Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Side 161
usta, sem greinir, en um leið tekst á við þann félagslega veruleika, pólitískan,
efnahagslegan, menningarlegan, o.s.frv., sem skerðir möguleika manna til að
njóta almennra mannréttinda, eða þess réttar sem hver og einn er borinn til
sem Guðs elskað barn, skapaður í Guðs mynd.23
Siðfræðin og áhrifasvið hennar
Grundvöllur allra kenninga Björns um kirkjuna að starfi er að sjálfsögðu sið-
fræðin sjálf. Kirkjan að starfi er áhrifasvæði hennar. Þar mætist hin guðfræði-
lega siðfræði og hin hagnýta guðfræði.
I bók sinni Wissenschaftstheorie und Theologie (1973) skrifar Wolfhart
Pannenberg:
Die Praktische Theologie ist eine „Theologie des kirchlichen Handelns, die
der gegenwártigen Wirklichkeit der Kirche nicht mit irgendeinem dogmati-
schen Normbegriffvon Kirche unvermittelt gegeniibertritt, sondern sich ... als
Moment einer durch sich selbst hindurchgehenden Bewegung geschichtlicher
Praxis begreift“24
I grein sem birtist 1997 gerir Björn almenna grein íyrir kristinni siðfræði. Þar
koma saman þau meginstef um siðfræðina og söfnuðinn og um ábyrgð kristins
manns sem einstaklings og hluta heildar, sem leggja kirkjunni í hendur starfs-
lýsingu sem sæmir þeim sem kennir sig við Krist hinn upprisna Drottin.
Kristin siðfræði er réttilega nefnd kristin vegna þess að hún rekur áhrifavaldið
að baki siðaboðinu til vilja Guðs eins og hann hefur opinberast í lífi, dauða og
upprisu Jesú Krists.25
BCristin siðfræði er jarðbundin siðfræði. Bundin manninum og kjörum hans,
viðhorfúm hans og vanda, brestum og brigðum, vonum og vonleysi. Hún
lætur sig varða allan hag mannsins jafnt hið innra sem hið ytra. Sem guð-
fræði upprisunnar flytur hún orð Guðs um hina endurreistu sköpun og nýjan
mann í Jesú Kristi. Hún flytur þann boðskap að hvar og hvenær sem unnið er
að markmiðum manngildis og mannúðar sem eru opinber orðin í mennsku
Krists, þá sé það starf ekki unnið fyrir gýg heldur fyrir Guð. Kristnir menn og
samfélag þeirra, kirkjan, skulu skapa framvarðarsveit í slíku umbóta- og end-
urreisnarstarfi. Framtíðarsýn guðsríkisins er ekki tálsýn, ekki staðleysa utan
23 Björn Bjömsson 1993, 29.
24 Pannenberg 1973, 440.
25 Björn Björnsson 1997, 7.