Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 160
Tillagan um safnaðarheimili í fjölbýlishúsi ... er einmitt grundvölluð á slíkri
hugmynd um miðstöð. Segjum að hér væri komin tuttugu þúsund manna
byggð, eins og gert er ráð fyrir að verði. Þá yrði hér ein miðstöð og sókn-
arpresturinn yfirmaður hennar. En í stað þess að hér yrðu fjórir prestar, hefði
hann við hlið sér aðra starfsmenn, t.d. fræðslufulltrúa, sem e.t.v. væri guðfræð-
ingur, en hefði jafnframt sérnám í skóla- og uppeldisfræðum, æskulýðsfúlltrúa
og safnaðarsystur. Þannig væri þá myndaður starfshópur með verkaskiptingu
eftir sérhæfingu og mismunandi þörfum þessarar byggðar.
... Eg hef meiri trú á því að fjórir til fimm menn nokkuð sérhæfðir starfi saman
í tuttugu þúsund manna þéttri byggð, heldur en að þar væru fjórir prestar.
... Tilbeiðslan eða guðsþjónustuhaldið yrði að sjálfsögðu fyrst og fremst verk-
svið prestsins en fræðslufúlltrúi ætti að geta tekið að sér allan fermingarund-
irbúning, skírnarfræðslu og fleira, þannig að það ætti að létta miklu af prest-
inum. Safnaðarsystir gæti sömuleiðis að sínu leyti létt af prestinum húsvitj-
unum og ýmsu í sambandi við vandamál einstaklinga. Prestur ætti þá að hafa
frjálsari hendur til þess að byggja upp hið raunverulega helgihald.21
Þessi grein í Kirkjuritinu varpar góðu ljósi á þær áherslur í kirkjustarfi sem
Björn vildi vinna brautargengi í þjóðkirkjunni.
Enginn vafi leikur á að margt hefur þar komið fram þótt ekki gengi allt
jafn hratt fram og hann óskaði.
Ég hneigist alltaf til þess að skjóta að þessari athugasemd í umræðum um hugs-
anlegar breytingar á kirkjulegu starfi: Við erum að tala um að sinna félagsmál-
um og fræðslumálum rétt eins og um væri að ræða einhverja æskilega viðbót
við hið eðlilega kirkjulega starf. En mínar hugmyndir og mín skilgreining á
kirkjulegu starfi við þær aðstæður, sem blasa við í nútímanum eru á þá leið að
hér sé alls ekki um neina viðbót að ræða, heldur sé hér raunverulega um að
tefla eðli starfs þeirrar kirkju sem tekur alvarlega þann boðskap að í Kristi varð
Orðið hold. Holdtekning Orðsins er síbreytileg og hún verður að taka mið af
breytilegum aðstæðum á hverjum tíma. Þess vegna hlýtur hver nýr söfnuður
að endurskoða troðnar leiðir og það sem gert hefur verið, athuga hvort ekki sé
ástæða til að breyta til í þjónustunni við Orðið. Því að Orðið vill holdgast, en
ekki verða eitthvert óhlutkennt, svífandi orð, eins og gerfihnöttur fyrir ofan
höfuð manna.22
Þjónustuhlutverk kirkjunnar sem kærleiksþjónusta, díakonía, líknarþjónusta,
er tvíþætt. Annars vegar persónuleg og persónubundin þjónusta við þau sem
þurfa á aðstoð okkar að halda. Hins vegar samfélagsleg, kerfisbundin þjón-
21 Kirkjuritið, 1972,1 .tbl. 17
22 Kirkjuritið 1972, l.tbl. 18.