúskaparmál. Þar tel ég satt að
segja vera talsvert krítiskt mál. Mér skilst að Islendingar eigi allt að því heims-
met í hjónaskilnuðum á árinu 1971. Og því er a.m.k. haldið á loft að sáttaum-
leitanir presta séu stundum kák. Eg teldi fulla ástæðu til þess að starfsmaður
sem hefði meiri og sérhæfða menntun í því að sinna ráðgjöf í hjúskapar- og
fjölskyldumálum, ynni að slíkum málum við hlið prestsins.18
Rétt er að taka fram að þótt þetta kerfi hafi hvergi verið tekið upp í þeim mæli
sem hér er lýst, dregur það í engu úr ágæti þessarar kenningar.
Björn hafði einnig mjög ákveðnar hugmyndir um kirkjubyggingar í nýjum
hverfum:
... kveðst hann telja að það væri mjög misráðið að fara að reisa hér eitthvert
kirkjubákn. Hér þarf að byggja snoturt guðshús við hæfi ... I því þyrfti að
vera aðstaða til margháttaðs félagslegs starfs. ... það hefur heyrst að til sé að
kirkjustjórn geti lánað nýjum söfnuði kirkjuhúsnæði, sem þá er færanlegt.19
Við búum því miður ekki við slíkt skipulag hér. ... Það er mikils vert að söfn-
uðurinn komist hjá því að reisa sér hurðarás um öxl og verða beygður í áratugi
eftir að hafa ráðist í það gríðarlega verk að reisa stóra kirkju. ...
Ég mætti kannski varpa fram hugmynd sem fram hefúr komið en er þó ekki
frá mér, þótt ég kannist við hana. Það hefur verið bent á að við ættum alls ekki
að byrja á því að undirbúa kirkjubyggingu, heldur ættum við að kaupa stóra
og rúmgóða hæð í fjölbýlishúsi fyrir safnaðarstarf. I tengslum við það hús-
næði eða í sama húsi væri svo íbúð prests og annarra starfsmanna safnaðarins.
Þannig væri þá komið safnaðarheimili mitt á meðal fólksins. Kirkjan kæmi þá
með vissum hætti til móts við söfnuðinn án þess að reisa sér minnisvarða uppi
á hæð. Slíkar húskirkjur eru til erlendis.20
18 Kirkjuritið (1972), 1 .tbl., 13
19 Hér er um að ræða hugmynd sem er allrar athygli verð og hefur verið rædd í Kirkjuráði hin allra síðustu ár. Þessi
leið er farin t.d. bæði í dönsku kirkjunni og hinni norsku, að vísu með misjöfnum árangri.
20 Kirkjuritið(1972)l.tbl., 15-16